Innlent

Tattú-veisla á Hverfisgötu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Íslenska tattú ráðstefnan hófst í Reykjavík í dag í níunda skipti. Alþjóðlegt lið húðflúrara kom saman á Hverfisgötunni, þar sem fórnarlömb þeirra grettu sig í veðurblíðunni og blekið glampaði í sólinni. 

The Icelandic Tattoo Convention eða Íslenska tattúhátíðin hófst í dag og húðflúrarar og mögulegir kúnnar þeirra fjölmenntu á Bar 11 á Hverfisgötu. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði voru margir sem nýttu tækifærið enda eru margir af þekktustu flúrurum veraldar á landinu.

Í myndskeiðinu er rætt við Össur Hafþórsson, eiganda Reykjavik Ink og skipuleggjanda ráðstefnunnar. Hann segir húðflúr vera orðin að staðalbúnaði í samfélaginu.

Ráðstefnunni lýkur á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×