Innlent

Húnabjörg kom báti til bjargar

Lítill fiskibátur fékk veiðarfærin í skrúfuna þegar hann var staddur norður af Skagaströnd í nótt. Við það stöðvaðist skrúfan og bátinn tók að reka. Skipstjórinn kallaði þá eftir aðstoð og var björgunarskip Landsbjargar, Húnabjörg, mönnuð og send út til móts við bátinn.

Hún er búin að taka bátinn í tog og er á leið með hann til Hvammstanga. Tveir menn eru um borð í bátnum, en engin hætta er talin á ferð þar sem veður er gengið niður á þessum slóðum og sjólag orðið gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×