Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 3. desember 2014 19:39 Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn. Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi félagsmálaráðherra fá sveitarfélögin skýrari heimild til að skilyrða eða skerða fjárhagsaðstoð til fólks sem telst vinnufært. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði til óvinnufærni. Fólk getur að hámarki þegið atvinnuleysisbætur í þrjú ár en stefnt er að því að stytta bótarétt í tvö og hálft ár og hefur frumvarp um það þegar verið lagt fram. Elín Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar býst við nýrri holskeflu fólks sem þarf félagslega aðstoð verði bótatímabilið stytt enn frekar. 1700 langtímaatvinnulausir misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta á þessu ári og þurftu því að leita á náðir sveitarfélaga um aðstoð. Fjöldi þeirra sem þiggja fjárhagslega aðstoð hjá sveitarfélögum hefur tvöfaldast frá árinu 2007. Hún segir hættulegt ef verið sé að auka heimildir til skerðinga til að bregðast við því. Hún segir að bæði Hafnarfjörður og Reykjavíkurborg skerði nú þegar rétt fólks til bóta ef það hafni úrræðum. „Það féll dómur í máli sem var höfðað gegn Hafnarfjarðarbæ vegna slíkra skerðinga,“ segir Elín. ,, Dómurinn taldi að þær skerðingar væru innan ramma laganna. Það virðist því engin ástæða til að rýmka reglur um slíkar skerðingar.“ Elín segir hættulegt ef menn séu að undirbúa frekari skerðingar, með lagabreytingum. ,,Ég myndi varast allt slíkt. Sveitarfélögin hafa mjög ríka framfærsluskyldu gagnvart einstaklingum sem eiga enga aðra tekjumöguleika. Skerðingar leysa ekki vanda fólks sem er félagslega og fjárhagslega í vanda statt.“ Elín segir að skerðingar geti hinsvegar stutt við einstaklingsúrræði fyrir fólk, til að komast aftur af stað út á vinnumarkaðinn. „Það getur stundum verið erfitt.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að þessi ákvörðun sé bersýnilega tekin af fjárhagsástæðum en það sé ríkisins að tryggja að sveitarfélög geti staðið undir fjárhagsaðstoð. ,,Ég er algerlega ósammála þessu frumvarpi. Framfærsluskylda er bundin í stjórnarskrá og það er skerðing á mannréttindum ef það á að skilyrða slíka aðstoð.“ Sigríður að það fólk sem fái fjárhagsaðstoð sé að hluta til fólk sem fór einna verst út úr hruninu. Það muni skila sér aftur út á vinnumarkaðinn þegar samfélagið tekur við sér aftur. Það eigi ekki að skerða mannréttindi út af skammtímahagsmunum ríkis og sveitarfélaga og ýta fólki lengra út á jaðarinn.
Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira