Innlent

Foringjar og eldri skátar sváfu úti

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Slöngubátarennsli, kyndlagerð, hópeflisleikir, bogfimi, klifur og sig eru á meðal hluta sem reykvískir skátar skemmtu sér við á Úlfljótsvatni um nýliðna helgi.
Slöngubátarennsli, kyndlagerð, hópeflisleikir, bogfimi, klifur og sig eru á meðal hluta sem reykvískir skátar skemmtu sér við á Úlfljótsvatni um nýliðna helgi. Mynd/Skátasamband Reykjavíkur
Úlfljótsvatn er sagt hafa sannað gildi sitt sem útivistarparadís skáta um helgina þegar þar komu saman 150 skátar úr Reykjavík til að halda sitt Vetrarmót.

„Skátaskálarnir voru fullnýttir og einnig sváfu um tuttugu foringjar og eldri skátar í tjöldum,“ segir í tilkynningu Skátasambands Reykjavíkur.

„Mótið heppnaðist einstaklega vel, dagskráin var fjölbreytt og þátttakendur voru úr öllum skátafélögum í Reykjavík,“ er haft eftir Jóni Andra Helgasyni hjá Skátasambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×