Fleiri fréttir

Sátt yrði rofin um útsvarsgreiðslur

Reykjavíkurborg telur að ef frumvarp um afnám lágmarksútsvars nái fram að ganga sé sátt rofin um fyrirkomulag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar leggja mest til sjóðsins sem rennur til minni sveitarfélaga.

Húnabjörg kom báti til bjargar

Lítill fiskibátur fékk veiðarfærin í skrúfuna þegar hann var staddur norður af Skagaströnd í nótt. Við það stöðvaðist skrúfan og bátinn tók að reka. Skipstjórinn kallaði þá eftir aðstoð og var björgunarskip Landsbjargar, Húnabjörg, mönnuð og send út til móts við bátinn.

Sveiflaði hamri á Barónsstíg

Karlmaður í annarlegu ástandi tók að sveifla hamri á ögrandi hátt fyrir utan 10-11 verslunina við Barónsstíg um klukkan fimm í morgun. Kallað var á lögreglu,sem handtók hann og vistaði í fangageymslu áður en hann ynni nokkrum mein.

Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug

Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin.

Isis með þjálfunarbúðir í Líbíu

Isis samtökin hafa komið sér upp þjálfunarbúðum í austurhluta Líbíu. Þetta fullyrða bandarísk stjórnvöld og er talið að nokkur hundruð vígamenn séu nú samankomnir í búðunum sem nýlega var komið á laggirnar.

Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki.

Ætlar að verða hlýjasta árið

Árið 2014 virðist ætla að verða hlýjasta ár sögunnar, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá Alþjóðaveðurstofnuninni sem kynntar voru á loftslagsráðstefnunni í Líma í gær.

Fátækt barna þrefaldast frá hruni

Fátækt barna hefur aukist mest í þeim löndum sem urðu verst úti í efnahagshruninu 2008. Fátækt íslenskra barna fer úr 11 prósentum 2008 í 32 prósent 2012 samkvæmt tölum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Þjóðernissinnar komust í lykilstöðu

Hingað til hefur enginn flokkur á sænska þinginu viljað eiga samstarf við Svíþjóðardemókratana vegna einstrengingslegrar afstöðu þeirra í málefnum útlendinga. Engu að síður tókst þeim að fella tveggja mánaða gamla ríkisstjórn.

Lagarfljótsormurinn fastur á strandstað

Veitingaferjan Lagarfljótsormurinn sem staðið hefur ónotuð á árbakkanum um árabil er ekki á leið í nýtt hlutverk sem rútubílstjóri ætlaði skipinu með því að gera það að veitingastað á Egilsstöðum. Skipulagsnefnd hafnar hugmyndinni.

Greiða atkvæði um áframhald verkfalls

Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna Læknafélags Íslands um áframhaldandi verkfallsaðgerðir. Litlar líkur eru taldar á að samið verði fyrir áramót.

Virðum ekki skuldbindingar okkar

Ísland er hvergi nærri því að vera leiðandi í málefnum hafsins – öfugt við fullyrðingar stjórnvalda. Ísland á ekki aðild að fjölmörgum alþjóðasamningum er varða mengun frá skipum og framfylgir ekki öðrum sem hafa verið staðfestir. Tilvísanir í íslen

Sautján ríki höfða mál gegn Obama

Vilja ógilda ákvörðun forsetans sem gefur tæplega fimm milljónum ólöglegra innflytjenda tækifæri til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum.

Einar vill ekkert segja

"Þetta skýrist bara á morgun,“ segir Einar K. Guðfinnsson um hvort hann verði gerður ráðherra á morgun.

Harma ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans

Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík harmar þá ákvörðun borgarstjórnarmeirihlutans að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins með þeim hætti að nú sé þar gert ráð fyrir brotthvarfi neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar.

Nýjar þingkosningar í Svíþjóð 22. mars

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti að þann 29. desember verði boðað verði til þingkosninga í Svíþjóð. Kosningar fara fram þann 22. mars.

„Brýnt að bregðast við grimmdarverkum ISIS“

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sótti í dag utanríkisráðherrafund sextíu ríkja í Brussel sem taka þátt alþjóðlegum aðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Írak og Sýrlandi.

Sjá næstu 50 fréttir