Innlent

Vélsleðamaður slasaðist á Snæfellsjökli

Bjarki Ármannsson skrifar
Slysið átti sér stað að Sandkúlum á Snæfellsjökli.
Slysið átti sér stað að Sandkúlum á Snæfellsjökli. Vísir/Vilhelm
Vélsleðamaður slasaðist á Snæfellsjökli um þrjúleytið í dag en hann hefur verið fluttur á sjúkrahús.

Samkvæmt tilkynningu Landhelgisgæslunnar voru björgunarsveitir frá Grundarfirði og Snæfellsbæ kallaðar á vettvang ásamt sjúkrabíl og lækni frá Ólafsvík og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Slysið átti sér stað að Sandkúlum. 

Hópur vélsleðafólks var á slysstaðnum, þar á meðal hjúkrunarfræðingur sem hlúði að þeim slasaða þar til björgunarsveitir komu á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×