Toyota sparar með fækkun íhluta Finnur Thorlacius skrifar 17. júní 2013 08:45 Toyota varði 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla á síðasta ári. Hjá Toyota eru til 50 mismunandi gerðir af loftpúðum sem verja eiga hné farþega. Er það dæmi um hve margar gerðir íhluta eru hjá fyrirtækinu, en nú ætlar Toyota að skera hressilega niður í íhlutafjöldanum. Með því ætlar Toyota bæði að spara tíma og fé, ekki síst við þróun nýrra bíla. Kostnaður á að lækka um allt að 30% fyrir vikið. Toyota varði á síðasta ári 9,6 milljörðum dollara, eða 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla og það finnst sumum hjá japanska framleiðandanum of mikið. Dæmið um fjölda loftpúðanna á sér hliðstæðu í flestum öðrum bílapörtum. Vatnskassar eru til að mynda af 100 gerðum, en verða skornir niður í 21 gerð og lofpúðagerðirnar verða brátt orðnar aðeins 10. Átján mismunandi strokkstærðir eru í vélum Toyota bíla en verða brátt aðeins 6. Þessi þróun hjá Toyota mun orsaka fækkun margra af smærri birgjum þess og hafa þeir eðlilega miklar áhyggjur af því. Því er þessi þróun vatn á myllu stærri framleiðendanna sem munu þurfa að framleiða meira magn af færri gerðum íhluta. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent
Hjá Toyota eru til 50 mismunandi gerðir af loftpúðum sem verja eiga hné farþega. Er það dæmi um hve margar gerðir íhluta eru hjá fyrirtækinu, en nú ætlar Toyota að skera hressilega niður í íhlutafjöldanum. Með því ætlar Toyota bæði að spara tíma og fé, ekki síst við þróun nýrra bíla. Kostnaður á að lækka um allt að 30% fyrir vikið. Toyota varði á síðasta ári 9,6 milljörðum dollara, eða 1.160 milljörðum króna í þróun nýrra bíla og það finnst sumum hjá japanska framleiðandanum of mikið. Dæmið um fjölda loftpúðanna á sér hliðstæðu í flestum öðrum bílapörtum. Vatnskassar eru til að mynda af 100 gerðum, en verða skornir niður í 21 gerð og lofpúðagerðirnar verða brátt orðnar aðeins 10. Átján mismunandi strokkstærðir eru í vélum Toyota bíla en verða brátt aðeins 6. Þessi þróun hjá Toyota mun orsaka fækkun margra af smærri birgjum þess og hafa þeir eðlilega miklar áhyggjur af því. Því er þessi þróun vatn á myllu stærri framleiðendanna sem munu þurfa að framleiða meira magn af færri gerðum íhluta.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent