Stöku ríki eiga gott með að hlera þegna sína Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. júní 2014 07:00 Vegfarendur í Lundúnum við útibú Vodafone, sem er eitt stærsta farsímafjarskiptafyrirtæki heims. Fyrirtækið upplýsti í gær um reglur um aðgang stjórnvalda í nokkrum löndum að kerfum þess. Fréttablaðið/AP Í sumum löndum heims hafa stjórnvöld beinan aðgang að fjarskiptakerfum Vodafone án þess að biðja þurfi um leyfi hjá fyrirtækinu. Fjarskiptarisinn, sem er með starfsemi um heim allan, upplýsti í gær, í nýrri skýrslu, um umfang afskipta ríkisstjórna víða um heim með starfsemi fyrirtækisins. Markmið Vodafone með skýrslunni er sagt að stemma stigu við auknum þrýstingi yfirvalda vegna hlerana og styðja við baráttu þeirra sem vilja auka gagnsæi í samskiptum þegna og stjórnvalda. Fyrirtækið skorar á yfirvöld í ríkjunum að auka gagnsæi og láta af hlerunum á þegnum sínum. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar og nær til 29 landa í Evrópu, Afríku og Asíu, þar sem Vodafone er með starfsemi. Ekki er tekið til starfsemi Vodafone á Íslandi.Shami ChakrabartiÍ skýrslu Vodafone er að finna ítarlega greiningu á lagaumhverfi hlerana á milli landa, en stefnt er að því að uppfæra hana reglulega. Einna mesta athygli hefur vakið að í sex ríkjum hið minnsta séu yfirvöld með tengingar til hlerana beint inn í fjarskiptakerfi allra símafyrirtækja sem í löndunum starfa og símafélögunum skylt að lúta vilja stjórnvalda í þessum efnum. Þessi lönd eru hins vegar ekki nafngreind í skýrslunni. Shami Chakrabarti, framkvæmdastýra mannréttindasamtakanna Liberty, segir uppljóstranirnar í skýrslunni dæmi um allra svörtustu brot á borgaralegum réttindum fólks. „Að ríkisstjórnir skuli með einföldum hætti geta komist í símtöl fólks er fordæmalaust og ógnvekjandi,“ sagði Chakrabarti í yfirlýsingu í gær. Fyrri uppljóstranir, svo sem frá Edward Snowden, sýndu að stjórnvöld líti þegar á netsamskipti sem opinn leikvöll. Hún segir þörf á gagngerri endurskoðun allra laga sem snúa að stafrænum samskiptum.Hrannar PéturssonDómsúrskurð þarf til að hlera Hér á landi þarf að leggja beiðnir um hlerun á fjarskiptum fyrir dómstól. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafona, segir að samþykki dómstóll slíka beiðni sé fjarskiptafyrirtækjunum skylt að framfylgja dómsúrskurðinum, með því að tengja rannsóknaraðila við símanúmer þess sem á að hlera. „Hlustun og upptökur á samskiptum fara fram hjá rannsóknaraðila sem einnig annast alla úrvinnslu gagna,“ segir hann. Starfsmenn fjarskiptafyrirtækja framkvæmi eftirlitið sjálfur og veiti bara tæknilega aðstoð samkvæmt dómsúrskurði. „Mikilvægi þess að stjórnvöldum hvar í heiminum sem er sé skylt að gefa út skriflegar heimildir verður ekki ofmetið,“ segir Hrannar. Sýnileiki hlerana sé enginn nema með skriflegum heimildum líkt og á Íslandi. „Án skriflegra heimilda er erfiðara fyrir fjarskiptafyrirtæki að andmæla hlerunum og því eru formleg samskipti mikilvæg leið til þess að opinbera notkun valdsins sem beitt er í þágu hins opinbera í hlerunum.“ Ákvæði um hleranir eru í fjarskiptalögum og lögum um meðferð sakamála. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Í sumum löndum heims hafa stjórnvöld beinan aðgang að fjarskiptakerfum Vodafone án þess að biðja þurfi um leyfi hjá fyrirtækinu. Fjarskiptarisinn, sem er með starfsemi um heim allan, upplýsti í gær, í nýrri skýrslu, um umfang afskipta ríkisstjórna víða um heim með starfsemi fyrirtækisins. Markmið Vodafone með skýrslunni er sagt að stemma stigu við auknum þrýstingi yfirvalda vegna hlerana og styðja við baráttu þeirra sem vilja auka gagnsæi í samskiptum þegna og stjórnvalda. Fyrirtækið skorar á yfirvöld í ríkjunum að auka gagnsæi og láta af hlerunum á þegnum sínum. Skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar og nær til 29 landa í Evrópu, Afríku og Asíu, þar sem Vodafone er með starfsemi. Ekki er tekið til starfsemi Vodafone á Íslandi.Shami ChakrabartiÍ skýrslu Vodafone er að finna ítarlega greiningu á lagaumhverfi hlerana á milli landa, en stefnt er að því að uppfæra hana reglulega. Einna mesta athygli hefur vakið að í sex ríkjum hið minnsta séu yfirvöld með tengingar til hlerana beint inn í fjarskiptakerfi allra símafyrirtækja sem í löndunum starfa og símafélögunum skylt að lúta vilja stjórnvalda í þessum efnum. Þessi lönd eru hins vegar ekki nafngreind í skýrslunni. Shami Chakrabarti, framkvæmdastýra mannréttindasamtakanna Liberty, segir uppljóstranirnar í skýrslunni dæmi um allra svörtustu brot á borgaralegum réttindum fólks. „Að ríkisstjórnir skuli með einföldum hætti geta komist í símtöl fólks er fordæmalaust og ógnvekjandi,“ sagði Chakrabarti í yfirlýsingu í gær. Fyrri uppljóstranir, svo sem frá Edward Snowden, sýndu að stjórnvöld líti þegar á netsamskipti sem opinn leikvöll. Hún segir þörf á gagngerri endurskoðun allra laga sem snúa að stafrænum samskiptum.Hrannar PéturssonDómsúrskurð þarf til að hlera Hér á landi þarf að leggja beiðnir um hlerun á fjarskiptum fyrir dómstól. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafona, segir að samþykki dómstóll slíka beiðni sé fjarskiptafyrirtækjunum skylt að framfylgja dómsúrskurðinum, með því að tengja rannsóknaraðila við símanúmer þess sem á að hlera. „Hlustun og upptökur á samskiptum fara fram hjá rannsóknaraðila sem einnig annast alla úrvinnslu gagna,“ segir hann. Starfsmenn fjarskiptafyrirtækja framkvæmi eftirlitið sjálfur og veiti bara tæknilega aðstoð samkvæmt dómsúrskurði. „Mikilvægi þess að stjórnvöldum hvar í heiminum sem er sé skylt að gefa út skriflegar heimildir verður ekki ofmetið,“ segir Hrannar. Sýnileiki hlerana sé enginn nema með skriflegum heimildum líkt og á Íslandi. „Án skriflegra heimilda er erfiðara fyrir fjarskiptafyrirtæki að andmæla hlerunum og því eru formleg samskipti mikilvæg leið til þess að opinbera notkun valdsins sem beitt er í þágu hins opinbera í hlerunum.“ Ákvæði um hleranir eru í fjarskiptalögum og lögum um meðferð sakamála.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira