„Erfiðara hlutskipti að vera karl en kona“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. júní 2014 20:01 „Jafnréttisbaráttu kvenna lauk með fullum sigri kvenna,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir að það sé mun erfiðara að vera karl en kona í vestrænu samfélagi. Bandarískur prófessor er ósammála. Hannes Hólmsteinn flutti í dag erindi á Alþjóðlegri ráðstefnu um karlmennsku sem fram fer í Öskju. Í erindi sínu fjallaði Hannes um það sem hann kallar kúgun karla í vestrænu samfélagi. „Jafnréttisbaráttunni lauk með fullum sigri kvenna. Nú hallar á karla. Lífslíkur þeirra eru minni en kvenna, þeir eru miklu líklegri til að stytta sér aldur, líklegri til að fara í fangelsi og það er mjög margt annað sem bendir til þess að það sé blátt áfram erfiðara hlutskipti að vera karl en kona í vestrænu nútímaþjóðfélagi,“ segir Hannes.Bestu launin fólgin í börnunum Hannes viðurkennir að enn sé launamunur á milli kynjanna. Það sé hins vegar ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur velji störf sem geti farið saman við barneignir og heimilishald. Hannes segir það veita þeim mun meiri hamingju - miðað við karlmenn sem hafa tilhneigingu til að vinna mikið. „Náttúran neitaði mönnunum um það sem konur geta, sem er að bera börn í kviði sér og hafa þau á brjósti. Ég held að það gefi konum mikla lífsfyllingu sem mennirnir hafa ekki. Sjálf bestu launin eru auðvitað fólgin í börnunum, móðurhlutverkinu sem ég tel að menn eigi ekki að vanmeta.“Michael Kimmel, prófessor í félagsfræði við Stony Brook háskólann í New York, er ósammála Hannesi að nær öllu leyti. „Við sem styðjum jafnrétti kynjanna gætum tekið sömu tölfræði og Hannes notar til að undirstirka kúgun manna til þess að komast að þeirri niðurstöðu hvers vegna mikilvægt er að styðja jafnrétti kynjanna.“ Kimmel er ósammála um að karlmenn séu óhamingjusamari en konur. Hann bendir á rannsóknir sem sýna að kvæntir karlmenn séu mun hamingjusamari en þeir ókvæntu. „Hvers vegna eru kvæntir menn mun hamingjusamari en ókvæntir menn? Það er vegna þess að karlar fá mikið í gegnum hjónaband. Þeir fá matarþjónustu, kynlíf, þrif, o.fl.. Þetta er frábær samningur fyrir karlmenn,“ segir Kimmel. „Það er alls ekki þannig að menn séu óhamingjusamari en konur. Feðraveldi, mismunun kynjanna er karlmönnum í hag en í hjónabandi eru þeir mun hamingjusamari.“ Tengdar fréttir Sjónarmið Hannesar í takt við "angry white male“ málflutning Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir erfitt líf karla ekkert hafa með baráttu kvenna að gera. Sjónarmið í grein Hannesar Hólmsteins sérkennileg að mati framkvæmdastýrunnar. 6. júní 2014 12:18 Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
„Jafnréttisbaráttu kvenna lauk með fullum sigri kvenna,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Hann segir að það sé mun erfiðara að vera karl en kona í vestrænu samfélagi. Bandarískur prófessor er ósammála. Hannes Hólmsteinn flutti í dag erindi á Alþjóðlegri ráðstefnu um karlmennsku sem fram fer í Öskju. Í erindi sínu fjallaði Hannes um það sem hann kallar kúgun karla í vestrænu samfélagi. „Jafnréttisbaráttunni lauk með fullum sigri kvenna. Nú hallar á karla. Lífslíkur þeirra eru minni en kvenna, þeir eru miklu líklegri til að stytta sér aldur, líklegri til að fara í fangelsi og það er mjög margt annað sem bendir til þess að það sé blátt áfram erfiðara hlutskipti að vera karl en kona í vestrænu nútímaþjóðfélagi,“ segir Hannes.Bestu launin fólgin í börnunum Hannes viðurkennir að enn sé launamunur á milli kynjanna. Það sé hins vegar ekki vegna þess að karlar mismuni konum heldur vegna þess að konur velji störf sem geti farið saman við barneignir og heimilishald. Hannes segir það veita þeim mun meiri hamingju - miðað við karlmenn sem hafa tilhneigingu til að vinna mikið. „Náttúran neitaði mönnunum um það sem konur geta, sem er að bera börn í kviði sér og hafa þau á brjósti. Ég held að það gefi konum mikla lífsfyllingu sem mennirnir hafa ekki. Sjálf bestu launin eru auðvitað fólgin í börnunum, móðurhlutverkinu sem ég tel að menn eigi ekki að vanmeta.“Michael Kimmel, prófessor í félagsfræði við Stony Brook háskólann í New York, er ósammála Hannesi að nær öllu leyti. „Við sem styðjum jafnrétti kynjanna gætum tekið sömu tölfræði og Hannes notar til að undirstirka kúgun manna til þess að komast að þeirri niðurstöðu hvers vegna mikilvægt er að styðja jafnrétti kynjanna.“ Kimmel er ósammála um að karlmenn séu óhamingjusamari en konur. Hann bendir á rannsóknir sem sýna að kvæntir karlmenn séu mun hamingjusamari en þeir ókvæntu. „Hvers vegna eru kvæntir menn mun hamingjusamari en ókvæntir menn? Það er vegna þess að karlar fá mikið í gegnum hjónaband. Þeir fá matarþjónustu, kynlíf, þrif, o.fl.. Þetta er frábær samningur fyrir karlmenn,“ segir Kimmel. „Það er alls ekki þannig að menn séu óhamingjusamari en konur. Feðraveldi, mismunun kynjanna er karlmönnum í hag en í hjónabandi eru þeir mun hamingjusamari.“
Tengdar fréttir Sjónarmið Hannesar í takt við "angry white male“ málflutning Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir erfitt líf karla ekkert hafa með baráttu kvenna að gera. Sjónarmið í grein Hannesar Hólmsteins sérkennileg að mati framkvæmdastýrunnar. 6. júní 2014 12:18 Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Sjónarmið Hannesar í takt við "angry white male“ málflutning Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir erfitt líf karla ekkert hafa með baráttu kvenna að gera. Sjónarmið í grein Hannesar Hólmsteins sérkennileg að mati framkvæmdastýrunnar. 6. júní 2014 12:18
Segir Háskóla Íslands ekki eiga að fóstra pólitíska hópa Brynjar Níelsson þingmaður tekur undir með Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og telur vert að endurskoða rekstur kynjafræðideildar við Háskóla Íslands. 6. júní 2014 12:04