Innlent

Grunur um mannrán í Kópavogi reyndist ekki á rökum reistur

Bjarki Ármannsson skrifar
Þrír lögreglubílar voru kallaðir á vettvang.
Þrír lögreglubílar voru kallaðir á vettvang. Mynd/Vísir
Þrír lögreglubílar og sjúkrabíll voru kallaðir út að húsi í Kópavogi fyrir stuttu. Að sögn varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var um misskilning að ræða en í fyrstu var talið að þar væri konu haldið gegn vilja hennar.

„Þetta voru einhver andleg veikindi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, stöðvarstjóri á lögreglustöð 3. Konunni sem um ræðir var því komið á sjúkrahús.

„Miðað við tilkynninguna þurfti að bregðast svolítið fast við. En þetta var í raun og veru minni háttar, fyrir okkur. Það er ekkert saknæmt sem átti sér stað þarna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×