Fátt um svör varðandi lögheimilisflutninging Dorritar Stígur Helgason skrifar 17. júní 2013 08:00 Dorrit segir skatta ekki hafa haft neitt með lögheimilisflutninginn að gera. Fátt er um svör hjá hinu opinbera um það hvernig lögheimilisflutning Dorritar Moussaieff forsetafrúaar bar að, á hvaða forsendum hann var samþykktur og hvaða áhrif og afleiðingar hann hefur. Fréttablaðið greindi frá því um helgina að Dorrit hefði flutt lögheimili sitt til Bretlands í fyrra þrátt fyrir að íslensk lög segi að hjón skuli hafa sama lögheimili. Dorrit sendi frá sér yfirlýsingu vegna fréttarinnar á laugardag: „Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir,“ segir í yfirlýsingunni, auk þess sem tekið er fram að breytingin hafi verið gerð að ráði lögfræðinga. Lögfræðilegur ráðgjafi forsetahjónanna í þessum efnum er Garðar Valdimarsson, fyrrverandi skattstjóri og skattrannsóknarstjóri. Í viðtali við fréttastofu RÚV á laugardag sagði Dorrit að flutningurinn tengdist ekki skattamálum. Ákvörðunin hefði verið tekin vegna þess að bresk lög gerðu ráð fyrir því að hver sem dveldi þar 90 daga á ári eða meira væri búsettur þar að lögum. Hún hefði því þurft að flytja lögheimilið út til að geta starfað að rekstri skartgripakeðju fjölskyldunnar. Forsetahjónin aftóku með öllu að þau væru að slíta samvistir eða hún að yfirgefa landið fyrir fullt og allt. Þegar Fréttablaðið leitaði frekari upplýsinga hjá forsetaembættinu í gær fengust þau svör að forsetafrúin hefði engu að bæta við það sem komið hefði fram í viðtalinu við RÚV. Töluvert hefur verið um það eftir bankahrun að íslensk hjón slíti tímabundið samvistir að forminu til svo að annað þeirra geti flutt lögheimili sitt til útlanda og stundað þar vinnu, til dæmis í Noregi. Fyrir þessu er margra ára hefð og Þjóðskrá Íslands hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá Þjóðskrá. Spurð hvort eitthvað sambærilegt hafi verið uppi á teningnum í tilfelli Dorritar og Ólafs segist Sólveig ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún geti ekki heldur sagt til um það hvort málefni forsetahjónanna verði tekin til athugunar að nýju hjá Þjóðskrá í kjölfar umræðu helgarinnar, en tekur fram að lögheimilismál einstaklinga séu iðulega endurskoðuð hjá stofnuninni ef eitthvað nýtt komi fram sem þyki kalla á það.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriSkattayfirvöld fámál Spurður um mál Dorritar kveðst Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri ekki geta tjáð sig um málefni einstakra framteljenda. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir mál forsetafrúarinnar ekki hafa ratað inn á hennar borð. Hún viti ekkert meira um það en fram hafi komið í fjölmiðlum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira
Fátt er um svör hjá hinu opinbera um það hvernig lögheimilisflutning Dorritar Moussaieff forsetafrúaar bar að, á hvaða forsendum hann var samþykktur og hvaða áhrif og afleiðingar hann hefur. Fréttablaðið greindi frá því um helgina að Dorrit hefði flutt lögheimili sitt til Bretlands í fyrra þrátt fyrir að íslensk lög segi að hjón skuli hafa sama lögheimili. Dorrit sendi frá sér yfirlýsingu vegna fréttarinnar á laugardag: „Þegar horfur voru á að eiginmaður minn yrði ekki lengur forseti gerði ég ráðstafanir til að geta sinnt meira fyrri störfum mínum í London, einkum í ljósi þess að foreldrar mínir, sem stjórnað hafa fjölskyldufyrirtækinu, eru nú háaldraðir,“ segir í yfirlýsingunni, auk þess sem tekið er fram að breytingin hafi verið gerð að ráði lögfræðinga. Lögfræðilegur ráðgjafi forsetahjónanna í þessum efnum er Garðar Valdimarsson, fyrrverandi skattstjóri og skattrannsóknarstjóri. Í viðtali við fréttastofu RÚV á laugardag sagði Dorrit að flutningurinn tengdist ekki skattamálum. Ákvörðunin hefði verið tekin vegna þess að bresk lög gerðu ráð fyrir því að hver sem dveldi þar 90 daga á ári eða meira væri búsettur þar að lögum. Hún hefði því þurft að flytja lögheimilið út til að geta starfað að rekstri skartgripakeðju fjölskyldunnar. Forsetahjónin aftóku með öllu að þau væru að slíta samvistir eða hún að yfirgefa landið fyrir fullt og allt. Þegar Fréttablaðið leitaði frekari upplýsinga hjá forsetaembættinu í gær fengust þau svör að forsetafrúin hefði engu að bæta við það sem komið hefði fram í viðtalinu við RÚV. Töluvert hefur verið um það eftir bankahrun að íslensk hjón slíti tímabundið samvistir að forminu til svo að annað þeirra geti flutt lögheimili sitt til útlanda og stundað þar vinnu, til dæmis í Noregi. Fyrir þessu er margra ára hefð og Þjóðskrá Íslands hefur ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þetta segir Sólveig Guðmundsdóttir, forstöðumaður hjá Þjóðskrá. Spurð hvort eitthvað sambærilegt hafi verið uppi á teningnum í tilfelli Dorritar og Ólafs segist Sólveig ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hún geti ekki heldur sagt til um það hvort málefni forsetahjónanna verði tekin til athugunar að nýju hjá Þjóðskrá í kjölfar umræðu helgarinnar, en tekur fram að lögheimilismál einstaklinga séu iðulega endurskoðuð hjá stofnuninni ef eitthvað nýtt komi fram sem þyki kalla á það.Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri og Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriSkattayfirvöld fámál Spurður um mál Dorritar kveðst Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri ekki geta tjáð sig um málefni einstakra framteljenda. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir mál forsetafrúarinnar ekki hafa ratað inn á hennar borð. Hún viti ekkert meira um það en fram hafi komið í fjölmiðlum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Sjá meira