Sjáðu uppsagnarbréfið umdeilda: Ekki ljóst hver ákvað að segja upp Sólveigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2015 16:55 Heimildir Vísis herma að Vilmundur og Sólveig hafi tekist á. VÍSIR/ANTON/VIMEO „Hér með er þér sagt upp starfi þínu sem forstöðumaður sumardvalar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra með þriggja mánaða fyrirvara frá og með deginum í dag að telja,“ segir í uppsagnarbréfi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til forstöðumannsins Sólveigar Hlínar Sigurðardóttur. Eins og Vísir greindi frá í gær var Sólveigu afhent uppsagnarbréfið daginn sem hún sneri aftur til vinnu eftir fæðingarorlof á fimmtudaginn, þann 15. janúar síðastliðinn. „Framkvæmdastjórinn gerir þetta daginn sem ég held að ég sé að koma aftur til vinnu. Kallar mig inn á fund, þar sem ég býst ekki við neinu öðru en að fá gögn í hendurnar, aðgang að tölvupóstinum og tölvuna til baka, en þá kemur hann með þetta og segir að það væri hreinlegast ef ég segði upp sjálf,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi í gær. Hún hafi ekki getað tekið því boði. „Af hverju ætti ég að segja upp starfi sem ég hef hreinlega helgað mig algjörlega, bæði af lífi og sál?“Uppsagnarbréfið umdeilda. Stærri útgáfu má sjá í PDF-skjali neðst í fréttinni.Persónulegur ágreiningur Sólveigar og Vilmundar Samkvæmt heimildum Vísis tengist uppsögnin ágreiningi Sólveigar og framkvæmdastjórans Vilmundar Gíslasonar. Hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig um ágreininginn í samtölum við Vísi. Vilmundur sagði í samtali við Vísi í gær að ráðið væri í starf forstöðumanns árlega til eins árs í senn. Það hefði verið ákvörðun stjórnarinnar að endurnýja ekki samninginn við Sólveigu. „Þetta hefur alltaf verið tímabundið starf frá ári til árs, skipað ungu fólki, og það var akkúrat komið að endurnýjun,“ sagði hann við Vísi í gær aðspurður um tímasetninguna. „Svo er bara ekki hægt, ef að á að breyta til, þá töldu menn ekki stætt að gera það í orlofinu sjálfu.“Frá sumarbúðunum í Reykjadal.Vísir/ValliStjórnin fundaði ekki sérstaklega vegna uppsagnarinnar Stjórnin tók undir afstöðu Vilmundar í yfirlýsingu sem birt var í gær í kjölfar fundar stjórnar. Hafði stjórninni borist tugir undirskrifta þar sem uppsögninni var mótmælt. Þar segir að stjórn styrktarfélagsins hafi ákveðið að endurráða ekki forstöðukonuna og að stjórninni þyki miður sú umræða sem skapast hefur um málið í kjölfarið. Baldvin Bjarnason, formaður stjórnar styrktarfélagsins, sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið við Vísi. Aðspurður sagði hann þó að Vilmundur sæi um daglegan rekstur styrktarfélagsins. Stjórnin hefði ekki komið sérstaklega saman til fundar til að ákveða uppsögn Sólveigar. Stjórnin standi engu að síður við hana. Post by Össur Skarphéðinsson.Segir málið persónulegt Sólveig hafnar því að hafa aðeins verið ráðin til eins árs í senn og að ráðningin hafi einfaldlega runnið út. Bendir hún á að í uppsagnarbréfinu, sem titlað er þannig, sé henni veittur þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá og með næstu mánaðarmótum. Því er enn ekki ljóst á þessari stundu hver tók ákvörðun um að segja Sólveigu upp störfum og hvers vegna enda vill enginn tjá sig um ágreiningsmál Vilmundar og Sólveigar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu í gær og er þeirrar skoðunar að draga þurfi uppsögnina umsvifalaust til baka. Vilmundur ljúgi. „Við erum að breyta til þarna en ég vil ekki tjá mig um þetta núna, enda er þetta persónulegt mál. Auðvitað er alltaf hundleiðinlegt þegar þarf að gera svona,“ sagði Vilmundur við Vísi í gær.Pressan birti uppsagnarbréfið á vef sínum í dag en það má sjá í viðhengi hér að neðan. Tengdar fréttir Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17 Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24 Uppsögnin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti Sárnar að fá ekki að kveðja fólkið sem hún hefur unnið með og gesti sumarbúðanna sem sumir hafi fylgt henni frá upphafi. 16. janúar 2015 18:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
„Hér með er þér sagt upp starfi þínu sem forstöðumaður sumardvalar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra með þriggja mánaða fyrirvara frá og með deginum í dag að telja,“ segir í uppsagnarbréfi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra til forstöðumannsins Sólveigar Hlínar Sigurðardóttur. Eins og Vísir greindi frá í gær var Sólveigu afhent uppsagnarbréfið daginn sem hún sneri aftur til vinnu eftir fæðingarorlof á fimmtudaginn, þann 15. janúar síðastliðinn. „Framkvæmdastjórinn gerir þetta daginn sem ég held að ég sé að koma aftur til vinnu. Kallar mig inn á fund, þar sem ég býst ekki við neinu öðru en að fá gögn í hendurnar, aðgang að tölvupóstinum og tölvuna til baka, en þá kemur hann með þetta og segir að það væri hreinlegast ef ég segði upp sjálf,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi í gær. Hún hafi ekki getað tekið því boði. „Af hverju ætti ég að segja upp starfi sem ég hef hreinlega helgað mig algjörlega, bæði af lífi og sál?“Uppsagnarbréfið umdeilda. Stærri útgáfu má sjá í PDF-skjali neðst í fréttinni.Persónulegur ágreiningur Sólveigar og Vilmundar Samkvæmt heimildum Vísis tengist uppsögnin ágreiningi Sólveigar og framkvæmdastjórans Vilmundar Gíslasonar. Hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig um ágreininginn í samtölum við Vísi. Vilmundur sagði í samtali við Vísi í gær að ráðið væri í starf forstöðumanns árlega til eins árs í senn. Það hefði verið ákvörðun stjórnarinnar að endurnýja ekki samninginn við Sólveigu. „Þetta hefur alltaf verið tímabundið starf frá ári til árs, skipað ungu fólki, og það var akkúrat komið að endurnýjun,“ sagði hann við Vísi í gær aðspurður um tímasetninguna. „Svo er bara ekki hægt, ef að á að breyta til, þá töldu menn ekki stætt að gera það í orlofinu sjálfu.“Frá sumarbúðunum í Reykjadal.Vísir/ValliStjórnin fundaði ekki sérstaklega vegna uppsagnarinnar Stjórnin tók undir afstöðu Vilmundar í yfirlýsingu sem birt var í gær í kjölfar fundar stjórnar. Hafði stjórninni borist tugir undirskrifta þar sem uppsögninni var mótmælt. Þar segir að stjórn styrktarfélagsins hafi ákveðið að endurráða ekki forstöðukonuna og að stjórninni þyki miður sú umræða sem skapast hefur um málið í kjölfarið. Baldvin Bjarnason, formaður stjórnar styrktarfélagsins, sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið við Vísi. Aðspurður sagði hann þó að Vilmundur sæi um daglegan rekstur styrktarfélagsins. Stjórnin hefði ekki komið sérstaklega saman til fundar til að ákveða uppsögn Sólveigar. Stjórnin standi engu að síður við hana. Post by Össur Skarphéðinsson.Segir málið persónulegt Sólveig hafnar því að hafa aðeins verið ráðin til eins árs í senn og að ráðningin hafi einfaldlega runnið út. Bendir hún á að í uppsagnarbréfinu, sem titlað er þannig, sé henni veittur þriggja mánaða uppsagnarfrestur frá og með næstu mánaðarmótum. Því er enn ekki ljóst á þessari stundu hver tók ákvörðun um að segja Sólveigu upp störfum og hvers vegna enda vill enginn tjá sig um ágreiningsmál Vilmundar og Sólveigar. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu í gær og er þeirrar skoðunar að draga þurfi uppsögnina umsvifalaust til baka. Vilmundur ljúgi. „Við erum að breyta til þarna en ég vil ekki tjá mig um þetta núna, enda er þetta persónulegt mál. Auðvitað er alltaf hundleiðinlegt þegar þarf að gera svona,“ sagði Vilmundur við Vísi í gær.Pressan birti uppsagnarbréfið á vef sínum í dag en það má sjá í viðhengi hér að neðan.
Tengdar fréttir Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17 Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24 Uppsögnin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti Sárnar að fá ekki að kveðja fólkið sem hún hefur unnið með og gesti sumarbúðanna sem sumir hafi fylgt henni frá upphafi. 16. janúar 2015 18:30 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Stjórn styrktarfélags fundar eftir að tugir mótmæltu uppsögn forstöðukonu Reykjadals Stjórnarformaðurinn vill ekki gefa uppi ástæður uppsagnarinnar án þess að hafa farið yfir málið með forstöðukonunni. 16. janúar 2015 11:17
Sólveig látin hætta eftir ágreining við framkvæmdastjórann Ágreiningur kom upp á milli framkvæmdastjóra styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og forstöðukonu Reykjadals. 16. janúar 2015 15:24
Uppsögnin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti Sárnar að fá ekki að kveðja fólkið sem hún hefur unnið með og gesti sumarbúðanna sem sumir hafi fylgt henni frá upphafi. 16. janúar 2015 18:30