Innlent

Gegn afnámi veiðileyfagjalds

Heimir Már Pétursson skrifar
Hafin er undirskriftarsöfnun á netinu með áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki breytingar á lögum um veiðigjöld.
Hafin er undirskriftarsöfnun á netinu með áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki breytingar á lögum um veiðigjöld.
Hafin er undirskriftarsöfnun á netinu með áskorun til Alþingis um að samþykkja ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um veiðigjöld.

Nú þegar hafa rúmlega 2.500 manns skrifað undir áskorunina. Á heimasíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að verði Alþingi ekki við þessari ósk verði undirskriftalistinn afhentur Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og hann hvattur til að undirrita ekki lög sem taki til breytinga á lögum um veiðigjöld frá 26. júní 2012 heldur vísi þeirri ákvörðun í þjóðaratkvæði, til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar.

Undirskriftarsöfnunin er hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×