„Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2014 14:44 Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt, hélt á laugardaginn erindi á málþingi félagsins, Þurfum við að óttast íslam?, sem bar yfirskriftina „Trúfrelsi, veraldlegt samfélag og íslam“. Hann var í viðtali við Harmageddon í morgun og lýsti þar meðal annars hótunum sem hann hefur fengið í kjölfar málþingsins. „Það er óhætt að segja að fólk hafi komið úr skúmaskotum eftir þetta blessaða málþing. Ef þið lesið bara það sem hefur verið skrifað á Facebook-vegginn minn þá er margt þar miður geðfellt og bara ógeðslegt. Þarna inn á milli leynast svo beinar hótanir, hótanir um ofbeldi. [...] Gott dæmi er að það er gefið í skyn að sá sem talar um múslima eins og ég sé að fremja einhvers konar landráð, og landráð er dauðasök. Svo hef ég fengið skilaboð frá mönnum sem eru með ofbeldisdóma á bakinu og eru þá að tala með þessum hætti um mig,“ segir Sigurður. Hann segir múslima einnig verða fyrir hótunum og hann hafi talað við einstaklinga í þeirra hópi sem séu löngu hættir að ganga um óvopnaðir því þeir hafi orðið fyrir svo miklu aðkasti. Sigurður segist ekki sætta sig við að umræðan um trúarbrögð sé með svo öfgakenndum hætti sem raun ber vitni. Hann gagnrýnir jafnframt þá sem hafa tjáð sig um fundinn og haldið því fram að þar hafi enginn talað gegn íslam. Sigurður segir það einfaldlega ekki rétt. Hann sjálfur hafi til að mynda gagnrýnt íslam í erindi sínu fundinum enda telji hann það gríðarlega mikilvægt að gagnrýna trúarbrögð, íslam jafnt sem kristni.Óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar Markmið fundarins hafi þó fyrst og fremst verið að taka umræðuna frá öfgafólki sem vitnar „endalaust í neikvæðar fréttir um múslima, talar bara neikvætt um þá og myndi aldrei segja neitt jákvætt um þessi trúarbrögð eða leyfa þeim að vera til.“ Sigurður er þar að auki þeirrar skoðunar að óttast beri þær öfgahreyfingar sem hvetja til einangrunar, ofbeldis eða frelsisskerðingar. „Helsta hættan sem steðjar að Íslandi í dag er ekki íslam heldur uppgangur fasískra afla. Múslimar hafa engin völd á Íslandi. Þessir menn, sem tala hvað harðast gegn íslam, þeir hafa bara töluverð völd, þó þau séu kannski ekki bein þá eru þau óbein. [...] Þetta fólk daðrar við fasisma.“ Hann viðurkennir þó að sumir sem vilji banna íslam telji að þeim gangi gott eitt til en aðrir ekki. Hlusta má á viðtal Harmageddon við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þá má einnig hlusta á viðtal við Margréti Friðriksdóttur sem gagnrýnt hefur málflutning Sigurðar og meðal annars sakað hann um að vilja leggja kristið fólk í einelti.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira