Verkefnastjórn skilar skýrslu um eflingu græns hagkerfis 26. febrúar 2013 13:33 Verkefnastjórn undir forystu forsætisráðuneytisins, hefur skilað skýrslu um forgangsröðun verkefna sem sem miða að því marki að efla grænt hagkerfi á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að 26 af 50 tillögum, sem fram koma í samþykktri þingsályktunartillögu, verði settar í forgang á þessu ári að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meðal tillagna sem njóta forgangs er stofnun og rekstur græns fjárfestingarsjóðs á vegum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta. Á fjárlögum fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 500 milljóna króna stofnframlagi til sjóðsins. Forsaga málsins er að Alþingi ályktaði árið 2012 að fela forsætisráðherra að stýra mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi. Í samræmi við það skipaði forsætisráðherra verkefnastjórn sem ætlað var það hlutverk að undirbúa gerð aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi og forgangsraða þeim verkefnum sem fram koma í 50 töluliðum í þingsályktuninni ásamt því að leggja mat á umfang verkefnanna og þann kostnað sem vinna við þau útheimtir. Með þátttöku allra ráðuneyta er stuðlað að því að efling græna hagkerfisins verði forgangsverkefni í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. Leggur verkefnastjórnin til að 26 af 50 tillögum, sem fram koma í þingsályktuninni, verði settar í forgang á þessu ári. Í tilkynningu segir að þar af eru 18 tillögur sem verkefnastjórnin telur að unnt sé að sinna án aukinna fjárframlaga. Aðrar átta tillögur falla undir þá flokka sem fram koma í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og á fjárlögum fyrir árið 2013. Eftir standa 17 tillögur sem lagt er til að metnar verði í síðari áfanga, þ.e. á árinu 2014, þó þannig að þegar á árinu 2013 verði hugað að undirbúningi fjögurra þeirra. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Verkefnastjórn undir forystu forsætisráðuneytisins, hefur skilað skýrslu um forgangsröðun verkefna sem sem miða að því marki að efla grænt hagkerfi á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að 26 af 50 tillögum, sem fram koma í samþykktri þingsályktunartillögu, verði settar í forgang á þessu ári að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meðal tillagna sem njóta forgangs er stofnun og rekstur græns fjárfestingarsjóðs á vegum Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins í samstarfi við innlenda og erlenda fjárfesta. Á fjárlögum fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir 500 milljóna króna stofnframlagi til sjóðsins. Forsaga málsins er að Alþingi ályktaði árið 2012 að fela forsætisráðherra að stýra mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi. Í samræmi við það skipaði forsætisráðherra verkefnastjórn sem ætlað var það hlutverk að undirbúa gerð aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á Íslandi og forgangsraða þeim verkefnum sem fram koma í 50 töluliðum í þingsályktuninni ásamt því að leggja mat á umfang verkefnanna og þann kostnað sem vinna við þau útheimtir. Með þátttöku allra ráðuneyta er stuðlað að því að efling græna hagkerfisins verði forgangsverkefni í atvinnustefnu íslenskra stjórnvalda. Leggur verkefnastjórnin til að 26 af 50 tillögum, sem fram koma í þingsályktuninni, verði settar í forgang á þessu ári. Í tilkynningu segir að þar af eru 18 tillögur sem verkefnastjórnin telur að unnt sé að sinna án aukinna fjárframlaga. Aðrar átta tillögur falla undir þá flokka sem fram koma í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og á fjárlögum fyrir árið 2013. Eftir standa 17 tillögur sem lagt er til að metnar verði í síðari áfanga, þ.e. á árinu 2014, þó þannig að þegar á árinu 2013 verði hugað að undirbúningi fjögurra þeirra.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira