Þjóðernissinnar komust í lykilstöðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. desember 2014 07:00 Stefan Löfven forsætisráðherra, annar frá hægri, á blaðamannafundi á miðvikudaginn ásamt Gustav Fridolin menntamálaráðherra, Åsu Romson aðstoðarforsætisráðherra og Magdalenu Andersson fjármálaráðherra. nordicphotos/AFP Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 prósent atkvæða og 49 þingmenn í kosningunum sem haldnar voru í Svíþjóð 14. september síðastliðinn. Þar með komust þeir í lykilstöðu, því hvorki hægri- né vinstriflokkar gátu myndað meirihlutastjórn. Niðurstaðan varð sú að Jafnaðarmenn mynduðu minnihlutastjórn með Græningjum. Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, varð forsætisráðherra stjórnarinnar, en frá upphafi var ljóst að sú stjórn gæti ekki komið neinum málum í gegnum þingið nema fá til þess stuðning eða í það minnsta hlutleysi frá einhverjum hægriflokkanna. Þrátt fyrir það lögðu Jafnaðarmenn og Græningjar fram fjárlagafrumvarp án þess að hafa fyrirfram tryggt sér meirihluta fyrir því á þinginu. Þegar hægriflokkarnir lögðu svo fram sitt eigið mótfrumvarp, var ljóst að Svíþjóðardemókratarnir myndu í raun ráða því hvort fjárlögin yrðu samþykkt. Hefðu þeir ákveðið að sitja hjá, eins og Löfven gerði sér greinilega vonir um, þá hefði frumvarpið náð í gegn. Þeir skýrðu hins vegar frá því á þriðjudaginn að þeir myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu á þingi. Uppi varð fótur og fit og Löfven reyndi á síðustu stundu að fá hægriflokkana til að semja um málamiðlun. Ekkert gekk og fjárlagafrumvarpið var fellt í gær með 182 atkvæðum gegn 153. Löfven beið þá ekki boðanna, sagði af sér og boðaði til kosninga snemma á næsta ári. „Þetta er sorglegt,“ hafði sænska dagblaðið Dagens Nyheter eftir Magdalenu Andersen fjármálaráðherra. „Ég skil það vel að mörgum finnist þeir vera sviknir.“ Löfven kennir hægriflokkunum um það hvernig fór: „Þeir láta Svíþjóðardemókratana stýra sænskum stjórnmálum.“ Þetta þýðir líka að það verður fjárlagafrumvarp hægriflokkanna þriggja sem tekur gildi um áramót. Vinstrimönnum í Svíþjóð líst ekkert á þau, enda fela þau í sér verulegan niðurskurð í ýmsum velferðarmálum.Mattias Karlsson tók við leiðtogahlutverkinu eftir að Jimmie Åkesson fór í langt veikindaleyfi.Nordicphotos/AFPSvíþjóðardemókratarnir Rúmlega aldarfjórðungur er síðan Svíþjóðardemókratarnir voru formlega stofnaðir sem stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hafði þó átt sér forsögu í fyrri flokkum og samtökum, sem tengdust nýnasistum og útlendingahræðslu. Flokkurinn er engan veginn laus við útlendingahræðsluna, þótt leiðtogar flokksins hafi á seinni árum reynt að gefa henni fágaðra yfirbragð og forðist mestu gífuryrðin í almennum umræðum. Flokkurinn fékk 5,7 prósent atkvæða árið 2010 og vann síðan töluverðan sigur nú í haust þegar 12,9 prósent sænskra kjósenda greiddu honum atkvæði. Leiðtogi flokksins er Jimmie Åkesson, en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan upp úr miðjum október. Hann segist sjálfur útbrunninn. Við forystunni tók Mattias Karlsson, sem hefur verið helsti hugmyndafræðingur flokksins síðustu árin. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Svíþjóðardemókratarnir fengu 12,9 prósent atkvæða og 49 þingmenn í kosningunum sem haldnar voru í Svíþjóð 14. september síðastliðinn. Þar með komust þeir í lykilstöðu, því hvorki hægri- né vinstriflokkar gátu myndað meirihlutastjórn. Niðurstaðan varð sú að Jafnaðarmenn mynduðu minnihlutastjórn með Græningjum. Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, varð forsætisráðherra stjórnarinnar, en frá upphafi var ljóst að sú stjórn gæti ekki komið neinum málum í gegnum þingið nema fá til þess stuðning eða í það minnsta hlutleysi frá einhverjum hægriflokkanna. Þrátt fyrir það lögðu Jafnaðarmenn og Græningjar fram fjárlagafrumvarp án þess að hafa fyrirfram tryggt sér meirihluta fyrir því á þinginu. Þegar hægriflokkarnir lögðu svo fram sitt eigið mótfrumvarp, var ljóst að Svíþjóðardemókratarnir myndu í raun ráða því hvort fjárlögin yrðu samþykkt. Hefðu þeir ákveðið að sitja hjá, eins og Löfven gerði sér greinilega vonir um, þá hefði frumvarpið náð í gegn. Þeir skýrðu hins vegar frá því á þriðjudaginn að þeir myndu greiða atkvæði gegn frumvarpinu á þingi. Uppi varð fótur og fit og Löfven reyndi á síðustu stundu að fá hægriflokkana til að semja um málamiðlun. Ekkert gekk og fjárlagafrumvarpið var fellt í gær með 182 atkvæðum gegn 153. Löfven beið þá ekki boðanna, sagði af sér og boðaði til kosninga snemma á næsta ári. „Þetta er sorglegt,“ hafði sænska dagblaðið Dagens Nyheter eftir Magdalenu Andersen fjármálaráðherra. „Ég skil það vel að mörgum finnist þeir vera sviknir.“ Löfven kennir hægriflokkunum um það hvernig fór: „Þeir láta Svíþjóðardemókratana stýra sænskum stjórnmálum.“ Þetta þýðir líka að það verður fjárlagafrumvarp hægriflokkanna þriggja sem tekur gildi um áramót. Vinstrimönnum í Svíþjóð líst ekkert á þau, enda fela þau í sér verulegan niðurskurð í ýmsum velferðarmálum.Mattias Karlsson tók við leiðtogahlutverkinu eftir að Jimmie Åkesson fór í langt veikindaleyfi.Nordicphotos/AFPSvíþjóðardemókratarnir Rúmlega aldarfjórðungur er síðan Svíþjóðardemókratarnir voru formlega stofnaðir sem stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hafði þó átt sér forsögu í fyrri flokkum og samtökum, sem tengdust nýnasistum og útlendingahræðslu. Flokkurinn er engan veginn laus við útlendingahræðsluna, þótt leiðtogar flokksins hafi á seinni árum reynt að gefa henni fágaðra yfirbragð og forðist mestu gífuryrðin í almennum umræðum. Flokkurinn fékk 5,7 prósent atkvæða árið 2010 og vann síðan töluverðan sigur nú í haust þegar 12,9 prósent sænskra kjósenda greiddu honum atkvæði. Leiðtogi flokksins er Jimmie Åkesson, en hann hefur verið í veikindaleyfi síðan upp úr miðjum október. Hann segist sjálfur útbrunninn. Við forystunni tók Mattias Karlsson, sem hefur verið helsti hugmyndafræðingur flokksins síðustu árin.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira