Ríkissaksóknari krefur sérstakan saksóknara skýringa á hlerunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. júní 2014 18:45 Ríkissaksóknari mun fara fram á skýringar frá sérstökum saksóknara hvers vegna ákæruvaldið hafi notað sönnunargögn sem aflað var með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari mun að því búnu meta hvort efni séu til frekari aðgerða að hálfu embættisins. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í dómsorði í Ímon málinu, þar sem tveir af þremur stjórnendum Landsbankans voru sýknaðir af ákæru Sérstaks saksóknara, kemur fram að starfsmenn embættisins hafi brotið lög með því að hlera símtöl ákærðu og verjanda þeirra. Upptaka var ekki stöðvuð þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra né var upptökunum eytt.Ragnar Aðalsteinsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið noti sönnunargögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til fréttastofu Stöðvar 2 í dag, segist hún líta málið alvarlegum augum. Saksóknari ætli að krefja sérstakan saksóknara svara í þessu tilviki sérstaklega og meta hvort efni séu til frekari aðgerða af hálfu embættisins.Ekki hlerað í rauntíma Saksóknari bendir á að í málum sem þessum sé ekki hlustað á upptökur í rauntíma, það er símtöl eru tekin upp og hlustað á þau síðar. Því hafi verið erfitt fyrir starfsmenn sérstaks saksóknara að stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra líkt og fram kemur í dóminum. Saksóknari segir rétt að þau tilvik sem upp hafa komið í málum sérstaks saksóknara séu ekki í samræmi við ákvæði um meðferð sakamála. Það hefur ríkissaksóknari ítekað í tveimur bréfum sem send voru öllum lögreglustjórum og til sérstaks saksóknara að eyða skuli öllum upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda enda komi það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hafa ekki eytt upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda. Í svari ríkissaksóknara segir: „Það að ekki hafi verið farið eftir fyrirmælum laganna að þessu leyti leiðir hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða.“ Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Ríkissaksóknari mun fara fram á skýringar frá sérstökum saksóknara hvers vegna ákæruvaldið hafi notað sönnunargögn sem aflað var með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari mun að því búnu meta hvort efni séu til frekari aðgerða að hálfu embættisins. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í dómsorði í Ímon málinu, þar sem tveir af þremur stjórnendum Landsbankans voru sýknaðir af ákæru Sérstaks saksóknara, kemur fram að starfsmenn embættisins hafi brotið lög með því að hlera símtöl ákærðu og verjanda þeirra. Upptaka var ekki stöðvuð þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra né var upptökunum eytt.Ragnar Aðalsteinsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið noti sönnunargögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til fréttastofu Stöðvar 2 í dag, segist hún líta málið alvarlegum augum. Saksóknari ætli að krefja sérstakan saksóknara svara í þessu tilviki sérstaklega og meta hvort efni séu til frekari aðgerða af hálfu embættisins.Ekki hlerað í rauntíma Saksóknari bendir á að í málum sem þessum sé ekki hlustað á upptökur í rauntíma, það er símtöl eru tekin upp og hlustað á þau síðar. Því hafi verið erfitt fyrir starfsmenn sérstaks saksóknara að stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra líkt og fram kemur í dóminum. Saksóknari segir rétt að þau tilvik sem upp hafa komið í málum sérstaks saksóknara séu ekki í samræmi við ákvæði um meðferð sakamála. Það hefur ríkissaksóknari ítekað í tveimur bréfum sem send voru öllum lögreglustjórum og til sérstaks saksóknara að eyða skuli öllum upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda enda komi það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hafa ekki eytt upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda. Í svari ríkissaksóknara segir: „Það að ekki hafi verið farið eftir fyrirmælum laganna að þessu leyti leiðir hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða.“
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00
Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03
Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45