Fleiri fréttir

Tilvistarkreppa NATO á enda

Atlantshafsbandalagið er ekki lengur í þeirri stöðu að finna sér nýtt hlutverk í breyttum heimi eftir að rússneski björninn sýndi klærnar í Úkraínu í febrúar.

„Deilur skapað vonda ímynd fyrir Kópavog“

Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu formlega nýjan meirihluta í Kópavogi í dag. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri í Kópavogi. Bæjarstjórinn segir verði breyttur bragur á nýrri bæjarstjórn og átakatímabil sé á enda.

„Þetta er rammpólitískt“

Hópur fólks kom saman á samstöðufundi á Grettisgötu í dag til að standa vörð um rúmlega hundrað ára gamlan silfurreyni á Grettisgötu 17, sem á að fella ef áætlanir um hótelbyggingu ná fram að ganga.

Ríkissaksóknari krefur sérstakan saksóknara skýringa á hlerunum

Ríkissaksóknari mun fara fram á skýringar frá sérstökum saksóknara hvers vegna ákæruvaldið hafi notað sönnunargögn sem aflað var með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari mun að því búnu meta hvort efni séu til frekari aðgerða að hálfu embættisins.

Bókhald Kópavogs verður opnað og íbúalýðræði virkjað

Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri. Bókhald bæjarins verður opnað og íbúalýðræði verður virkjað með kosningum um einstök mál í hverfum bæjarins.

Íslendingur handtekinn í Tælandi með metamfetamín

Lögreglan í Suður Pattaya í Tælandi handtók þrjá einstaklinga sem grunaðir eru um vörslu fíkniefna í gær, en einn þeirra er Íslendingur eftir því sem miðillinn Pattaya one greinir frá.

Rúmlega 280 þreyta inntökuprófið

283 nemendur hafa skráð sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun í Læknadeild Háskóla Íslands fyrir komandi haustmisseri en þetta kemur fram í frétt á vef Háskóla Íslands. Prófið fer fram 11. og 12. júní og er þetta tólfta sinn sem þetta fyrirkomulag er viðhaft við inntöku nýrra nemenda.

Nýr meirihluti myndaður í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi mun halda fund með fulltrúaráði sjálfstæðismanna í bænum klukkan hálfellefu fyrir hádegi þar sem málefnasamningur Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar verður kynntur.

Besti kvaddur: „Þetta var svona gjörningur“

Árið 2009 sagði Jón Gnarr í útvarpsþættinum Tvíhöfða að hann langaði í þægilega innivinnu, með einkabílstjóra og aðstoðarmann. Hálfu ári síðar var hann orðinn borgarstjóri Reykjavíkur.

Ómöguleiki hjá úrskurðarnefnd að fara að lögum

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs segir algerlega óviðunandi að þurfa að bíða í heilt ár eftir úrskurði í kærumáli tengdu hæð vatnsborðs Lagarfljóts í kjölfar Kárahnjúkavirkjunar. Ómöguleiki að uppfylla lög um frest, segir formaður úrskurðarnefndar.

Neitað um gögn og hótar að stefna kaþólsku kirkjunni

Lögmaður manns sem beittur var kynferðislegu ofbeldi í Landakotsskóla ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái hann ekki afrit af gögnum fagráðs kirkjunnar er varða umbjóðanda hans. Kirkjan segir gögnin ekki til dreifingar.

Stöku ríki eiga gott með að hlera þegna sína

Í skýrslu sem birt var í gær leitast fjarskiptarisinn Vodafone, sem starfar um heim allan, við að stemma stigu við hlerunum stjórnvalda víða um heim. Skýrslan nær til 29 landa. Í nokkrum löndum hafa stjórnvöld óheftan aðgang að símkerfum.

Hálfdán dró Jónínu í land

Báturinn Hálfdán Einarsson frá Bolungarvík kom til hafnar með línuveiðibátinn, Jónínu Brynju, en eldur kviknaði í vélarrúmi bátsins út af Aðalvík fyrr í kvöld.

SA vísar gagnrýni flugvirkja á bug

Flugvirkjafélag Íslands sakar Samtök atvinnulífsins um að bjóða í leðjuslag með því að setja fram þróun launakjara flugvirkja með villandi hætti.

Eldur í línuveiðibát

Klukkan 19:07 barst Vaktstöð siglinga aðstoðarbeiðni frá línuveiðibát sem var á landleið þegar eldur kviknaði í vélarrúmi út af Aðalvík.

Tattú-veisla á Hverfisgötu

Íslenska tattú ráðstefnan hófst í Reykjavík í dag í níunda skipti. Alþjóðlegt lið húðflúrara kom saman á Hverfisgötunni, þar sem fórnarlömb þeirra grettu sig í veðurblíðunni og blekið glampaði í sólinni.

Endurtalning breytti ekki úthlutun bæjarfulltrúa

Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu við yfirkjörstjórn Norðurþings í bæjarstjórnarkosningunum í Norðurþingi sem fram fóru 31. maí. Endurtalningin breytti ekki úthlutun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Norðurþings.

Mikil umferð frá höfuðborginni

Gríðarleg umferð hefur verið á leiðinni út úr höfuðborginni í dag en framundan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins.

„Erfiðara hlutskipti að vera karl en kona“

„Jafnréttisbaráttu kvenna lauk með fullum sigri kvenna,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Bandarískur prófessor er ósammála Hannesi.

Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega

Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu.

Sækja meidda konu á Leirhnjúk

Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit er nú að leið að Leirhnjúk, skammt norðan við Kröflu, að sækja konu er meiddist á ökkla er hún var á göngu á svæðinu.

Enginn heimsendir að eignast barn með Downs

Góðgerðarfélagið Meðan fæturnir bera mig standa á morgun fyrir víðavangshlaupi til styrktar Félagi áhugafólks um Downs-heilkenni. Hlaupið er tileinkað hinum átta ára gamla Garðari Hinrikssyni.

Sjá næstu 50 fréttir