Innlent

Svandís Þula hefði orðið 12 ára - minningartónleikar á afmælinu

Svandís Þula
Svandís Þula
Svandís Þula Ásgeirsdóttir var aðeins fimm ára gömul þegar hún lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi í byrjun desember árið 2006. Í dag hefði hún orðið tólf ára og í tilefni af því ætlar minningarsjóður hennar að standa fyrir tónleikum undir heitinu Skemmtiþula í kvöld.

Landskunnir listamenn koma fram og gefa vinnu sína. Til dæmis ætlar rokkhljómsveitin Skálmöld að spila nokkur lög. Þá ætlar sjálfur poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson að stíga á svið. Ari Eldjárn ætlar að vera með uppistand. Þá mun Hreimur, Magni, Matti Matt, Vignir snær og hljómsveit koma fram.

Ágóði af tónleikunum rennur í minningarsjóð Svandísar Þulu. Minningarsjóður hennar hefur undanfarin 4 ár veitt peningastyrki og gjafir til góðgerðarmála, í skólastarf og einnig hafa efnilegir balletdansarar verið styrktir til utanfarar.

Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×