Sjá meinbugi á hugmynd um fríhöfn á hafnarbakkanum Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. júní 2013 07:00 Koma farþegaskipsins Crown Princess, sem hér sést liggja við hafnarbakkann á Akureyri, hefur verið árviss viðburður síðustu ár. Fréttablaðið/Valli Hafnarstjórn Faxaflóahafna hefur vísað til Reykjavíkurborgar hugmyndum um að koma upp tímabundinni smærri fríhafnarverslunum með íslenskan varning innan „tollfrjálsrar girðingar“ á hafnarsvæði borgarinnar. Í tillögunni er meðal annars vísað til þess að nýta mætti kofa úr „jólaþorpum“ sveitarfélaga undir verslunina á þeim tíma sem skemmtiferðaskip venja hingað komur sínar. Einar Þór Einarsson, hjá Icecard ehf., hefur leitað eftir viðræðum um málið hjá hafnaryfirvöldum víða um land. Erindi hans hefur þegar verið hafnað á Ísafirðiog á Akureyri. Svar hefur enn ekki borist frá Hafnarfirði. „Eins og fram kemur í erindi Icecard ehf. er óskað eftir viðræðum um málið með nánari útfærslu í huga – og slíkt sjálfsagt ef áhugi er á að skoða málið af alvöru,“ segir í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, sem tekið var fyrir á síðasta fundi hafnarstjórnarinnar. „En með þeim fyrirvara að hugmyndir bréfritara verði mun betur útfærðar auk þess sem skoða þarf áhrif hugmyndarinnar á aðra verslun í grenndinni og miðborginni sem ekki nýtur tollfríðinda annarra en samkvæmt reglum um virðisaukaskatt.“ Í umsögninni eru þó fundin á því ýmis tormerki að heimila tollfrjálsa verlsun innan girðingar. Þannig er sagt útilokað að nýta hafnarbakka innan svonefndrar ISPS-girðingar í því skyni, meðal annars vegna öryggismála og annarrar skipaumferðar en skemmtiferðaskipa. Þá kalli afgirt smáhýsasvæði með fríhafnarleyfi við hlið núverandi þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka á deiliskipulagsbreytingu. „Úthlutun slíkrar lóðar yrði eflaust að auglýsa.“ Einar Þór Einarsson segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann fylgdist með ferðmönnum streyma úr skemmtiferðaskipum í Hafnarfirði. „Menn horfa bara á fólkið fara upp í rútur og hverfa,“ segir hann. Víða erlendis þekkist verslun sem þessi á hafnarsvæðum. Hann segir hugmyndina náttúralega ekki fullmótaða, en fagnar því ef borgin og Faxaflóahafnir eru reiðubúin til frekari viðræðna um útfærsluna. Ísafjarðarbær neitaði með vísan til Evrópureglna um starfsemi á hafnarsvæðum og Einar segir að Akureyri hafi vísað til þess að of lítið pláss væri fyrir starfsemina á hafnarsvæðinu þar. „En þar var mér bent á ýmis önnur pláss utan girðingar, en maður var svo sem ekki beint að leita eftir því.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Hafnarstjórn Faxaflóahafna hefur vísað til Reykjavíkurborgar hugmyndum um að koma upp tímabundinni smærri fríhafnarverslunum með íslenskan varning innan „tollfrjálsrar girðingar“ á hafnarsvæði borgarinnar. Í tillögunni er meðal annars vísað til þess að nýta mætti kofa úr „jólaþorpum“ sveitarfélaga undir verslunina á þeim tíma sem skemmtiferðaskip venja hingað komur sínar. Einar Þór Einarsson, hjá Icecard ehf., hefur leitað eftir viðræðum um málið hjá hafnaryfirvöldum víða um land. Erindi hans hefur þegar verið hafnað á Ísafirðiog á Akureyri. Svar hefur enn ekki borist frá Hafnarfirði. „Eins og fram kemur í erindi Icecard ehf. er óskað eftir viðræðum um málið með nánari útfærslu í huga – og slíkt sjálfsagt ef áhugi er á að skoða málið af alvöru,“ segir í minnisblaði Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna, sem tekið var fyrir á síðasta fundi hafnarstjórnarinnar. „En með þeim fyrirvara að hugmyndir bréfritara verði mun betur útfærðar auk þess sem skoða þarf áhrif hugmyndarinnar á aðra verslun í grenndinni og miðborginni sem ekki nýtur tollfríðinda annarra en samkvæmt reglum um virðisaukaskatt.“ Í umsögninni eru þó fundin á því ýmis tormerki að heimila tollfrjálsa verlsun innan girðingar. Þannig er sagt útilokað að nýta hafnarbakka innan svonefndrar ISPS-girðingar í því skyni, meðal annars vegna öryggismála og annarrar skipaumferðar en skemmtiferðaskipa. Þá kalli afgirt smáhýsasvæði með fríhafnarleyfi við hlið núverandi þjónustumiðstöðvar á Skarfabakka á deiliskipulagsbreytingu. „Úthlutun slíkrar lóðar yrði eflaust að auglýsa.“ Einar Þór Einarsson segir hugmyndina hafa kviknað þegar hann fylgdist með ferðmönnum streyma úr skemmtiferðaskipum í Hafnarfirði. „Menn horfa bara á fólkið fara upp í rútur og hverfa,“ segir hann. Víða erlendis þekkist verslun sem þessi á hafnarsvæðum. Hann segir hugmyndina náttúralega ekki fullmótaða, en fagnar því ef borgin og Faxaflóahafnir eru reiðubúin til frekari viðræðna um útfærsluna. Ísafjarðarbær neitaði með vísan til Evrópureglna um starfsemi á hafnarsvæðum og Einar segir að Akureyri hafi vísað til þess að of lítið pláss væri fyrir starfsemina á hafnarsvæðinu þar. „En þar var mér bent á ýmis önnur pláss utan girðingar, en maður var svo sem ekki beint að leita eftir því.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira