Fleiri fréttir

Snowden vill hæli en ráðherrar svara ekki

Forsætis- og innanríkisráðherra hafa ekki orðið við beiðni Kristins Hrafnssonar, talsmanns Wikileaks, um fund vegna máls uppljóstrarans Edwards Snowden. Hann vill sækja formlega um pólitískt hæli á Íslandi.

Mikil mótmæli í Brasilíu

Mikil mótmæli, einhver þau mestu sem sést hafa, ganga nú yfir Brasilíu - þau mestu sem þar hafa sést.

Gegn afnámi veiðileyfagjalds

Hafin er undirskriftarsöfnun á netinu með áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjöld.

Ómar nauðlendir

Ómar Ragnarsson fréttamaður slapp með skrekkinn þegar hann varð að nauðlenda lítilli Cessna flugvél við Sultartangalón í gærkvöldi.

Nigella flutt út

Charles Saatchi, eiginmaður sjónvarpskokksins Nigella Lawson, hefur viðurkennt fyrir lögreglu í Lundúnum að hafa gripið um háls eiginkonu sinnar.

Sjá meinbugi á hugmynd um fríhöfn á hafnarbakkanum

Hafnarstjóri Faxaflóahafna sér ýmsa meinbugi á því að koma upp tímabundinni fríhafnarverslun inni á lokuðu svæði hafnarinnar fyrir gesti skemmtiferðaskipa. Hugmyndin er þó ekki alveg slegin út af borðinu. Hefur verið hafnað sums staðar annars staðar.

Íslendingar þola ekki yfirvald og kúgun

Forsætisráðherra segist ekki munu láta alþjóðastofnun segja sér að ekki sé hægt að gera meira fyrir skuldug heimili. Í þjóðhátíðarávarpi sínu gagnrýndi hann Evrópusambandið og sagði það þurfa að sanna sig fyrir okkur.

Fyrstir til að róa yfir Atlantshaf

Fjórir íslenskir sæfarar, þeir Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox, keppast nú við að róa yfir Atlantshafið á sérstökum úthafsróðrarbáti.

Hanna Birna til fundar við Vestfirðinga um vegamál

Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar.

Gleði og gaman í miðborginni

Mikil gleði var í miðborginni í dag 17. júní. Nóg var um að vera og skemmtu ungir sem aldnir sér konunglega. Þó veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska var góð stemming meðal borgarbúa, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Stefán Karlsson ljósmyndari tók í dag.

Hvalur 8 búinn að veiða eina langreyði

Skipið Hvalur 8 veiddi í kvöld eina langreyði, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Skipið hélt út til veiða ásamt Hvali 9 í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að skipin komi í land í nótt eða í fyrramálið.

Segir ummæli SDG um stéttaskiptingu lýsa veruleikafirringu

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir það lýsa veruleikafirringu hjá forsætisráðherra að halda því fram að ekki hafi þrifist stéttaskipting á Íslandi. Hann furðar sig jafnframt á gagnrýni á AGS.

Skemmtibátur í bobba

Björgunarbáturinn Þórður Kristjánsson í Reykjavík var kallaður út um fjögurleytið í dag til aðstoðar skemmtibáti í vandræðum.

Fékk sjóðandi súpu yfir sig

Ungt barn var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild á fjórða tímanum í dag eftir að súpa helltist yfir það á veitingastað á Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu brenndist barnið en ekki er vitað nánar um líðan þess.

Hrottaleg árás í frönsku þorpi

Þrír franskir nemendur hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir hrottalega árás á sjö kínverska samnemendur sína í þorpinu Hostens í suðvestur Frakklandi.

Níu sæmdir fálkorðu

Níu Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra sem fengu orðuna voru Árni Bergmann rithöfundur og Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir.

Selma Björns er fjallkonan

Selma Björnsdóttir söngkona er fjallkonan í ár, en hún flutti ljóð á Austurvelli í morgun að viðstöddu fjölmenni.

Húsaskip eða skipahús

Er nú 650 fermetra sumarhús á eyju út í Eerie-vatni, einu af vötnunum stóru í Bandaríkjunum.

Verðmæti úr innyflum þorska

Nýverið var sett á laggirnar ensímvinnsla í Codland-fullvinnsluklasanum í Grindavík. Ensímin eru unnin úr innyflum þorsksins, en rannsóknir hafa sýnt að þau hafa einstaka eiginleika og nýtast í ýmiss konar vörur og áframvinnslu.

Margt græðist með gufulögninni

Verði Hverahlíðarvirkjun ekki byggð verða sjónræn áhrif framkvæmda á Hellisheiði mun minni. Virkjunin er mikið mannvirki en hugsanlega má hylja gufulögn á milli Hverahlíðar og Hellisheiðarvirkjunar að nokkru leyti.

Nóg um að vera í dag - dagskráin

Í tilefni þjóðhátíðardagsins er ítarleg dagskrá í höfuðborginni venju samkvæmt, en hana má nálgast inni á vefnum 17.júní.is.

Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi

Niðurstöður erfðarannsóknar sýna fram á orsakasamband milli skorts á D-vítamíni og hás blóðþrýstings. Áhugavert, segir Guðmundur Þorgeirsson hjartalæknir. Stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikils D-vítamíns.

Sigur Rowhanis vekur bæði bjartsýni og ugg

Hinn nýkjörni forseti Írans, Hasan Rowhani, á erfitt verk fyrir höndum. Hann sagði í gær að efnahagsvandi þjóðarinnar yrði ekki leystur á einni nóttu, enda er verðbólgan um þrjátíu prósent og atvinnuleysi fjórtán prósent.

Fjórir hafa látist og fimm þúsund slasast

Lögreglan beitti táragasi og háþrýstivatnsbyssum gegn mótmælendum í Istanbúl og Ankara í gær. Átökin blossuðu upp með endurnýjuðum krafti eftir að óeirðalögreglan hóf rýmingu Gezi-garðsins. Að minnsta kosti fjórir hafa látist.

Fátt um svör varðandi lögheimilisflutninging Dorritar

Opinberir aðilar vilja sama og engar upplýsingar veita um lögheimilisflutning Dorritar Moussaieff til Bretlands. Sjálf segist hún hafa fært lögheimilið til að geta rekið fyrirtæki fjölskyldu sinnar og hafnar því að skattar tengist málinu.

Ísland græðir einna mest á innflytjendum

Fá OECD-ríki græða jafnmikið á innflytjendum og Ísland. Þeir auka landsframleiðslu hér um tæpt prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna sýna fram á mikilvægi þess að stutt sé við innflytjendur.

"Fátt sumarlegra en folöldin“

Það var mikil gleði hjá Gísla Haraldsyni og fjölskyldu þegar lítið folald kom í heiminn í gær eftir næturvöku og dagvakt.

50 ár frá fyrstu geimferð konunnar

Í dag héldu Rússar upp á að 50 ár eru síðan fyrsta konan fór út í geim, en þann 16. júní 1963 lagði geimfarinn Valentina Tereshkova upp í þessa sögulegu ferð.

Sjá næstu 50 fréttir