Hennessey lofar 1.000 hestöflum í nýju Corvettuna Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2013 18:15 Mikið af höstöflum og útblástursrörum - fer oftast saman Meira en tvöföldun hestaflatölunnar frá hefðbundinni Corvettu. Í hvert skipti sem ný Corvetta er kynnt er yfirleitt ekki lengi að bíða sérútgáfu frá breytingafyrirtækinu Hennessey. Að þessu sinni verður hún nokkuð mögnuð því bíllinn verður líklega ekki undir 1.000 hestöflum. Hennessey ætlar að bæta við hverfilblásara og tveimur túrbínum við 6,2 lítra V8 vélina sem er í nýju kynslóð Corvettunnar og með því breyta hestaflatölunni úr 450 í 1.000. Margt annað verður í boði frá Hennessey, svo sem breytt pústkerfi, aðrar felgur, Brembo bremsur, ný fjöðrun og margt annað góðgæti sem freistað gæti þeirra sem enn vilja auka getu þessa öfluga bíls. Þá er reyndar gott að eiga þykkt veski. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent
Meira en tvöföldun hestaflatölunnar frá hefðbundinni Corvettu. Í hvert skipti sem ný Corvetta er kynnt er yfirleitt ekki lengi að bíða sérútgáfu frá breytingafyrirtækinu Hennessey. Að þessu sinni verður hún nokkuð mögnuð því bíllinn verður líklega ekki undir 1.000 hestöflum. Hennessey ætlar að bæta við hverfilblásara og tveimur túrbínum við 6,2 lítra V8 vélina sem er í nýju kynslóð Corvettunnar og með því breyta hestaflatölunni úr 450 í 1.000. Margt annað verður í boði frá Hennessey, svo sem breytt pústkerfi, aðrar felgur, Brembo bremsur, ný fjöðrun og margt annað góðgæti sem freistað gæti þeirra sem enn vilja auka getu þessa öfluga bíls. Þá er reyndar gott að eiga þykkt veski.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent