Innlent

Ómar nauðlendir

Heimir Már Pétursson skrifar
Ómar Ragnarsson fréttamaður slapp með skrekkinn þegar hann varð að nauðlenda lítilli Cessna flugvél við Sultartangalón í gærkvöldi.

Ómar var einn í flugvélinni þegar atvikið átti sér stað og var á leið til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að drepist hafi á hreyfli flugvélarinnar og honum hafi ekki tekist að gangsetja hann aftur. Ómars segist eiga erfitt með að skilja þetta því nægt eldsneyti hafi verið á flugvélinni.

Ómar segir engan ákjósanlegan lendingarstað hafa verið í augnsýn og hann hafi því orðið að lenda á hálendisgrjóti en nefhjól flugvélarinnar brotnaði við lendinguna og flugvélin valt og endaði á hvolfi. Ómar segir í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi sloppið ótrúlega vel því gleraugu hans hafi ekki einu sinni brotnað en það sé leiðinlegt að lenda í þessu á flugvél í eigu vinar síns.

Björgunarmenn sem starfa á Sultartangasvæðinu á vegum Ístaks voru fyrstir á vettvang og aðstoðiðu Ómar. Ransóknarnefnd flugslysa og lögregla munu væntanlega rannsaka málið.



Tengdar fréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×