Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Vakti manninn með munnmökum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hinn ákærði þarf að greiða manninum 800.000 krónur í miskabætur.
Hinn ákærði þarf að greiða manninum 800.000 krónur í miskabætur. vísir
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í tveggja ára fangelsi í síðustu viku fyrir nauðgun en maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft munnmök við sofandi mann.

Atvikið mun hafa átt sér stað í heimahúsi í Reykjavík aðfaranótt 7. apríl 2012. Fyrr um kvöldið hafi verið hópur af fólki í íbúðinni en þegar leið á nóttina hafi maðurinn fengið leyfi hjá húsráðanda, sem sé vinur hans, til að gista í íbúðinni.

Hann var ölvaður og lagðist því í sófa í stofunni og sofnað þar. Maðurinn mun síðan hafa vaknað við það að hinn ákærði hafi legið í klofinu á honum og verið með typpið á honum uppi í sér eins og segir dómnum.

Hinn ákærði þarf að greiða manninum 800.000 krónur í miskabætur sem og málskostnað fórnarlambsins að upphæð 627.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×