Fleiri fréttir

Risabardagi á besta tíma

Wladimir Klitschko og Alexander Povetkin berjast um heimsmeistaratignina í þungavigt í bardaga í Moskvu í dag klukkan 18.

Bara komið að endimörkum

Björn Zoëga er hættur á Landspítalanum vegna óánægju með að ekki skuli hilla undir uppbyggingu þar. Hann ætlar þó að vera á landinu enda er frúin búin að finna nýtt hús fyrir fjölskylduna og eflaust á Björn eftir að elda þar eitthvað gott.

Sá flóttamennina fljóta um í sjónum

Það voru nokkrir vinir á leið í veiðiferð sem urðu fyrstir varir við flóttamennina sem voru í skipi sem hvolfdi rétt utan við eyjuna Lampedúsa í Miðjarðarhafi á fimmtudagsmorgun. Einn af þeim sem varð þeirra varir, heyrði í fyrstu óp en vinur hans sagði honum að hafa ekki áhyggjur, þetta væru bara mávar. Stuttu síðar sáu þeir svo fólkið fljóta um í sjónum.

Persónulegri afmæliskveðjur - Gott ráð til að muna afmælisdaga

Facebook hefur gert það að verkum að enginn þarf að muna neina afmælisdaga lengur. Í hvert sinn sem einhver á afmæli kemur upp áminning þess efnis á Facebook. Það er orðið jafn auðvelt að muna eftir því að óska móður sinni til hamingju með afmælið og gömlum félaga úr grunnskóla.

Líkir Makrílgengd við engisprettufaraldur

„Þetta minnir að vissu leyti á engisprettufaraldur í Biblíunni.“ Þetta segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, um aukningu á makrílgengd hér við land síðustu ár.

Skurðstofan í Eyjum mönnuð þar til í nóvember

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur falið forstjóra sjúkrahússins í Vestmannaeyjum að tryggja mönnun skurðstofu þar til samstarfshópur sem hann hefur skipað hefur skilar tillögum sínum.

Slagsmál um borð í flugvél

Kona á fimmtugsaldri lét illa um borð í flugvél frá flugfélaginu Lufthansa í neyðarlendingu á Keflavíkurflugvelli. Hún slóst meðal annars við förunaut sinn, karlmann um fimmtugt.

Forræðisdeila: Dönsk yfirvöld krefjast framsals Hjördísar Svan

Yfirvöld í Danmörku hafa farið fram á að Hjördís Svan verði framseld, en hún hefur lengi staðið í harðvítugri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. Gefin var út handtökuskipun gegn Hjördísi í morgun en hún var dregin til baka seinni partinn í dag.

Myndband af Krónusnáknum

Snákur olli usla í Krónunni í Kórahverfi í morgun. Meindýraeyðir var kallaður á vettvang og fargaði hann snáknum í kjölfarið. Helgi Guðbrandsson tók myndbandið sem fylgir þessari frétt og sýnir snákinn í Krónunni hlykkja sér með gólfi verslunarinnar.

Vigdís segir netheima hafa gaman af sér

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segist ekki vilja skemma fyrir netverjum sem hent hafa gaman af ummælum hennar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær, þar sem hún sagði „strax vera teygjanlegt hugtak“.

Óska eftir aðkomu Landlæknisembættisins

Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, óskaði í gærkvöldi formlega eftir aðkomu Embættis landlæknis í að leysa deilu sem komið hefur upp meðal lækna hjá stofnuninni.

Kastaði sér fyrir bíl í sveppavímu

Lögregla á Suðurnesjum segir mikila mildi að ekki fór verr en raun bar vitni þegar rúmlega tvítugur karlmaður kastaði sér fyrir bifreið í Reykjanesbæ í gærkvöld.

Snákur í Krónunni

Viðskiptavinur Krónunnar í Kórahverfi fullyrðir í samtali við fréttastofu að hafa séð snák í verslunni í morgun.

Stærsti vörubíll í heimi

Tekur 450 tonn í skúffuna, er með tvær vélar sem samtals eru 4.600 hestöfl og með 130 lítra sprengirými.

Vigdís segir engin leyndarmál í hagræðingarhópnum

Þingflokkur Vinstri grænna fer fram á að forsætisráðherra afhendi öll gögn um störf hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Vigdís Hauksdóttir segir þetta hið besta mál enda hafi hagræðingarhópurinn ekkert að fela.

187% verðmunur á ávaxtaperum

Í nýrri verðlagskönnun sem ASÍ framkvæmdi víðsvegar um land mánudaginn 30. september síðastliðinn kemur í ljós að verslunin Bónus í Borgarnes var oftast með lægsta verðið.

Ökufantur grunaður um tvær nauðganir

Maður, sem stefndi lífi vegfarenda í háska á mánudagskvöld með því að ræna bíl eftir árekstur og flýja síðan lögreglu á ofsahraða, er grunaður um tvær nauðganir. Hann sætir nú farbanni vegna ótta yfirvalda við að hann stingi af til Danmerkur.

Klipptu númer af átta bifreiðum

Lögreglan á Suðurnesjum fjarlægði í vikunni skráningarnúmer af átta bifreiðum, sem voru ótryggðar eða höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma.

Fékk risaeðlu í skófluna

Verktakafyrirtæki í bænum Grande Prairie í Alberta, Kanada átti líklega ekki von á því að finna leifar af risaeðlu þegar þeir grófu fyrir olíuleiðslu.

Stracta fær hótellóð í Skaftárhreppi

Skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps hefur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo Stracta hótelkeðjan geti reist hótel að Orrustustöðum.

Vongóð enduðu í votri gröf

Á annað hundrað flóttamanna frá Afríku fórust þegar skip sem átti að flytja þá frá Líbíu til ítölsku eyjarinnar Lampedúsa fórst í gærmorgun. Á sjöunda þúsund flóttafólks hefur látið lífið á þessari leið frá árinu 1994.

Obama fer hvergi

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur nú alfarið aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni til Asíu vegna deilna á Bandaríkjaþingi.

Rússar taka hart á

Yfirvöld í Rússlandi hafa nú ákært alla þrjátíu Greenpeace-meðlimina sem handteknir voru um borð í skipi samtakanna, Arctic Sunrise á dögunum.

Milljarðar fyrir hausa, roð og bein

Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni var um 22 milljarðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári.

Tómatar í fimmtán hektara gróðurhúsi

Bæjarstjóri Grindavíkur gerði á þriðjudag bæjarráðinu grein fyrir stöðu viðræðna við hollenskan aðila sem hefur áhuga á að reisa fimmtán hektara gróðurhús til tómataframleiðslu.

Mannskæður vespufaraldur í Kína

Risastórar vespur hafa orðið 42 að bana og tæplega tvö þúsund hafa slasast í árásum þeirra síðustu vikur í norðvestanverðu Kína.

Kona skotin í Washington

Kona sem ók á öryggishlið fyrir utan Hvíta húsið í gærdag og ók síðan á brott þegar lögreglan reyndi að nálgast hana var skotin til bana nálægt þinghúsinu í Washington.

Öryrkjabandalagið harðlega gagnrýnt í nýrri úttekt

Helstu samstarfsaðilar Öryrkjabandalags Íslands eru harðorðir í garð bandalagsins í nýrri úttekt nefndar á vegum ÖBÍ. Varaformaður bandalagsins segir niðurstöður úttektarinnar sláandi og hefur tilkynnt um mótframboð gegn sitjandi formanni.

Sögð hafa svikið fé af Háskólanum

Tæplega sextug kona hefur verið ákærð fyrir umboðssvik og fjárdrátt í starfi sínu sem skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir