Innlent

Hafa aflýst öllu flugi frá Keflavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Arngrímsson.
Guðjón Arngrímsson. vísir/heiða
Búið er að aflýsa öllu flugi Icelandair frá Keflavíkurvelli í fyrramálið vegna óveðurs.

Í kvöld og í nótt er spáð óveðri SV-lands og má búast við yfir 20 m/s.

„Það spáir þannig veðri að það var ekki talið annað fært en að aflýsa,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

„Það verður heldur ekki flogið frá Norður-Ameríku í kvöld en veðrið á að ganga niður seinnipartinn á morgun og því búumst við við því að geta flogið til Kaupmannahafnar og London þá og jafnvel til Ameríku.“

Uppfært klukkan 21:05

Tveimur flugferðum WOW Air, annars vegar til Parísar og hins vegar til London sem áætluð voru um sjöleytið í fyrramálið, hefur verið frestað til tólf á hádegi. Þá hyggur easyJet enn á flug til Luton klukkan 11:30.

Nánari upplýsingar um brottfarir frá Keflavík hér.

mynd/icelandair



Fleiri fréttir

Sjá meira


×