Innlent

Sveiflaði hamri á Barónsstíg

Karlmaður í annarlegu ástandi tók að sveifla hamri á ögrandi hátt fyrir utan 10-11 verslunina við Barónsstíg um klukkan fimm í morgun. Kallað var á lögreglu,sem handtók hann og vistaði í fangageymslu áður en hann ynni nokkrum mein.

Annar karlmaður var handtekinn um tvö leytið í nótt eftir að hann réðst á mann fyrir utan N-1 þjónustustöð í austurborginni. Sá sem hann réðst á meiddist ekki alvarlega og var árásamanninum sleppt að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×