Fleiri fréttir

Allt samkvæmt áætlun í Kosti

Eftirlit í versluninni Kosti á Dalvegi á mánudag leiddi í ljós að þar er unnið samkvæmt sérstakri úrbótaáætlun sem Kostur lagði fram í byrjun september.

Ástand heimsins

Í "Ástandi heimsins“, sem einnig birtist á síðum Fréttablaðsins í dag, er litið við í Þýskalandi, Frakklandi, Taílandi, Ísrael og á Indlandi.

Þjóðarsorg á Ítalíu

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Ítalíu í kjölfar hins mannskæða sjóslyss sem varð undan ströndum eyjunnar Lampedusa í gær.

Tvöhundruðþúsund króna boð í Glaðasta hund í heimi

Átakið Bleika slaufan verður með nýstárlegum hætti í ár. Meðfram sölu á slaufunni verður vakin athygli á málstaðnum með bleiku uppboði á síðunni bleikaslaufan.is, þar sem hægt verður að bjóð í ýmsa skemmtilega hluti og viðburði.

Lúxus rafbíll alelda á svipstundu - 20 seldir á Íslandi

Hlutabréf í fyrirtækinu Tesla sem framleiðir rafbíla hrundi eftir að eldur kom upp í slíkri bifreið. Bifreiðin sem eldurinn kom upp í var af gerðinni Tesla S og varð bíllinn alelda eftir umferðaróhapp rétt við Seattle í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vefsíðu Mirror.

Óttast ekki að hótelin standi auð

Hótelum í Reykjavík mun fjölga um meira þriðjung á næstu fimm árum. Skrifstofustjóri eignaþróunar hjá Reykjavíkurborg óttast ekki að hótelherbergin eigi eftir að standa auð.

Safnaði 190 þúsund krónum fyrir börn í bata eftir krabbamein

Thelma Líf Gautadóttir segir að henni hafi dottið í hug að snoða á sér á hárið og gera eitthvað gott með það í leiðinni. "Mér fannst bara sniðugt að styrkja þá sem lifa af, mér fannst það góð hugmynd að hjálpa þeim,“ segir hún.

Hænsni á Íslandi jafn mörg og íbúarnir

Hænsni á Íslandi eru álíka mörg og íbúar landsins. Íbúar á Íslandi eru rúmlega 321 þúsund miðað við tölur frá því í janúar á þessu ári. Hænsnin eða alifuglarnir eru um 322 þúsund.

Erfðabreyttar lífverur í íslenskri búfjárrækt

Talsvert af erfðabreyttu fóðri er flutt inn til Íslands til notkunar í íslenskri búfjárrækt. Á mánudag verður haldin ráðstefna um erfðabreyttar lífverur undir yfirskriftinni Er erfðabreytt framleiðsla sjálfbær?

Drápsvatnið í Tansaníu

Stöðuvatnið Lake Natron í Norður Tansaníu er dauðagildra fyrir fugla og önnur dýr sem dýfa sér í vatnið.

Varar við „ókeypis“ sýnishornum

Tollstjóri varar við varasömum viðskiptaháttum tiltekina erlendra vefverslana sem bjóða fólki upp á ókeypis sýnishorn af vöru sinni.

Fíknaefnasali handtekinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit í austurhluta Reykjavíkur í fyrradag.

Legugjöld Landspítala: Ekki svigrúm til afslátta og undanþága

Legugjald Landspítala mun leggjast þyngst á ellilífeyrisþega og öryrkja. Í fjárlögum er ekki farið nákvæmlega út í hverjir eigi að borga legugjald eða hvort einhverjir njóti afsláttakjara. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala verður lítið svigrúm fyrir afslætti.

"Smánarlegt og skammarlegt“

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það skammarlegt að krabbameinssjúklingar þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir spítalameðferð. Þetta kom fram í máli þingmanns í umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Viðbúið að fjárlagafrumvarp taki breytingum

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði viðbúið að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar taki breytingum í meðförum Alþingis. Þetta kom fram í máli Vigdísar í umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Kallar eftir breyttri forgangsröðun

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir breyttri forgangsröðun í ríkisfjármálum í umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun. Hann spurði hvort það væri eðlilegt að verja tólf milljörðum króna í landbúnaðarkerfið á sama tíma og dregið sé úr fjárframlögum til annarra atvinnugreina.

Misskilningur.is í eigu Ungra vinstra grænna

"Það er ekki nema von að þegar landsmenn heimsækja lénið misskilningur.is birtist ríkisstjórn Íslands,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær.

Lyklafrumvarp lagt fram á haustþingi

Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp um að eigendur yfirskuldsettra íbúða geti losnað undan eftirstöðum þess. Þetta yrði þá í fjórða skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram á Alþingi. Einnig komið til móts við eignalausa skuldara.

Færa vandann á milli landshluta

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, harmar þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að loka eigi útibúi Umboðsmanns skuldara á Akureyri.

Bjarni mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á Alþingi í morgun. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ríkissjóður skili 500 milljón króna hagnaði á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir