Fleiri fréttir

Tossinn sem varð prófessor

"Ég er dropout úr menntaskóla, ég var rekinn úr myndlistaskólanum en samt sit ég uppi sem prófessor við Listaháskóla Íslands.“

Skrautleg hjólreiðakeppni

Hjólreiðakeppnin "KexReið“ var haldin í fyrsta sinn í Skuggahverfinu í gær. 85 manns í skrautlegum hjólagöllum tóku þátt og veðrið lék við keppendur.

Bílasprengjuárásir í Írak

Að minnsta kosti 25 eru látnir og hátt í hundrað eru særðir eftir tíu bílsprengjuárásir í átta borgum í Írak í morgun.

Ráðherra vill rukka

Ráðherra ferðamála vill sjá einhverskonar gjaldtöku á helstu ferðamannastöðum landsins og vonast til að það geti orðið að veruleika næsta sumar.

Hvalveiðar hefjast í dag

Veiðar á langreyðum hefjast að nýju í dag, eftir tveggja ára hvalveiðihlé. Afurðirnar verða sendar til Japan þar sem þær eru ætlaðar til manneldis. Hátt í 200 manns fá vinnu í tengslum við veiðarnar.

Klerkur kosinn forseti Írans

Klerkurinn Hassan Rouhani hlaut rúmlega helming atkvæða í forsetakosningunum í Íran og er því réttkjörinn arftaki Mahmoud Ahmadinejads.

Erilsöm nótt á Akureyri

Mjög erilsamt var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en mikill fjöldi fólks er staddur í bænum vegna Bíladaga sem þar fóru fram um helgina.

Mannsins er enn leitað

Leitin að manninum sem féll í Hjaltadalsá í Hjaltadal á þriðjudaginn hefur enn engan árangur borið.

„Hef aldrei upplifað neinn viðbjóð í kringum hanaat"

Hanaat er stór hluti af daglegu lífi í Dómíníska lýðveldinu og margir rækta þar bardagahana. Jón Ingi hefur tekið þátt í ræktunarstarfi með vinum sínum og sætt nokkurri gagnrýni fyrir. Hann vísar ásökunum um dýraníð á bug.

Eldur á Klapparstíg

Eldur kom upp á efstu hæð að Klapparstíg 13 í 101 Reykjavík rétt í þessu. Allt tiltækt slökkvilið er farið á vettvang og viðbúnaður er mikill.

"Áður en ég tók þátt var ég alls ekki viss"

Skiptar skoðanir eru á Ungfrú Ísland keppninni meðal fyrrum sigurvegara hennar. Fegurðardrottning Íslands árið 2010 segir þátttökuna hafa gert sér gott en hún tekur undir gagnrýni á ungan aldur keppenda.

Bíladagar ganga vonum framar

Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafa Bíladagar, sem standa nú yfir, gengið vonum framar hingað til.

Fjölmargir mótmæltu á Austurvelli

Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum.

Íslensk hostel best

Íslensk farfuglaheimili verma fyrsta og þriðja sæti heimslista sem er nokkurs konar ánægjuvog gesta sem gista á farfuglaheimilum. Rekstraraðilar hostelanna tveggja koma úr sömu fjölskyldunni.

Persónuvernd krefur Bandaríkjastjórn um upplýsingar vegna njósna

Víðtækar persónunjósnir bandarískra yfirvalda sem uppljóstrarinn Edward Snowden varpaði ljósi á í síðustu viku snerta gjörvalla heimsbyggðina. Persónuverndarstofnanir á Evrópska efnahagssvæðinu hafa sameinast í kröfu sinni um frekari upplýsingar um málið frá Bandaríkjastjórn.

Minningarskilti í Herdísarvík

Minningarskilti um Einar Benediktsson skáld og Hlín Johnson verður afhjúpað við athöfn í Herdísarvík í Selvogi klukkan 14 í dag.

Niðurrifi Nasa mótmælt í dag

Baráttutónleikar verða haldnir á Austurvelli klukkan tvö í dag, þar sem niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum verður mótmælt.

Eru fegurðarsamkeppnir réttmætar?

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður endurvakin í ár. Skiptar skoðanir eru um réttmæti slíkra keppna og fólk er almennt klofið í afstöðu sinnar til þeirra.

Sagðist elska Anders Breivik

Norskur karlmaður, búsettur í Vejle í Danmörku, fékk í gær tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir stuðningsyfirlýsingar við fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik.

Stórt skref í átt að sjálfbærni

Sérfræðingur í fiskveiðistefnu ESB segir að grundvallarbreytingar hafi verið gerðar með nýsamþykktum breytingum. Stefnt sé að sjálfbærni veiða, brottkast bannað í áföngum og aðildarríkin fái meiru ráðið.

Obama sendir hergögn til uppreisnarhópa í Sýrlandi

Bandaríkin fyrirhuga hernaðaraðstoð við sýrlenskra uppreisnarhópa. Ákvörðunin er byggð á meintri beitingu efnavopna af hálfu sýrlenskra stjórnvalda. Þar í landi er ásökununum vísað á bug og þær sagðar fyrirsláttur.

Mikil eftirspurn eftir skuldum Skipta

"Efnahagur félagsins verður sterkur eftir þessar breytingar og með lækkun skulda mun fjármagnskostnaðurinn lækka verulega,“ segir Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Skipta en Skipti hf. hefur nú uppfyllt öll skilyrði sem sett voru fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins.

Bangsar stela hunanginu

Býflugnaræktandinn Lars Höglund í Landtjärn fyrir utan Härnösand í Svíþjóð er alveg að gefast upp, að því er segir í frétt á vef Dagens Nyheter. Undanfarin tvö ræktunartímabil hafa skógarbirnir í hunangsleit valdið skemmdum á býflugnabúum hans fyrir jafngildi tæpra þrettán milljóna íslenskra króna.

Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið

Lögheimili Dorritar Moussaieff er nú í Bretlandi. Samkvæmt lögum þurfa hjón að slíta samvistum ef annað flytur. Ólafur og Dorrit eru þó enn gift, samkvæmt upplýsingum frá Bessastöðum. Ástæðan er heimili og fjölskylda hennar í London.

Erkiklerkurinn mun ráða áfram

Íranar gengu að kjörborðinu í gær til að velja sér forseta. Ekki er þess að vænta að eftirmaður Mamúds Amadínedjad á forsetastóli muni breyta miklu í stefnu eða stjórn landsins þar sem allir sex frambjóðendurnir eru taldir vera þóknanlegir Alí Kamení erkiklerki sem fer þrátt fyrir allt með öll völd í ríkinu.

Sekt fyrir að fljúga með uppljóstrara

Flugfélög um allan heim gætu átt yfir höfði sér sekt ef þau hleypa Edward Snowden, sem lak upplýsingum um eftirlit bandarískra stjórnvalda á síma- og netnotkun, um borð í vél til Bretlands.

Draumurinn að bora á Borgarfirði eystri

Íslenskur jarðvísindamaður, sem rannsakar hvort Jan Mayen-hryggurinn sé undir Austurlandi, segir að þegar hafi fundist fimmtán sýni af bergi fyrir austan sem er nægilega gamalt til að geta varðveitt olíu.

Fundu fíkniefni og hálfa milljón

Í gærkvöldi framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð á Akureyri og lagði hald á um 40 grömm af amfetamíni og 20 e-töflur.

Sjá næstu 50 fréttir