Ríkissaksóknari krefur sérstakan saksóknara skýringa á hlerunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. júní 2014 18:45 Ríkissaksóknari mun fara fram á skýringar frá sérstökum saksóknara hvers vegna ákæruvaldið hafi notað sönnunargögn sem aflað var með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari mun að því búnu meta hvort efni séu til frekari aðgerða að hálfu embættisins. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í dómsorði í Ímon málinu, þar sem tveir af þremur stjórnendum Landsbankans voru sýknaðir af ákæru Sérstaks saksóknara, kemur fram að starfsmenn embættisins hafi brotið lög með því að hlera símtöl ákærðu og verjanda þeirra. Upptaka var ekki stöðvuð þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra né var upptökunum eytt.Ragnar Aðalsteinsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið noti sönnunargögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til fréttastofu Stöðvar 2 í dag, segist hún líta málið alvarlegum augum. Saksóknari ætli að krefja sérstakan saksóknara svara í þessu tilviki sérstaklega og meta hvort efni séu til frekari aðgerða af hálfu embættisins.Ekki hlerað í rauntíma Saksóknari bendir á að í málum sem þessum sé ekki hlustað á upptökur í rauntíma, það er símtöl eru tekin upp og hlustað á þau síðar. Því hafi verið erfitt fyrir starfsmenn sérstaks saksóknara að stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra líkt og fram kemur í dóminum. Saksóknari segir rétt að þau tilvik sem upp hafa komið í málum sérstaks saksóknara séu ekki í samræmi við ákvæði um meðferð sakamála. Það hefur ríkissaksóknari ítekað í tveimur bréfum sem send voru öllum lögreglustjórum og til sérstaks saksóknara að eyða skuli öllum upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda enda komi það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hafa ekki eytt upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda. Í svari ríkissaksóknara segir: „Það að ekki hafi verið farið eftir fyrirmælum laganna að þessu leyti leiðir hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða.“ Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ríkissaksóknari mun fara fram á skýringar frá sérstökum saksóknara hvers vegna ákæruvaldið hafi notað sönnunargögn sem aflað var með ólögmætum hætti. Ríkissaksóknari mun að því búnu meta hvort efni séu til frekari aðgerða að hálfu embættisins. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í dómsorði í Ímon málinu, þar sem tveir af þremur stjórnendum Landsbankans voru sýknaðir af ákæru Sérstaks saksóknara, kemur fram að starfsmenn embættisins hafi brotið lög með því að hlera símtöl ákærðu og verjanda þeirra. Upptaka var ekki stöðvuð þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra né var upptökunum eytt.Ragnar Aðalsteinsson sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að það væri aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið noti sönnunargögn sem aflað sé með ólögmætum hætti. Í skriflegu svari Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara, til fréttastofu Stöðvar 2 í dag, segist hún líta málið alvarlegum augum. Saksóknari ætli að krefja sérstakan saksóknara svara í þessu tilviki sérstaklega og meta hvort efni séu til frekari aðgerða af hálfu embættisins.Ekki hlerað í rauntíma Saksóknari bendir á að í málum sem þessum sé ekki hlustað á upptökur í rauntíma, það er símtöl eru tekin upp og hlustað á þau síðar. Því hafi verið erfitt fyrir starfsmenn sérstaks saksóknara að stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra líkt og fram kemur í dóminum. Saksóknari segir rétt að þau tilvik sem upp hafa komið í málum sérstaks saksóknara séu ekki í samræmi við ákvæði um meðferð sakamála. Það hefur ríkissaksóknari ítekað í tveimur bréfum sem send voru öllum lögreglustjórum og til sérstaks saksóknara að eyða skuli öllum upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda enda komi það skýrt fram í lögum um meðferð sakamála. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að sérstakur saksóknari hafi brotið lög með því að hafa ekki eytt upptökum með samskiptum sakbornings og verjenda. Í svari ríkissaksóknara segir: „Það að ekki hafi verið farið eftir fyrirmælum laganna að þessu leyti leiðir hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða.“
Tengdar fréttir Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12 Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39 Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00 Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03 Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25 Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Áfrýjar í Imon-málinu Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, sem í dag var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár skilorðsbundið, ætlar að áfrýja dómnum. 5. júní 2014 16:12
Fór til sérstaks og heyrði sjálfan sig ræða við Hreiðar Má Hörður Felix Harðarson verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar kærði hleranir sérstaks saksóknara á símtölum milli sín og Hreiðars til ríkissaksóknara. Honum finnst ríkissaksóknari hafa afgreitt kæruna með léttvægum hætti. 7. júní 2014 13:39
Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. 6. júní 2014 20:00
Sigurjón fagnar sýknu - Málið byggt á misskilningi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segist hafa verið 98% viss um að hann myndi verða sýknaður í Imon-málinu. 6. júní 2014 00:03
Sérstakur saksóknari braut lög við hleranir Embættið hleraði símtöl milli verjenda og ákærðu í Imon-málinu svokallaða. 5. júní 2014 16:25
Imon-málið: Sigurjón og Elín sýknuð Dómsuppsaga í Imon-málinu var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir voru bæði sýknuð. Steinþór Gunnarsson var aftur á móti dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af hálft ár á skilorði. 5. júní 2014 11:45