Innlent

LEGO bregst við kynjaðri gagnrýni með nýjum leikföngum

Þorbjörn Þórðarson skrifar
LEGO hefur brugðist við gagnrýni á leikföng sem eru talin ýta undir staðalímyndir kynjanna og hefur nú kynnt nýja legókubba þar sem stelpur eru sýndar í alvöru störfum í þjóðfélaginu. Formaður Femínistafélags Íslands fagnar niðurstöðunni og segir leikföng hafa mikil áhrif á viðhorf barna til hlutverka kynjanna.

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur legið undir ámæli fyrir leikföng sem ýta undir staðalímyndir kynjanna.

Bandarískir femínistar hafa t.d. birt þetta myndband á YouTube þar sem rækilega er farið yfir málið og spurningum velt upp hvers vegna LEGO hafi farið í þessa átt sérstaklega þar sem þessi auglýsing birtist árið 1981. 

Þetta er gamla LEGO, ung stúlka með sköpunarverk sitt. Hér er ekki verið að ýta undir neitt nema hvatningu um að fara og skapa og hanna. Auglýsingin þykir endurspegla þau gildi að bæði strákar og stelpur standi jafnfætis. Stelpur þurfi ekki bleika smáhesta og skartgripi til að hafa gaman að LEGO.

Gagnrýnin á LEGO var ekki bara hjá fullorðnum femínistum. Hin sjö ára gamla Charlotte skrifaði einlægt bréf til LEGO þar sem hún kvartaði yfir því að kvenkyns karakterar LEGO lendi ekki í neinum ævintýrum eða geri neitt merkilegt. Menn hafa brynnt músum af minna tilefni.

Núna hefur LEGO brugðist við þesari gagnrýni. Washington Post birti þessa frétt um að LEGO ætli að framleiða leikföng þar sem konur eru sýndar við vísindastörf og í atvinnulífinu. Það á semsagt að hverfa frá þessu bleika dóti sem ýtir undir staðalímyndir. 

Auður Alfífa Ketilsdóttir talskona Femínistafélags Íslands segir að félagið fagni þessari ákvörðun LEGO. Rætt var við Auði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má nálgast viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×