Þorgrímur borgarlistamaður Reykjavíkurborgar 17. júní 2013 14:42 Á Höfða í dag Mynd/Einar Bárðarson Þorgrímur Þráinsson rithöfundur var útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Þorgrímur sé einn af afkastamestu og vinsælustu barna og unglingabókahöfundum landsins. „Til marks um vinsældir hans má nefna að á fimm mínútna fresti, allt árið um kring, er bók eftir Þorgrím fengin að láni á bókasafni, miðað við útlán og upplýsingar Bókasafnssjóðs. Hann hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir barna- og unglingabækur. Margt býr í myrkrinu og Nóttin lifnar við voru kjörnar ,,bestu barnabækur aldarinnar” í vali á Bók aldarinnar sem Bókasamband Íslands stóð fyrir í apríl 1999. Bækurnar höfnuðu í 5. og 6. sæti á lista yfir 100 bestu bækur aldarinnar en alls átti höfundurinn sjö bækur á þeim lista. Reykjavík er á meðal sex Bókmenntaborga UNESCO og eitt helsta markmið hennar sem slíkrar er að efla áhuga allra ungmenna á lestri og skapandi skrifum. Þorgrímur er jákvæð og góð fyrirmynd fyrir reykvísk ungmenni og hefur unnið ötullega að því að efla bóklestur og bókmenntaáhuga. Hann hefur gegnum tíðina lesið úr bókum sínum og haldið erindi fyrir þúsundir skólabarna. Síðastliðna tvo vetur hefur hann heimsótt nánast alla grunnskóla landsins og haldið fyrirlestra fyrir nemendur í 10. bekk í boði Pokasjóðs, undir yfirskriftinni Láttu drauminn rætast. Á nýliðnum vetri hélt hann 175 fyrirlestra um allt land – skólum að kostnaðarlausu. Veturinn 2012-2013 stóð Þorgrímur fyrir því að láta útbúa veggspjöld sem fólu í sér hvatningu til að lesa meira. Var þeim dreift í flesta skóla á landinu, íþróttahús, sundlaugar og bókasöfn. Haustið 2012 gaf Þorgrímur öllum landsmönnum ókeypis aðgang að átta bóka sinna sem var hægt að hlaða niður af emma.is – og var gjöfin kynnt í öllum skólum landsins. Nemendum gafst þar með kostur á að lesa bækurnar á rafrænu formi, minnka og stækka letur eftir hentugleika – sem kemur sér vel fyrir þá sem glíma við lestrarerfiðleika. Þorgrímur var þekktur knattspyrnumaður og blaðamaður þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Með fiðring í tánum, haustið 1989. Síðan hafa komið út eftir hann fjölmargar bækur fyrir börn og unglinga sem flestar hafa notið mikilla vinsælda. Hann á óvenju fjölbreyttan feril að baki, spennusögur, ævintýri, raunsæissögur og síðan heimspekilegri verk eins og Ertu Guð, afi? Að auki hefur hann ritað stórvirkið Sögu Vals í 100 ár. Þorgrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Hann stundaði frönskunám í Sorbonne háskóla í París 1983-1984 og sótti tíma í heimspeki í HÍ 2011-2012. Þorgrímur starfaði sem ritstjóri Íþróttablaðsins frá 1985 til 1997 og var samtímis blaðamaður hjá Frjálsu framtaki, síðar Fróða og skrifaði fyrir flestöll tímarit fyrirtækisins. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar árið 1996 og gegndi starfinu til 2004. Síðan þá hefur hann unnið sjálfsstætt sem blaðamaður, fyrirlesari og rithöfundur.“Mynd/Stefán Karlsson Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur var útnefndur borgarlistarmaður Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Þorgrímur sé einn af afkastamestu og vinsælustu barna og unglingabókahöfundum landsins. „Til marks um vinsældir hans má nefna að á fimm mínútna fresti, allt árið um kring, er bók eftir Þorgrím fengin að láni á bókasafni, miðað við útlán og upplýsingar Bókasafnssjóðs. Hann hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir barna- og unglingabækur. Margt býr í myrkrinu og Nóttin lifnar við voru kjörnar ,,bestu barnabækur aldarinnar” í vali á Bók aldarinnar sem Bókasamband Íslands stóð fyrir í apríl 1999. Bækurnar höfnuðu í 5. og 6. sæti á lista yfir 100 bestu bækur aldarinnar en alls átti höfundurinn sjö bækur á þeim lista. Reykjavík er á meðal sex Bókmenntaborga UNESCO og eitt helsta markmið hennar sem slíkrar er að efla áhuga allra ungmenna á lestri og skapandi skrifum. Þorgrímur er jákvæð og góð fyrirmynd fyrir reykvísk ungmenni og hefur unnið ötullega að því að efla bóklestur og bókmenntaáhuga. Hann hefur gegnum tíðina lesið úr bókum sínum og haldið erindi fyrir þúsundir skólabarna. Síðastliðna tvo vetur hefur hann heimsótt nánast alla grunnskóla landsins og haldið fyrirlestra fyrir nemendur í 10. bekk í boði Pokasjóðs, undir yfirskriftinni Láttu drauminn rætast. Á nýliðnum vetri hélt hann 175 fyrirlestra um allt land – skólum að kostnaðarlausu. Veturinn 2012-2013 stóð Þorgrímur fyrir því að láta útbúa veggspjöld sem fólu í sér hvatningu til að lesa meira. Var þeim dreift í flesta skóla á landinu, íþróttahús, sundlaugar og bókasöfn. Haustið 2012 gaf Þorgrímur öllum landsmönnum ókeypis aðgang að átta bóka sinna sem var hægt að hlaða niður af emma.is – og var gjöfin kynnt í öllum skólum landsins. Nemendum gafst þar með kostur á að lesa bækurnar á rafrænu formi, minnka og stækka letur eftir hentugleika – sem kemur sér vel fyrir þá sem glíma við lestrarerfiðleika. Þorgrímur var þekktur knattspyrnumaður og blaðamaður þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Með fiðring í tánum, haustið 1989. Síðan hafa komið út eftir hann fjölmargar bækur fyrir börn og unglinga sem flestar hafa notið mikilla vinsælda. Hann á óvenju fjölbreyttan feril að baki, spennusögur, ævintýri, raunsæissögur og síðan heimspekilegri verk eins og Ertu Guð, afi? Að auki hefur hann ritað stórvirkið Sögu Vals í 100 ár. Þorgrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Hann stundaði frönskunám í Sorbonne háskóla í París 1983-1984 og sótti tíma í heimspeki í HÍ 2011-2012. Þorgrímur starfaði sem ritstjóri Íþróttablaðsins frá 1985 til 1997 og var samtímis blaðamaður hjá Frjálsu framtaki, síðar Fróða og skrifaði fyrir flestöll tímarit fyrirtækisins. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar árið 1996 og gegndi starfinu til 2004. Síðan þá hefur hann unnið sjálfsstætt sem blaðamaður, fyrirlesari og rithöfundur.“Mynd/Stefán Karlsson
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira