Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi 17. júní 2013 09:30 Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor fréttablaðið/Rósa Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á ráðstefnu The European Society of Human Genetics í París í síðustu viku. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þessi tengsl en nú liggja fyrir niðurstöður erfðarannsóknar sem sýna fram á orsakasambandið. Við erfðarannsóknina var meðal annars stuðst við gögn um 155 þúsund manns og 35 rannsóknir. Á vef The European Society of Human Genetics er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Vimal Karani Santhanakrishnan, sem starfar við University College í London, að niðurstöðurnar gefi tilefni til að áætla að hægt verði að fyrirbyggja ýmis tilfelli hjartasjúkdóma með meiri neyslu D-vítamíns. „Þetta er mjög áhugavert. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að D-vítamín hefur meiri áhrif en bara á kalkefnaskipti, en skortur á D-vítamíni hefur jafnan verið tengdur beinsjúkdómum. Sú aðferðafræði að skoða arfbreytileika í efnaskiptabraut og tengingu við sjúkdóm er mjög traust. Það er vísbending um að það sé ekki bara samband, heldur líka orsakasamband,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við læknadeild HÍ. Hann getur þess að í doktorsritgerð Sifjar Hansdóttur, sérfræðings í lungna- og gjörgæslulækningum í Bandaríkjunum, komi fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma. Að sögn Guðmundar eru vísbendingar um að stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikilsD-vítamíns. „Við sem búum á þessari breiddargráðu fáum ekki nógu mikið af sólarljósi, en það stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á að passa upp á D-vítamínbúskapinn en gert hefur verið. Hægt er að auka D-vítamínið í líkamanum með því að taka inn lýsi og borða meira af fiski.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Skortur á D-vítamíni getur valdið háum blóðþrýstingi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem kynntar voru á ráðstefnu The European Society of Human Genetics í París í síðustu viku. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á þessi tengsl en nú liggja fyrir niðurstöður erfðarannsóknar sem sýna fram á orsakasambandið. Við erfðarannsóknina var meðal annars stuðst við gögn um 155 þúsund manns og 35 rannsóknir. Á vef The European Society of Human Genetics er haft eftir stjórnanda rannsóknarinnar, Vimal Karani Santhanakrishnan, sem starfar við University College í London, að niðurstöðurnar gefi tilefni til að áætla að hægt verði að fyrirbyggja ýmis tilfelli hjartasjúkdóma með meiri neyslu D-vítamíns. „Þetta er mjög áhugavert. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að D-vítamín hefur meiri áhrif en bara á kalkefnaskipti, en skortur á D-vítamíni hefur jafnan verið tengdur beinsjúkdómum. Sú aðferðafræði að skoða arfbreytileika í efnaskiptabraut og tengingu við sjúkdóm er mjög traust. Það er vísbending um að það sé ekki bara samband, heldur líka orsakasamband,“ segir Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við læknadeild HÍ. Hann getur þess að í doktorsritgerð Sifjar Hansdóttur, sérfræðings í lungna- og gjörgæslulækningum í Bandaríkjunum, komi fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma. Að sögn Guðmundar eru vísbendingar um að stór hluti Íslendinga neyti ekki nógu mikilsD-vítamíns. „Við sem búum á þessari breiddargráðu fáum ekki nógu mikið af sólarljósi, en það stuðlar að myndun D-vítamíns í líkamanum. Þess vegna þarf að leggja meiri áherslu á að passa upp á D-vítamínbúskapinn en gert hefur verið. Hægt er að auka D-vítamínið í líkamanum með því að taka inn lýsi og borða meira af fiski.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira