Innlent

Fjórir tóku á móti Múrbrjótnum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Verðlaunahafarnir, að einum undanskildum, ásamt félagsmálaráðherra við afhendinguna.
Verðlaunahafarnir, að einum undanskildum, ásamt félagsmálaráðherra við afhendinguna. vísir/stefán
Í gær, á alþjóðadegi fatlaðra, afhenti Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Múrbrjóta Þroskahjálpar. Múrbrjóturinn er viðurkenning til þeirra sem hafa stuðlað að því að brjóta niður múra sem oft umlykja líf fatlaðs fólks.

Fjórir aðilar tóku á móti viðurkenningunni. Mæðgurnar Embla Guðrúnar- og Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir voru heiðraðar sem og Stígamót. Birna Guðrún Baldursdóttir tók á móti verðlaununum við sérstaka athöfn á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×