Þingmaður Framsóknar greiðir ekki atkvæði með veiðigjaldafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júní 2013 20:15 Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira