Innlent

Hvítt efni og kannabis á Bíladögum

Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri í nótt vegna gruns um sölu á fíkniefnum í miðbænum.

Á honum fannst töluvert magn af ætluðum fíkniefnum, eða um 40 pakkningar af hvítu efni og 50 pakkningar af marijúana.

Búið er að taka skýrslu af manninum og er rannsókn í málinu langt komin.

Nóttin var mjög erilsöm hjá lögreglunni í bænum nótt en um helgina fóru þar fram Bíladagar. Að sögn varðstjóra sinnti lögreglan í bænum um 50 útkallsverkefnum frá því sex í gærkvöldi, sem er töluvert meira en gengur og gerist.

Fimm gistu í fangaklefa ýmist vegna fíkniefnamála, ölvunar eða líkamsárása.

Mjög rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrír voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir til viðbótar vegna ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×