Innlent

Sækja meidda konu á Leirhnjúk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mývatnssveit.
Mývatnssveit.
Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit er nú að leið að Leirhnjúk, skammt norðan við Kröflu, að sækja konu er meiddist á ökkla er hún var á göngu á svæðinu.

Björgunarmenn munu reyna að komast að konunni á sexhjóli en takist það ekki verður hún borin niður á bílastæði í börum og flutt þaðan undir læknishendur.

Uppfært - 21:15 - Konan er komin í sjúkrabíl sem flytur hana á til Akureyrar. Björgunarmenn báru hana um 800 m leið þangað sem björgunarsveitabíll beið sem aftur flutti hana niður á Leirhnjúksplanið þar sem sjúkrabíllinn beið. Aðgerðin gekk í alla staði vel og sól og blíða er á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×