Innlent

Kristján Möller spáir fyrir um ráðherraskiptin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller. vísir/pjetur
Ýmsar vangaveltur eru uppi um hver muni setjast í sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fráfarandi innanríkisráðherra. Fjölmargir hafa spáð fyrir um hver næsti ráðherra verður en spjótin beinast ýmist að Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, eða Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.

Boðað hefur verið til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum klukkan 9.45. Fastlega er búist við því að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, muni tilkynna flokksmönnum hver nýr ráðherra verður. Ríkisráðsfundur hefur svo verið boðaður á Bessastöðum klukkan 13 en þar mun Hanna Birna Kristjánsdóttir formlega segja af sér embætti.

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og varaforseti Alþingis, hefur spáð fyrir um ráðherraskiptin á Facebook-síðu sinni en hann er handviss um að samstarfsmaður hans og vinur Einar K. Guðfinnsson muni setjast í stól Hönnu Birnu.  Þá telur hann að Brynjar Níelsson muni taka við sem dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu. Hann gerir ráð fyrir að Ragnheiður Ríkharðsdóttir verði nýr forseti Alþingis og að Unnur Brá Konráðsdóttir verði formaður þingflokks Sjálfstæðismanna.  Að lokum telur hann Eygló Harðardóttir verði færð í umhverfis- og auðlindarráðuneytið og að Lilja Alfreðsdóttir hagfræðingur verði nýr ráðherra félags- og húsnæðismála.


Tengdar fréttir

Ráðherrakapall Bjarna gengur illa upp

Formaður Sjálfstæðisflokksins glímir nú við þá vandasömu þraut að stilla upp ráðherraliði sínu – sem er hægara sagt en gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×