Börnin í leikskólanum verða rólegri af því að iðka jóga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 4. desember 2014 10:00 Aðalheiður Jensen, leikskólakennari og jógakennari, segir börnin njóta jógastundanna og bíða spennt eftir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er ekki bara jógakennarinn sem hlakkar til tímanna í krakkajóga í leikskólanum Öskju í Reykjavík. Krakkarnir njóta tímanna og bíða spenntir eftir þeim. „Þeim finnst þetta rosalega skemmtilegt. Jóga kennir þeim ýmsar leiðir til að róa sig niður og hafa áhrif á tilfinningar sínar. Þau verða meðvitaðri um líkamann og öndunina,“ segir Aðalheiður Jensen leikskólakennari sem jafnframt er jógakennari. „Ég lærði fyrst rope-jóga og eftir það ákvað ég að hella mér út í þetta og læra krakkajóga,“ bætir hún við. Aðalheiður getur þess að frá febrúar 2012 hafi jóga og iðkun núvitundar verið færð inn í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar. Með börnum á leikskólastiginu og fyrstu árum grunnskólans ganga jógastundirnar út á leik, söng og dans þar sem jógaæfingar, öndunaræfingar, núvitund og slökun eru fléttaðar inn í.„Það hefur lítið verið í skólakerfinu sem hjálpar börnum að leita inn á við en nú er að verða breyting á. Í Bandaríkjunum er til dæmis verið að innleiða núvitund í nokkra skóla. Þar eru kennarar þjálfaðir til að stöðva kennslustund þegar þeir sjá að bekkurinn er orðinn órólegur. Þegar kennarinn slær í bjöllu vita allir að næstu 10 mínútur fara í hugleiðslu og slökun.“ Aðalheiður segir núvitund ganga út á að vera í augnablikinu, vera meðvitaður um það sem er hér og nú. „Með núvitundaræfingum hjálpum við börnum að skilja að hugsanir koma og fara og að við stjórnum því hvernig áhrif þær hafa á okkur. Með slíkum æfingum er verið að efla þá getu að velja sér hugsanir sem gefa frá sér góða orku og gleði og leiða hjá sér hugsanir sem valda vanlíðan.“ Í krakkajóganu, sem er tvisvar í viku fjórar vikur í senn á hvorri önn, er börnunum kennt að veita andlegri og líkamlegri líðan sinni athygli og þau læra ýmsar leiðir til að róa sig niður, að sögn Aðalheiðar. „Þeim finnst þetta svo gott að þau biðja sum foreldrana að koma með sér í jóga þegar þau eru komin heim.“ Dóra Margrét Bjarnadóttir, leikskólastýra í Öskju, er þeirrar skoðunar að jóga hafi afar góð áhrif á börnin. „Þeim finnst þetta öllum ofboðslega skemmtilegt og þau bíða spennt eftir að komast í tíma. Þau ná svo góðri slökun að það liggur við að það sé nauðsynlegt að hafa svona stundir markvisst á hverjum degi. Þetta þyrfti að vera í öllum skólum.“ Leikskólastýran segir börnin ná miklum innri friði og ró við jógaiðkunina. „Þau verða alveg slök. Þau eru ekki komin með hömlur eins og fullorðna fólkið og hugurinn fer ekki að reika eins og gerist stundum hjá því. Jógastundirnar gefa börnunum og mikið og það er sérstaklega gott að hafa þær núna í desember í jólastressinu.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Það er ekki bara jógakennarinn sem hlakkar til tímanna í krakkajóga í leikskólanum Öskju í Reykjavík. Krakkarnir njóta tímanna og bíða spenntir eftir þeim. „Þeim finnst þetta rosalega skemmtilegt. Jóga kennir þeim ýmsar leiðir til að róa sig niður og hafa áhrif á tilfinningar sínar. Þau verða meðvitaðri um líkamann og öndunina,“ segir Aðalheiður Jensen leikskólakennari sem jafnframt er jógakennari. „Ég lærði fyrst rope-jóga og eftir það ákvað ég að hella mér út í þetta og læra krakkajóga,“ bætir hún við. Aðalheiður getur þess að frá febrúar 2012 hafi jóga og iðkun núvitundar verið færð inn í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar. Með börnum á leikskólastiginu og fyrstu árum grunnskólans ganga jógastundirnar út á leik, söng og dans þar sem jógaæfingar, öndunaræfingar, núvitund og slökun eru fléttaðar inn í.„Það hefur lítið verið í skólakerfinu sem hjálpar börnum að leita inn á við en nú er að verða breyting á. Í Bandaríkjunum er til dæmis verið að innleiða núvitund í nokkra skóla. Þar eru kennarar þjálfaðir til að stöðva kennslustund þegar þeir sjá að bekkurinn er orðinn órólegur. Þegar kennarinn slær í bjöllu vita allir að næstu 10 mínútur fara í hugleiðslu og slökun.“ Aðalheiður segir núvitund ganga út á að vera í augnablikinu, vera meðvitaður um það sem er hér og nú. „Með núvitundaræfingum hjálpum við börnum að skilja að hugsanir koma og fara og að við stjórnum því hvernig áhrif þær hafa á okkur. Með slíkum æfingum er verið að efla þá getu að velja sér hugsanir sem gefa frá sér góða orku og gleði og leiða hjá sér hugsanir sem valda vanlíðan.“ Í krakkajóganu, sem er tvisvar í viku fjórar vikur í senn á hvorri önn, er börnunum kennt að veita andlegri og líkamlegri líðan sinni athygli og þau læra ýmsar leiðir til að róa sig niður, að sögn Aðalheiðar. „Þeim finnst þetta svo gott að þau biðja sum foreldrana að koma með sér í jóga þegar þau eru komin heim.“ Dóra Margrét Bjarnadóttir, leikskólastýra í Öskju, er þeirrar skoðunar að jóga hafi afar góð áhrif á börnin. „Þeim finnst þetta öllum ofboðslega skemmtilegt og þau bíða spennt eftir að komast í tíma. Þau ná svo góðri slökun að það liggur við að það sé nauðsynlegt að hafa svona stundir markvisst á hverjum degi. Þetta þyrfti að vera í öllum skólum.“ Leikskólastýran segir börnin ná miklum innri friði og ró við jógaiðkunina. „Þau verða alveg slök. Þau eru ekki komin með hömlur eins og fullorðna fólkið og hugurinn fer ekki að reika eins og gerist stundum hjá því. Jógastundirnar gefa börnunum og mikið og það er sérstaklega gott að hafa þær núna í desember í jólastressinu.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira