Stjórnarandstaðan sameinuð um miklar breytingar á fjárlögum Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2014 17:44 Stjórnarandstaðan lagði í dag fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem felur í sér gjörólíkar áherslur en eru í frumvarpinu. Meðal annars eru lögð eru til aukin útgjöld til heilbrigðismála, sóknaráætlun í atvinnumálum og Ríkisútvarpsins. Það tíðkast ekki á Íslandi eins og til að mynda í Svíþjóð að stjórnarandstaðan leggi fram heildstætt fjárlagafrumvarp gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. En það eru að minnsta kosti viss tímamót í því að stjórnarndstaðan sameinast um breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Forystufólk stjórnarandstöðunnar kynnti áherslur sínar á fundi með fréttamönnum í morgun, sem fela í sér hækkun útgjalda upp á 9,6 milljarða og auknar tekjur ríkissjóðs upp á 7,5 milljarða. Áfram er reiknað með um fjögurra milljarða afgangi á fjárlögum eins og í frumvarpi fjármálaráðherra. Stærstu iðirnir í tillögum stjórnarandstöðunnar eru: Tólf hundruð og fimmtíu milljónir til Landsspítalans, 400 milljónir til viðhalds spítalans, 100 milljónir til sjúkrahússins á Akureyri, 500 milljónir til að hætta við að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólunum og 712 milljónir til Ríkisútvarpsins með því að hætta við lækkun útvarpsgjaldsins. Þá færu 600 milljónir til nýframkvæmda í vegamálum og milljarður til atvinnuleysisbóta svo eitthvað sé nefnt. „Við leggjum höfuðáherslu á að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að sé risastórt velferðarmál fyrir alla. Það er mikið áhyggjuefni hvað hún hefur vaxið á undanförnum árum. Síðan er auðvitað að opna framhaldsskólana á nýjan leik fyrir eldri nemendum. Ég held að það sé mjög illa ígrunduð sú fyrirætlun að ætla að loka þeim fyrir eldra fólki,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er sannfærð um að eitthvað af tillögum stjórnarandstöðunnar nái fram að ganga, eins og í heilbrigðismálum. „Og ég vona svo sannarlega og ítreka hversu mikilvægt það er að huga að geðheilbrigðismálum barna og unglina. Það er neyðarástand og við getum brugðist við því vegna þess að það er meira svigrúm núna,“ segir Birgitta. „Ég held að það sé gott þegar við náum saman um megin sýn eins og við höfum gert núna og við látum það kristallast í skýrum tillögum. Þannig að fólk sjái muninn á stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar og því sem gæti verið mögulegt ef það væri annar meirihluti á Alþingi,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Lögð er til fjárveiting í skapandi greinar og græna hagkerfið upp á 400 milljónir í breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. „Og í sóknaráætlun landshlutanna sem er samsafn uppbyggingarverkefna sem fólk í héraði hefur komið sér saman um að séu mikilvæg þar. Mér finnst réttlætanlegt að nota pening sem til fellur eins og t.d. arðgreiðslur úr fjármálakerfinu að hluta til í svona verkefni sem skila meiri arði í framtíðinni og það erum við að leggja til þarna,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Stjórnarandstaðan lagði í dag fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem felur í sér gjörólíkar áherslur en eru í frumvarpinu. Meðal annars eru lögð eru til aukin útgjöld til heilbrigðismála, sóknaráætlun í atvinnumálum og Ríkisútvarpsins. Það tíðkast ekki á Íslandi eins og til að mynda í Svíþjóð að stjórnarandstaðan leggi fram heildstætt fjárlagafrumvarp gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. En það eru að minnsta kosti viss tímamót í því að stjórnarndstaðan sameinast um breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Forystufólk stjórnarandstöðunnar kynnti áherslur sínar á fundi með fréttamönnum í morgun, sem fela í sér hækkun útgjalda upp á 9,6 milljarða og auknar tekjur ríkissjóðs upp á 7,5 milljarða. Áfram er reiknað með um fjögurra milljarða afgangi á fjárlögum eins og í frumvarpi fjármálaráðherra. Stærstu iðirnir í tillögum stjórnarandstöðunnar eru: Tólf hundruð og fimmtíu milljónir til Landsspítalans, 400 milljónir til viðhalds spítalans, 100 milljónir til sjúkrahússins á Akureyri, 500 milljónir til að hætta við að meina 25 ára og eldri aðgang að framhaldsskólunum og 712 milljónir til Ríkisútvarpsins með því að hætta við lækkun útvarpsgjaldsins. Þá færu 600 milljónir til nýframkvæmda í vegamálum og milljarður til atvinnuleysisbóta svo eitthvað sé nefnt. „Við leggjum höfuðáherslu á að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, sem ég held að sé risastórt velferðarmál fyrir alla. Það er mikið áhyggjuefni hvað hún hefur vaxið á undanförnum árum. Síðan er auðvitað að opna framhaldsskólana á nýjan leik fyrir eldri nemendum. Ég held að það sé mjög illa ígrunduð sú fyrirætlun að ætla að loka þeim fyrir eldra fólki,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er sannfærð um að eitthvað af tillögum stjórnarandstöðunnar nái fram að ganga, eins og í heilbrigðismálum. „Og ég vona svo sannarlega og ítreka hversu mikilvægt það er að huga að geðheilbrigðismálum barna og unglina. Það er neyðarástand og við getum brugðist við því vegna þess að það er meira svigrúm núna,“ segir Birgitta. „Ég held að það sé gott þegar við náum saman um megin sýn eins og við höfum gert núna og við látum það kristallast í skýrum tillögum. Þannig að fólk sjái muninn á stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar og því sem gæti verið mögulegt ef það væri annar meirihluti á Alþingi,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Lögð er til fjárveiting í skapandi greinar og græna hagkerfið upp á 400 milljónir í breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. „Og í sóknaráætlun landshlutanna sem er samsafn uppbyggingarverkefna sem fólk í héraði hefur komið sér saman um að séu mikilvæg þar. Mér finnst réttlætanlegt að nota pening sem til fellur eins og t.d. arðgreiðslur úr fjármálakerfinu að hluta til í svona verkefni sem skila meiri arði í framtíðinni og það erum við að leggja til þarna,“ segir Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira