Innlent

Telur þörf á að skoða velferðarþjónustu borgarinnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þörf á úttekt á þjónustu borgarinnar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þörf á úttekt á þjónustu borgarinnar. Vísir/GVA
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að fjárfesta í nýsköpun í velferðarmálum ásamt því að skoða vandlega rekstrarumhverfi þjónustu Reykjavíkurborgar. Hún kveðst ósátt við hlut velferðarmála í nýrri fjárhagsáætlun borgarinnar.

„Öldruðum fjölgar mjög mikið og það þarf að breyta kerfunum sem við erum að reka núna,“ segir Áslaug. „Við veitum hvorki nógu mikla né góða þjónustu nú þegar til aldraðra og fatlaðra. Brýnt er að við áttum okkur á hvað gera þurfi.“

Áslaug María Friðriksdóttir


Fjárhagsáætlun borgarinnar var samþykkt á fundi borgarstjórnar seint á þriðjudag. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu alls fram tuttugu breytingartillögur við áætlunina en aðeins ein var samþykkt. Áslaug segist ekki skilja hvers vegna meirihluti borgarstjórnar taki ekki undir áhyggjur minnihlutans af velferðarþjónustu borgarinnar.

„Við vildum meðal annars setja tuttugu milljónir í úttekt á umhverfinu sem velferðarsviðið rekur,“ segir Áslaug. „Átta okkur á því hvort það sé nógu skapandi eða þannig hvetjandi að fólk hafi frelsi til að fylgja nýjum hugmyndum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×