Í tilefni þjóðhátíðardagsins er ítarleg dagskrá í höfuðborginni venju samkvæmt, en hana má nálgast inni á vefnum 17.júní.is.
Guðsþjónusta hefst í Dómkirkjunni núna kl. korter yfir tíu. Þar mun biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir predikar og séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari.
Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11, en þar mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um Jón Sigurðsson. Kvennakórinn Vox Feminae flytur þjóðsönginn og þá mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra flytja hátíðarræðu.
Þá er einnig mikið um að vera fyrir alla fjölskylduna í dag, meðal annars Mikka Mús fjölskylduhlaup í Laugardalnum klukkan 11, sólskoðun á vegum stjörnufræðiáhugamanna klukkan tvö og þá er barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli kl. 13:30.
Ítarlega dagskrá má nálgast hér.
Nóg um að vera í dag - dagskráin
