Íslendingar þola ekki yfirvald og kúgun Stígur Helgason skrifar 18. júní 2013 00:01 Sigmundur Davíð var þjóðlegur í hátíðarræðu sinni. Evrópusambandið þarf að sanna sig gagnvart Íslandi og „sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru“. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu á Austurvelli í gærmorgun. Sigmundur vék einnig að makríldeilunni og sagði að enn ætti eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið sýni Íslendingum aukna sanngirni í deilum um fiskveiðar í okkar lögsögu. „Það að beita smáþjóð ólögmætum refsiaðgerðum fyrir að veiða fisk samkvæmt vísindalegum viðmiðum í eigin lögsögu á sama tíma og stærri þjóðir veiða úr sama stofni óáreittar myndi varla boða gott um sameiginlega fiskveiðistefnu,“ sagði Sigmundur. Ræða Sigmundar var á þjóðlegum nótum, eins og mátti vænta á þjóðhátíðardaginn. Hann sagði að Ísland væri ekki stéttskipt og vitnaði í bók Sigurðar Nordal, Íslenzka menningu: „Í gamalli frakkneskri heimild er sagt, að einu sinni hafi sendimaður verið gerður á fund víkinga, er lágu við land þar syðra með mikinn flota. Hann spurði um höfðingja liðsins. Honum var svarað: „Vér erum allir jafnir.““ Sigmundur sagði að afkomendur þessara víkinga hefðu löngum verið sjálfstæðir í hugsun „og þolað illa yfirvald, hvað þá kúgun“. Þetta hafi sýnt sig í Icesave-deilunni. „Íslendingar tóku afdráttarlaust þá afstöðu, að ekki ætti að leggja skuldir gjaldþrota banka á herðar almennings og létu ekki ógnanir úr ýmsum áttum slá sig út af laginu,“ sagði hann og gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að taka þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar byrðar í andstöðu við lög. Þá sagði hann að Íslendingar vildu taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi. „Við munum hins vegar ekki láta alþjóðastofnun segja okkur að ekki sé hægt að gera meira fyrir íslensk heimili um leið og minnt er á mikilvægi þess að ljúka uppgjöri efnahagshrunsins,“ bætti hann við, með augljósri vísan til yfirlýsinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarLítið sjálfstraust og léleg sjálfsmynd „Það er tvennt sem stingur mig fyrst og fremst – annars vegar þessi hugmynd um stéttlaust samfélag, að við séum bara öll jöfn, sem ég er ósammála og tel að lýsi miklu skilningsleysi á jafnt sögu þjóðarinnar og veruleika hennar í dag,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um ávarp forsætisráðherra. Hann bendir á að þriðjungur þjóðarinnar hafi verið ánauðugur í vistarbandi og misskipting hafi verið fylgifiskur okkar alla tíð. „Það hefur hins vegar verið gæfa okkar að draga verulega úr henni á seinni hluta 20. aldarinnar. Það er langt í frá að jöfnuður sé almennur og sjálfsagður hlutur. Hann er þvert á móti afleiðing af tilteknum stjórnarháttum sem þessi ríkisstjórn er akkúrat núna í þessum töluðu orðum að snúa bakinu við, með því að lækka skatta og álögur á þá sem best eru færir um að bera þær.“ Hins vegar nefnir Árni Páll viðhorfið til alþjóðasamfélagsins og -umhverfisins. „Ég er alveg sammála því að kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu voru ósanngjarnar en það er rangt að nota það sem allsherjarrökstuðning fyrir því að hnýta í útlendinga. Velsæld Íslands byggir á því að það gangi vel hjá nágrönnum okkar og það er enginn bragur á því að ríkisstjórn Íslands sé með svo lítið sjálfstraust og lélega sjálfsmynd að hún þurfi á því að halda að hnýta í okkar nánustu nágrannaríki á þjóðhátíðardaginn.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira
Evrópusambandið þarf að sanna sig gagnvart Íslandi og „sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru“. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu á Austurvelli í gærmorgun. Sigmundur vék einnig að makríldeilunni og sagði að enn ætti eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið sýni Íslendingum aukna sanngirni í deilum um fiskveiðar í okkar lögsögu. „Það að beita smáþjóð ólögmætum refsiaðgerðum fyrir að veiða fisk samkvæmt vísindalegum viðmiðum í eigin lögsögu á sama tíma og stærri þjóðir veiða úr sama stofni óáreittar myndi varla boða gott um sameiginlega fiskveiðistefnu,“ sagði Sigmundur. Ræða Sigmundar var á þjóðlegum nótum, eins og mátti vænta á þjóðhátíðardaginn. Hann sagði að Ísland væri ekki stéttskipt og vitnaði í bók Sigurðar Nordal, Íslenzka menningu: „Í gamalli frakkneskri heimild er sagt, að einu sinni hafi sendimaður verið gerður á fund víkinga, er lágu við land þar syðra með mikinn flota. Hann spurði um höfðingja liðsins. Honum var svarað: „Vér erum allir jafnir.““ Sigmundur sagði að afkomendur þessara víkinga hefðu löngum verið sjálfstæðir í hugsun „og þolað illa yfirvald, hvað þá kúgun“. Þetta hafi sýnt sig í Icesave-deilunni. „Íslendingar tóku afdráttarlaust þá afstöðu, að ekki ætti að leggja skuldir gjaldþrota banka á herðar almennings og létu ekki ógnanir úr ýmsum áttum slá sig út af laginu,“ sagði hann og gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að taka þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar byrðar í andstöðu við lög. Þá sagði hann að Íslendingar vildu taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi. „Við munum hins vegar ekki láta alþjóðastofnun segja okkur að ekki sé hægt að gera meira fyrir íslensk heimili um leið og minnt er á mikilvægi þess að ljúka uppgjöri efnahagshrunsins,“ bætti hann við, með augljósri vísan til yfirlýsinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarLítið sjálfstraust og léleg sjálfsmynd „Það er tvennt sem stingur mig fyrst og fremst – annars vegar þessi hugmynd um stéttlaust samfélag, að við séum bara öll jöfn, sem ég er ósammála og tel að lýsi miklu skilningsleysi á jafnt sögu þjóðarinnar og veruleika hennar í dag,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um ávarp forsætisráðherra. Hann bendir á að þriðjungur þjóðarinnar hafi verið ánauðugur í vistarbandi og misskipting hafi verið fylgifiskur okkar alla tíð. „Það hefur hins vegar verið gæfa okkar að draga verulega úr henni á seinni hluta 20. aldarinnar. Það er langt í frá að jöfnuður sé almennur og sjálfsagður hlutur. Hann er þvert á móti afleiðing af tilteknum stjórnarháttum sem þessi ríkisstjórn er akkúrat núna í þessum töluðu orðum að snúa bakinu við, með því að lækka skatta og álögur á þá sem best eru færir um að bera þær.“ Hins vegar nefnir Árni Páll viðhorfið til alþjóðasamfélagsins og -umhverfisins. „Ég er alveg sammála því að kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu voru ósanngjarnar en það er rangt að nota það sem allsherjarrökstuðning fyrir því að hnýta í útlendinga. Velsæld Íslands byggir á því að það gangi vel hjá nágrönnum okkar og það er enginn bragur á því að ríkisstjórn Íslands sé með svo lítið sjálfstraust og lélega sjálfsmynd að hún þurfi á því að halda að hnýta í okkar nánustu nágrannaríki á þjóðhátíðardaginn.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sjá meira