Innlent

Grunuð um ölvunarakstur eftir að hafa ekið á steinvegg

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/gva
Töluvert var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en um þrjú leytið var bifreið stöðvuð í Austurborginni.

Bifreiðin hafði verið tilkynnt stolin úr Grafarvogi skömmu áður. Ökumaðurinn er 18 ára og grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ökumaðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi.

Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp í Garðabæ þar sem kona hafði ekið á steinvegg en hún er grunuð um ölvun við akstur og var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Rétt eftir miðnætti var bifreið stöðvuð á vesturlandsvegi við Esjumela. Lögreglumenn höfðu mælt bifreiðina á of miklum hraða og þegar bifreiðin var stöðvuð hafði ökumaðurinn fært sig í aftursætið og neitaði fyrir aksturinn.

Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur en hann og farþegi voru vistuð í fangageymslu.

Þá voru nokkur önnur atvik þar sem ökumenn eru grunaðir um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×