Innlent

Mikil umferð frá höfuðborginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi mynd var tekinn síðdegis en þá náði bílaröðin að Korputorgi.
Þessi mynd var tekinn síðdegis en þá náði bílaröðin að Korputorgi.
Gríðarleg umferð hefur verið á leiðinni út úr höfuðborginni í dag en framundan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins.

Mikil örtröð myndaðist á Vesturlandsvegi og einnig á Suðurlandsvegi. Einnig skapaðist mikil röð við Hvalfjarðargöng og var töluverð töf á umferð um göngin.

Umferðin hefur dróst örlítið saman þegar leið á kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×