Erlent

Nigella flutt út

Heimir Már Pétursson skrifar
Charles Saatchi hefur játað að hafa gripið um háls eiginkonu sinnar, Nigellu Lawson.
Charles Saatchi hefur játað að hafa gripið um háls eiginkonu sinnar, Nigellu Lawson.
Charles Saatchi, eiginmaður sjónvarpskokksins Nigella Lawson, hefur viðurkennt fyrir lögreglu í Lundúnum að hafa gripið um háls eiginkonu sinnar fyrir utan matsölustað í í Lundúnum í síðustu viku.

Í fyrstu neitaði Saatchi verknaðinum eftir að myndir af atvikinu birtust í blaðinu Sunday People. Lögregla hóf rannsókn á málinu eftir birtingu myndanna og kallaði Saatchi til yfirheyrslu í gær, þar sem hann viðurkenndi að hafa gripið um háls Nigellu þegar þau hafi rifist um börn þeirra.

Þetta hafi hann gert til að leggja áherslu á mál sitt en ekki hert að hálsi hennar. Lögregla hefur áminnt Saatchi en Nigella hefur flutt út af heimili þeirra ásamt 17 ára syni sínum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×