Innlent

Endurtalning breytti ekki úthlutun bæjarfulltrúa

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/valli
Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu við yfirkjörstjórn Norðurþings í bæjarstjórnarkosningunum í Norðurþingi sem fram fóru 31. maí. Endurtalningin breytti ekki úthlutun bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Norðurþings en þetta kemur fram í frétta á vefsíðunni 640.

Endurtalningin var framkvæmd í dag og var niðurstaða endurtalningar eftirfarandi:

B - listi 406 atkvæði (fær 2 fulltrúar í bæjarstjórn)

D - listi 414 atkvæði (fær 3 fulltrúar í bæjarstjórn)

S - listi 278 atkvæði (fær 2 fulltrúar í bæjarstjórn)

V - listi 401 atkvæði (fær 2 fulltrúar í bæjarstjórn)

Auð atkvæði 56

Ógild atkvæði 5

Samtals greiddu 1.560 atkvæði.

Ein frávik komu fram við endurtalningu. Atkvæðaseðill sem áður var talinn S - lista reyndist vera ógildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×