Fleiri fréttir Sér umferðarljós fyrir hjól Reykjavíkurborg hefur sett upp sérstök umferðarljós fyrir hjólafólk á sex stöðum á nýrri hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám. Fyrstu ljósin verða gangsett í dag en þau eru yfir Sæbrautina við Súðavog og eru umferðarstýrð. 27.2.2013 08:00 Mokveiði við Vestmannaeyjar "Þetta er bara kapphlaup við tímann núna. Það skiptir bara máli að ná sem mestu,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á loðnuskipinu Álsey VE 2. Álsey var á leið til Þórshafnar í gærkvöld eftir góða veiði undanfarna daga við Vestmannaeyjar. Alls voru ellefu loðnuskip að veiðum á svæðinu í gærkvöld. 27.2.2013 07:30 Landspítalinn kærður vegna samskipta Fyrirtækið Logaland ehf. hefur kært innkaupadeild Landspítalans (LSH) til Samkeppniseftirlitsins vegna vinnubragða í innkaupum á heilbrigðisvörum. Ástæðan er tölvupóstssamskipti LSH við fyrirtækið Hátækni, þar sem verð samkeppnisaðilans er borið saman við verð Hátækni og eru forsvarsmenn Hátækni beðnir um lækka verðið til að LSH kaupi af þeim. 27.2.2013 07:00 Vatn að sjatna í ám á Suður og Vesturlandi Nú er vatni farið að sjatna í flestum ám á Suður og Vesturlandi. Til dæmis efst í Hvítá á Suðurlandi, en það er enn mjög mikið rennsli neðan til í henni eða þar sem hún skiptir um nafn og heitir Ölfusá. 27.2.2013 06:55 Stórt draugaskip á reki um Norður Atlantshafið Stórt mannlaust og vélarvana draugaskip rekur nú stjórnlaust um Norður Atlantshafið og getur skapað hættu fyrir skipaumferð. Hinsvegar vill enginn bera ábyrgð á þessu skipi. 27.2.2013 06:53 Reyndi að ná hassolíu við lögreglustöðina á Selfossi Ung kona, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi, féllst á að lögregla leitaði að fíkniefnum í bíl hennar. En þegar komið var að lögreglustöðini tókst henni að kasta út skammti af hassolíu, án þess að lögregla tæki eftir. 27.2.2013 06:50 Teknir úr umferð vegna fíkniefnaaksturs Lögregla stöðvaði ökumann, sem var að aka eftir göngustígum í Elliðaárdal um þrjú leitið í nótt. 27.2.2013 06:48 Valdamesta kona Mexíkó handtekin vegna spillingar Valdamesta kona Mexíkó, verkalýðsforinginn Elba Gordillo, hefur verið handtekin ákærð um spillingu í störfum sínum. 27.2.2013 06:43 Rannsókn hafin á biluninni í þotu Icelandair Rannsóknanefnd flugslysa hefur þegar hafið rannsókn á því hvað olli bilun í vökvaknúnum stjórnbúnaði Icelandair þotu skömmu fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, sem olli því að neyðarástandi var lýst yfir á vellinum, samkvæmt nýrri flugslysaáætlun. 27.2.2013 06:40 Danski þjóðarflokkurinn jafnstór og Jafnaðarmenn í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í sögunni mælast Jafnaðarmannaflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn jafnstórir í skoðanakönnun í Danmörku. 27.2.2013 06:37 Kemur verst niður á þeim efnaminnstu Þingmaður segir gjöld og skatta á innfluttar vörur koma verst niður á þeim efnaminnstu, sem ekki hafi efni á að ferðast til útlanda og njóta þess tollfrelsis sem það felur í sér. Lægri gjöld og skattar muni efla verslun og atvinnulíf hér á landi. 27.2.2013 06:30 Kvikasilfri sagt stríð á hendur Fulltrúar 140 ríkja skrifuðu í janúar síðastliðnum undir alþjóðlegan samning um að draga úr notkun kvikasilfurs, og þá jafnframt losun þess út í umhverfið. Samningurinn heitir eftir japönsku borginni Minamata, þar sem þúsundir manna urðu fyrir alvarlegri eitrun vegna losunar kvikasilfurs með frárennsli frá efnaverksmiðju. 27.2.2013 06:30 Hleranir styggja verjendur Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. 27.2.2013 06:00 Gefur borginni sextán styttur Embætti skipulagsfulltrúa segir ekkert mæla gegn því að Reykjavíkurborg þiggi að gjöf sextán höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar í Grafarvogi. 27.2.2013 06:00 Hagnaður hjá Íslandspósti Íslandspóstur hagnaðist um tæpar 53 milljónir króna á síðasta ári. Til samanburðar tapaði félagið 144 milljónum árið 2011 en hagnaðist um 93 milljónir árið 2010. 27.2.2013 06:00 Fjölskylduhjálp með klippingu Boðið verður upp á hársnyrtingu í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í Eskihlíð í dag. 27.2.2013 05:30 Danir vilja færa Markarfljót Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs. 27.2.2013 05:00 Arftakinn virðist vera fundinn Um helgina var Miguel Diaz-Canel kosinn varaforseti Kúbu, en Raul Castro verður áfram forseti. Valið er í þessi embætti á þjóðþingi landsins, sem kemur saman tvisvar á ári og samþykkir lög oftast umræðulítið. 27.2.2013 04:00 Pattstaða á nýja þinginu Pattstaða er komin upp á ítalska þinginu eftir kosningarnar. Fimm stjörnu hreyfing grínistans Beppes Grillo virðist vart líkleg til að koma til bjargar. 26.2.2013 23:45 Vélin lent heilu og höldnu Boeing 757 farþegaþota á vegum Icelandair nauðlenti á Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í kvöld. Lendingin heppnaðist vel en vandræðin má rekja til bilunar í stjórnbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var neyðarástandi lýst yfir og var viðbúnaður mikill. 26.2.2013 22:51 Klámhundur eða aulabárður? Belgískur prófessor við háskóla í Hollandi var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að hann opnaði klámsíðu í miðri fjarkennslu. Maðurinn, sem er prófessor í efnafræði, sagði hollenskum fjölmiðlum í dag að hann hefði opnað síðuna fyrir mistök. 26.2.2013 22:07 Tímabært að opna gjörgæslu á geðdeild Landspítalans Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. 26.2.2013 21:45 Vísindalegt bónorð vænlegt til vinnings Bónorðin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ástralskur eðlisfræðingur beitti vísindalegum aðferðum þegar hann bað um hönd kærustu sinnar á dögunum. 26.2.2013 21:42 Auknar fjárveitingar til RÚV - "Skattheimta á að vera gegnsæ“ "Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. 26.2.2013 20:57 Auknar fjárveitingar til RÚV nema 864 milljónum - "afskaplega undarleg forgangsröðun“ "Ég tel þetta vera afskaplega undarlega forgangsröðun, svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir auknum fjárveitingum til RÚV sem nema 864 milljónum. 26.2.2013 19:36 Komast hvorki lönd né strönd Tuttugu og tveir íbúar eru einangraðir í bæjunum í Auðsholtshverfinu í Hrunmannahreppi vegna flóðs í Hvítá. Þá hefur rennsli Ölfusár meira en fjórfaldast. 26.2.2013 18:40 Hennessey lofar 1.000 hestöflum í nýju Corvettuna Meira en tvöföldun hestaflatölunnar frá hefðbundinni Corvettu. Fær tvær túrbínur og hverfilblásara. 26.2.2013 18:15 Stór hluti máltíða fer í ruslið Fjörutíu prósent af sjúkrahúsmáltíðum á Landspítala enda í ruslinu. Huga þarf betur að næringu inniliggjandi sjúklinga. Vannæring lengi verið þekkt vandamál meðal skurðsjúklinga, bæði erlendis og hérlendis. 26.2.2013 17:30 Svavar Halldórsson hættur á RÚV Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, er hættur störfum. Starfsmönnum var tilkynnt þetta í tölvupósti í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í póstinum að Svavar hætti að eigin ósk. Svavar hefur vakið töluverða athygli fyrir fréttir sínar, sem að stórum hluta hafa fjallað um viðskipti og stjórnmál. 26.2.2013 16:54 Biðin eftir nýjum Toyota RAV4 er á enda Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Hefur lengst um 20 cm og breyst mikið í útliti. 26.2.2013 16:45 Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna "Ég hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna mína," segir leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis 26.2.2013 16:41 Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki minna í áraraðir - Framsókn bætir við sig Samkvæmt nýjustu fylgiskönnun MMR sem framkvæmd var á á tímabilinu 19. til 21. febrúar mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 28,5%. Þetta er minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins sem mælst hefur frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar. 26.2.2013 16:27 Biðst afsökunar á „blackface“-gervi Ríkisþingmaður New York-fylkis, Dov Hikind, hefur beðist afsökunar á ljósmynd sem sýnir hann í "blackface“-gervi. Fréttastofa CNN greinir frá. 26.2.2013 16:12 Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26.2.2013 15:45 Þrýsta enn á byggingu skíðahúss Tillaga um skíðahöll í hlíðum Úlfarsfells sögð "heit kartafla“. 26.2.2013 15:14 Vill tryggja áframhald á starfi fyrir fötluð ungmenni Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að fjárveitingar til að standa straum af kostnaði við rekstur frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu dugi einungis til 10. maí næstkomandi. 26.2.2013 15:13 Benedikt heldur páfatitlinum Benedikt sextándi páfi mun verða kallaður páfi emeritus og mun halda heiðurstitlinum hans heilagleiki eftir að hann hættir störfum sem páfi á fimmtudaginn. Vatíkanið tilkynnti þetta í dag. 26.2.2013 14:38 Íbúar fastir vegna flóða - liggur á að æfa fyrir Hjónaballið "Fólk fer ekkert að heiman eins og staðan er núna," segir Steinar Halldórsson bóndi í Auðholtshverfi í Hrunamannahreppi, en flóð í Hvítá hafa lokað íbúa hverfisins algjörlega inni eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Steinar segir þó íbúa pollrólega enda vanir öðru eins. Flóðið nú er ekkert í samanburði við flóðin árið 2006 sem ollu töluverðu raski. 26.2.2013 14:22 Grænn og góður Reynslan sýnir að eigendur Volt aka nær eingöngu á rafmagni. Því verða heimsóknir á bensínstöðvar harla fáar. 26.2.2013 14:00 Hundrað stöðubrot á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Um helgina, á meðan landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna stöðubrota, en á sama tíma var ónotuð bílstæði að finna annars staðar á svæðinu. Talsvert var lagt á grasbala og graseyjar og er grasið sumstaðar illa farið, að sögn lögreglunnar. 26.2.2013 13:52 Verkefnastjórn skilar skýrslu um eflingu græns hagkerfis Verkefnastjórn undir forystu forsætisráðuneytisins, hefur skilað skýrslu um forgangsröðun verkefna sem sem miða að því marki að efla grænt hagkerfi á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að 26 af 50 tillögum, sem fram koma í samþykktri þingsályktunartillögu, verði settar í forgang á þessu ári að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 26.2.2013 13:33 Telur hugmyndir um danskt leigukerfi ekki hafa afdrifarík áhrif á leigumarkað "Það er hundrað ára reynsla af þessu kerfi í Danmörku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ spurður út í hugmyndir alþýðusambandsins um nýtt leigukerfi hér á landi að danskri fyrirmynd. 26.2.2013 12:06 Svandís Þula hefði orðið 12 ára - minningartónleikar á afmælinu Svandís Þula Ásgeirsdóttir var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í byrjun desember árið 2006. Í dag hefði hún orðið tólf ára og í tilefni af því ætlar minningarsjóður hennar að standa fyrir tónleikum undir heitinu Skemmtiþula í kvöld. 26.2.2013 11:47 Audi tvöfaldar jepplingalínuna Hyggst bæta við þremur gerðum - Q2, Q4 og Q6. Spáð er 36% vexti á lúxusjepplingamarkaðnum fram til ársins 2018. 26.2.2013 11:45 Konurnar fjórar fengu frest Sakamáli gegn fjórum konum á þrítugsaldri var frestað í morgun þegar það var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Konunum er gefið að sök að hafa ráðist á unga konu á heimili hennar í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári, þar sem hún lá sofandi. 26.2.2013 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Sér umferðarljós fyrir hjól Reykjavíkurborg hefur sett upp sérstök umferðarljós fyrir hjólafólk á sex stöðum á nýrri hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám. Fyrstu ljósin verða gangsett í dag en þau eru yfir Sæbrautina við Súðavog og eru umferðarstýrð. 27.2.2013 08:00
Mokveiði við Vestmannaeyjar "Þetta er bara kapphlaup við tímann núna. Það skiptir bara máli að ná sem mestu,“ segir Jón Axelsson, skipstjóri á loðnuskipinu Álsey VE 2. Álsey var á leið til Þórshafnar í gærkvöld eftir góða veiði undanfarna daga við Vestmannaeyjar. Alls voru ellefu loðnuskip að veiðum á svæðinu í gærkvöld. 27.2.2013 07:30
Landspítalinn kærður vegna samskipta Fyrirtækið Logaland ehf. hefur kært innkaupadeild Landspítalans (LSH) til Samkeppniseftirlitsins vegna vinnubragða í innkaupum á heilbrigðisvörum. Ástæðan er tölvupóstssamskipti LSH við fyrirtækið Hátækni, þar sem verð samkeppnisaðilans er borið saman við verð Hátækni og eru forsvarsmenn Hátækni beðnir um lækka verðið til að LSH kaupi af þeim. 27.2.2013 07:00
Vatn að sjatna í ám á Suður og Vesturlandi Nú er vatni farið að sjatna í flestum ám á Suður og Vesturlandi. Til dæmis efst í Hvítá á Suðurlandi, en það er enn mjög mikið rennsli neðan til í henni eða þar sem hún skiptir um nafn og heitir Ölfusá. 27.2.2013 06:55
Stórt draugaskip á reki um Norður Atlantshafið Stórt mannlaust og vélarvana draugaskip rekur nú stjórnlaust um Norður Atlantshafið og getur skapað hættu fyrir skipaumferð. Hinsvegar vill enginn bera ábyrgð á þessu skipi. 27.2.2013 06:53
Reyndi að ná hassolíu við lögreglustöðina á Selfossi Ung kona, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi, féllst á að lögregla leitaði að fíkniefnum í bíl hennar. En þegar komið var að lögreglustöðini tókst henni að kasta út skammti af hassolíu, án þess að lögregla tæki eftir. 27.2.2013 06:50
Teknir úr umferð vegna fíkniefnaaksturs Lögregla stöðvaði ökumann, sem var að aka eftir göngustígum í Elliðaárdal um þrjú leitið í nótt. 27.2.2013 06:48
Valdamesta kona Mexíkó handtekin vegna spillingar Valdamesta kona Mexíkó, verkalýðsforinginn Elba Gordillo, hefur verið handtekin ákærð um spillingu í störfum sínum. 27.2.2013 06:43
Rannsókn hafin á biluninni í þotu Icelandair Rannsóknanefnd flugslysa hefur þegar hafið rannsókn á því hvað olli bilun í vökvaknúnum stjórnbúnaði Icelandair þotu skömmu fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi, sem olli því að neyðarástandi var lýst yfir á vellinum, samkvæmt nýrri flugslysaáætlun. 27.2.2013 06:40
Danski þjóðarflokkurinn jafnstór og Jafnaðarmenn í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í sögunni mælast Jafnaðarmannaflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn jafnstórir í skoðanakönnun í Danmörku. 27.2.2013 06:37
Kemur verst niður á þeim efnaminnstu Þingmaður segir gjöld og skatta á innfluttar vörur koma verst niður á þeim efnaminnstu, sem ekki hafi efni á að ferðast til útlanda og njóta þess tollfrelsis sem það felur í sér. Lægri gjöld og skattar muni efla verslun og atvinnulíf hér á landi. 27.2.2013 06:30
Kvikasilfri sagt stríð á hendur Fulltrúar 140 ríkja skrifuðu í janúar síðastliðnum undir alþjóðlegan samning um að draga úr notkun kvikasilfurs, og þá jafnframt losun þess út í umhverfið. Samningurinn heitir eftir japönsku borginni Minamata, þar sem þúsundir manna urðu fyrir alvarlegri eitrun vegna losunar kvikasilfurs með frárennsli frá efnaverksmiðju. 27.2.2013 06:30
Hleranir styggja verjendur Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkissaksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir. 27.2.2013 06:00
Gefur borginni sextán styttur Embætti skipulagsfulltrúa segir ekkert mæla gegn því að Reykjavíkurborg þiggi að gjöf sextán höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar í Grafarvogi. 27.2.2013 06:00
Hagnaður hjá Íslandspósti Íslandspóstur hagnaðist um tæpar 53 milljónir króna á síðasta ári. Til samanburðar tapaði félagið 144 milljónum árið 2011 en hagnaðist um 93 milljónir árið 2010. 27.2.2013 06:00
Fjölskylduhjálp með klippingu Boðið verður upp á hársnyrtingu í húsnæði Fjölskylduhjálpar Íslands í Eskihlíð í dag. 27.2.2013 05:30
Danir vilja færa Markarfljót Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs. 27.2.2013 05:00
Arftakinn virðist vera fundinn Um helgina var Miguel Diaz-Canel kosinn varaforseti Kúbu, en Raul Castro verður áfram forseti. Valið er í þessi embætti á þjóðþingi landsins, sem kemur saman tvisvar á ári og samþykkir lög oftast umræðulítið. 27.2.2013 04:00
Pattstaða á nýja þinginu Pattstaða er komin upp á ítalska þinginu eftir kosningarnar. Fimm stjörnu hreyfing grínistans Beppes Grillo virðist vart líkleg til að koma til bjargar. 26.2.2013 23:45
Vélin lent heilu og höldnu Boeing 757 farþegaþota á vegum Icelandair nauðlenti á Keflavíkurflugvelli á ellefta tímanum í kvöld. Lendingin heppnaðist vel en vandræðin má rekja til bilunar í stjórnbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var neyðarástandi lýst yfir og var viðbúnaður mikill. 26.2.2013 22:51
Klámhundur eða aulabárður? Belgískur prófessor við háskóla í Hollandi var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að hann opnaði klámsíðu í miðri fjarkennslu. Maðurinn, sem er prófessor í efnafræði, sagði hollenskum fjölmiðlum í dag að hann hefði opnað síðuna fyrir mistök. 26.2.2013 22:07
Tímabært að opna gjörgæslu á geðdeild Landspítalans Það er löngu tímabært að opnuð verði gjörgæsla á geðdeild Landspítalans til að sporna gegn því að mjög veikir einstaklingar geti strokið. Þetta segir framkvæmdastjóri geðsviðs sem telur mögulegt að opna slíka gjörgæslu í haust með ódýrum hætti og til þess skortir fjármagn. 26.2.2013 21:45
Vísindalegt bónorð vænlegt til vinnings Bónorðin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ástralskur eðlisfræðingur beitti vísindalegum aðferðum þegar hann bað um hönd kærustu sinnar á dögunum. 26.2.2013 21:42
Auknar fjárveitingar til RÚV - "Skattheimta á að vera gegnsæ“ "Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. 26.2.2013 20:57
Auknar fjárveitingar til RÚV nema 864 milljónum - "afskaplega undarleg forgangsröðun“ "Ég tel þetta vera afskaplega undarlega forgangsröðun, svo ekki sé dýpra í árina tekið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um frumvarp til laga sem gerir ráð fyrir auknum fjárveitingum til RÚV sem nema 864 milljónum. 26.2.2013 19:36
Komast hvorki lönd né strönd Tuttugu og tveir íbúar eru einangraðir í bæjunum í Auðsholtshverfinu í Hrunmannahreppi vegna flóðs í Hvítá. Þá hefur rennsli Ölfusár meira en fjórfaldast. 26.2.2013 18:40
Hennessey lofar 1.000 hestöflum í nýju Corvettuna Meira en tvöföldun hestaflatölunnar frá hefðbundinni Corvettu. Fær tvær túrbínur og hverfilblásara. 26.2.2013 18:15
Stór hluti máltíða fer í ruslið Fjörutíu prósent af sjúkrahúsmáltíðum á Landspítala enda í ruslinu. Huga þarf betur að næringu inniliggjandi sjúklinga. Vannæring lengi verið þekkt vandamál meðal skurðsjúklinga, bæði erlendis og hérlendis. 26.2.2013 17:30
Svavar Halldórsson hættur á RÚV Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, er hættur störfum. Starfsmönnum var tilkynnt þetta í tölvupósti í dag. Samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í póstinum að Svavar hætti að eigin ósk. Svavar hefur vakið töluverða athygli fyrir fréttir sínar, sem að stórum hluta hafa fjallað um viðskipti og stjórnmál. 26.2.2013 16:54
Biðin eftir nýjum Toyota RAV4 er á enda Kominn með dísilvél og varadekkið horfið af afturleranum. Hefur lengst um 20 cm og breyst mikið í útliti. 26.2.2013 16:45
Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna "Ég hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna mína," segir leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis 26.2.2013 16:41
Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki minna í áraraðir - Framsókn bætir við sig Samkvæmt nýjustu fylgiskönnun MMR sem framkvæmd var á á tímabilinu 19. til 21. febrúar mældist fylgi Sjálfstæðisflokksins 28,5%. Þetta er minnsta fylgi Sjálfstæðisflokksins sem mælst hefur frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar. 26.2.2013 16:27
Biðst afsökunar á „blackface“-gervi Ríkisþingmaður New York-fylkis, Dov Hikind, hefur beðist afsökunar á ljósmynd sem sýnir hann í "blackface“-gervi. Fréttastofa CNN greinir frá. 26.2.2013 16:12
Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26.2.2013 15:45
Þrýsta enn á byggingu skíðahúss Tillaga um skíðahöll í hlíðum Úlfarsfells sögð "heit kartafla“. 26.2.2013 15:14
Vill tryggja áframhald á starfi fyrir fötluð ungmenni Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að fjárveitingar til að standa straum af kostnaði við rekstur frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu dugi einungis til 10. maí næstkomandi. 26.2.2013 15:13
Benedikt heldur páfatitlinum Benedikt sextándi páfi mun verða kallaður páfi emeritus og mun halda heiðurstitlinum hans heilagleiki eftir að hann hættir störfum sem páfi á fimmtudaginn. Vatíkanið tilkynnti þetta í dag. 26.2.2013 14:38
Íbúar fastir vegna flóða - liggur á að æfa fyrir Hjónaballið "Fólk fer ekkert að heiman eins og staðan er núna," segir Steinar Halldórsson bóndi í Auðholtshverfi í Hrunamannahreppi, en flóð í Hvítá hafa lokað íbúa hverfisins algjörlega inni eins og sést á myndinni sem fylgir fréttinni. Steinar segir þó íbúa pollrólega enda vanir öðru eins. Flóðið nú er ekkert í samanburði við flóðin árið 2006 sem ollu töluverðu raski. 26.2.2013 14:22
Grænn og góður Reynslan sýnir að eigendur Volt aka nær eingöngu á rafmagni. Því verða heimsóknir á bensínstöðvar harla fáar. 26.2.2013 14:00
Hundrað stöðubrot á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Um helgina, á meðan landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í Laugardalshöll, hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna stöðubrota, en á sama tíma var ónotuð bílstæði að finna annars staðar á svæðinu. Talsvert var lagt á grasbala og graseyjar og er grasið sumstaðar illa farið, að sögn lögreglunnar. 26.2.2013 13:52
Verkefnastjórn skilar skýrslu um eflingu græns hagkerfis Verkefnastjórn undir forystu forsætisráðuneytisins, hefur skilað skýrslu um forgangsröðun verkefna sem sem miða að því marki að efla grænt hagkerfi á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að 26 af 50 tillögum, sem fram koma í samþykktri þingsályktunartillögu, verði settar í forgang á þessu ári að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 26.2.2013 13:33
Telur hugmyndir um danskt leigukerfi ekki hafa afdrifarík áhrif á leigumarkað "Það er hundrað ára reynsla af þessu kerfi í Danmörku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ spurður út í hugmyndir alþýðusambandsins um nýtt leigukerfi hér á landi að danskri fyrirmynd. 26.2.2013 12:06
Svandís Þula hefði orðið 12 ára - minningartónleikar á afmælinu Svandís Þula Ásgeirsdóttir var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í byrjun desember árið 2006. Í dag hefði hún orðið tólf ára og í tilefni af því ætlar minningarsjóður hennar að standa fyrir tónleikum undir heitinu Skemmtiþula í kvöld. 26.2.2013 11:47
Audi tvöfaldar jepplingalínuna Hyggst bæta við þremur gerðum - Q2, Q4 og Q6. Spáð er 36% vexti á lúxusjepplingamarkaðnum fram til ársins 2018. 26.2.2013 11:45
Konurnar fjórar fengu frest Sakamáli gegn fjórum konum á þrítugsaldri var frestað í morgun þegar það var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Konunum er gefið að sök að hafa ráðist á unga konu á heimili hennar í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári, þar sem hún lá sofandi. 26.2.2013 11:30