Fleiri fréttir Fóstur heyra tal Sex mánaða gömul fóstur geta heyrt tal. Þetta eru niðurstöður rannsóknar þar sem tólf hvítvoðungar, sem voru fæddir fyrir tímann, voru skoðaðir með heilaskanna. Hvítvoðungar sem höfðu einungis verið 28 vikur í móðurkviði gátu greint á milli orða eins og ga og ba og gátu líka greint á milli karlkyns og kvenkyns radda. Sérfræðingarnir að baki rannsókninni segja að þessi hæfileiki barnanna hafi að öllum líkindum verið áunnin í móðurkviði en ekki eftir að börnin fæddust. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börn byrji að skilja tungumál strax í móðurkviði þegar þau heyra raddir foreldra sinna. 26.2.2013 10:06 Sextán kynferðisbrot til rannsóknar á Suðurnesjum Alls eru nú 16 kynferðisbrotamál til meðferðar við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum samkvæmt tilkynningu frá embættinu. Þrettán þeirra eru enn til rannsóknar en þrjú eru til afgreiðslu hjá lögfræðideild embættisins. 26.2.2013 09:58 Flóðin enn ekki náð hámarki Rennslið í Hvítá og Ölfusá er enn gríðarlegt og varar Veðurstofan við umferð á svæðinu. 26.2.2013 09:53 Íslenskir karlar eru langlífastir í Evrópu Íslenskir karlar voru langlífastir í Evrópu árið 2011. Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum. 26.2.2013 09:26 Ungbarnadauði lægstur á Íslandi meðal Evrópuþjóða Ungbarnadauði var lægstur á Íslandi meðal Evrópuþjóða árið 2011. Þá var ungbarnadauði á Íslandi 0,9 af 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn lágur og hér árið 2011. 26.2.2013 09:22 Vantar alla stóru bitana á markað Forstjóri Kauphallarinnar vill stóru bankana þrjá, Landsvirkjun og stór sjávarútvegsfyrirtæki á markað. Hann telur að íslenska ríkið gæti grætt tvöfalt á sölu Landsbankans en viðurkennir að höft auki hættu á bólumyndun. 26.2.2013 09:00 Stingur upp á nýrri fjárfestingarleið Erlend kvikmyndafyrirtæki hafa sýnt því áhuga að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að fjárfesta í kvikmyndaverkefnum hér á landi. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, segir binditímann sem leiðin felur í sér þó standa í fyrirtækjunum og talar fyrir sérsniðinni leið fyrir kvikmyndafjárfestingu. 26.2.2013 08:00 Formaður Sjálfstæðisfélags Álftaness segir af sér Sveinn Ingi Lýðsson hefur sagt af sér sem formaður stjórnar Sjálfstæðisfélags Álftaness. Þetta kemur fram á Eyjubloggi hans. 26.2.2013 07:23 Nítján fórust þegar loftbelgur sprakk í Egyptalandi Nítján manns fórust þegar loftbelgur sprakk þar sem hann sveif yfir Dal konunganna í Egyptalandi skammt frá Lúxor. 26.2.2013 07:20 Varað við grjóthruni á Siglufjarðarvegi Vegagerðin varar við grjóthruni á Siglufjarðarvegi, alveg frá Ketilási inn á Siglufjörð. 26.2.2013 07:06 Skilin hafa skerpst í afstöðu til viðræðna Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun. 26.2.2013 07:00 Seldu æðardún fyrir 508 milljónir Verðmætaaukning íslensk æðardúns milli áranna 2011 og 2012 nemur 35,5% en árið 2012 var æðardúnn seldur fyrir tæplega 508 milljónir. Er það í fyrsta sinn sem útflutningsverðmæti hans nemur meira en hálfum milljarði króna. 26.2.2013 07:00 Sala á IKEA kjötbollum stöðvuð í Danmörku og á Ítalíu Kjötbolluhneysklið í IKEA breiðir sig nú út til fleiri landa því IKEA hefur ákveðið að stöðva alla sölu á kjötbollum sínum í Danmörku og á Ítalíu. 26.2.2013 06:44 Flóð í ám víða á landinu Allir vatnamælar Veðurstofunnar í ám á vestan- sunnan- og suðaustanverðu landi sýna nú rautt, sem þýðir mjög mikið rennsli. 26.2.2013 06:38 Ölvaður ferðamaður í átökum við lögreglumenn Ölvaður erlendur ferðamaður,sem var til ófriðar á veitingastað í miðborginni upp úr miðnætti, veittist að lögreglumönnum, sem kallaðir voru á vettvang, og hafði í alvarlegum hótunum við þá. Hann var yfirbugaður og vistaður í fangageymslu. 26.2.2013 06:36 Eldflaug skotið frá Gaza á skotmark í Ísrael Eldflaug var skotið frá Gaza svæðinu á skotmark í suðurhluta Ísraels í gærkvöldi. 26.2.2013 06:33 Ferðalangarnir fimm allir komnir af sjúkrahúsi Ferðalangarnir fimm, fjórir útlendingar og einn íslenskur fararstjóri og bílstjóri, sem var bjargað af þaki jeppa úti í miðri á í Landmannalaugum snemma í gærkvöldi og fluttir til Reykjavíkur, voru allir útskrifaðir af Landspítalanum í gærkvöldi, að aðhlynningu lokinni. 26.2.2013 06:31 Óþarft er að örvænta þótt frostið bíti brátt í blöðin Hlýindin undanfarna daga hafa gefið okkur sumum græna runna og blómstrandi garða. Þó er spáð frosti í lok vikunnar og segir garðyrkjufræðingur helsta áhyggjuefnið vera rætur sem gætu skaðast ef jörð er mjög blaut. 26.2.2013 06:30 Kaffiverkfall hafið í Kólombíu Heimsmarkaðsverð á kaffi fer hækkandi þessa stundina þar sem þúsundir landbúnaðarverkamanna á kaffiekrum í Kólombíu eru komnir í verkfall. Kólombía er fjórði stærsti útflytjandi á kaffi í heiminum. 26.2.2013 06:26 Stórfelld eggjasvik til rannsóknar í Þýskalandi Rannsókn hefur staðið yfir í Þýskalandi á meintum svikum hænsnabúa sem grunuð eru um að hafa selt egg sem lífrænt ræktuð þegar þau voru það ekki í raun. 26.2.2013 06:25 Björgunarskip sótti veikan sjómann um borð í togara Björgunarskip Landsbjargar í Grindavík var undir miðnætti sent til móts við íslenskan togara, en þar var veikur sjómaður um borð. 26.2.2013 06:23 Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu í kjölfar þingkosninganna þar sem lauk í gærkvöldi. 26.2.2013 06:17 Húsaleiga yrði allt að 43% lægri Hægt yrði að leigja 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu á tæpar 88 þúsund krónur á mánuði ef hið opinbera byði upp á félagslegt leiguhúsnæði að danskri fyrirmynd. Þetta segir Alþýðusamband Íslands, sem kynnti í gær hugmyndir sínar um upptöku sambærilegs kerfis hér á landi. 26.2.2013 06:00 Gjaldskrá sögð fela í sér grófa mismunun Ný gjaldskrá fyrir almenningssamgöngur í Fjarðabyggð er orðin hitamál innan bæjarstjórnar. Ekki greiða allir íbúar lengur sama gjald eins og var heldur ræður búseta kostnaði. Mismunun, segir minnihlutinn en meirihlutinn hafnar gagnrýni. 26.2.2013 05:30 Enn í eigu kaupanda þótt seljandi vilji rifta Skíðaskálinn í Hveradölum er enn eign samnefnds einkahlutafélags sem keypti skálann í september síðastliðnum en er ekki kominn aftur í hendur seljandans eins og sagt var í Fréttablaðinu í síðustu viku. 26.2.2013 05:00 Móðurmjólk getur skemmt tennur Ráðlagt er að draga úr næturgjöfum barna við átta til tólf mánaða aldur, samkvæmt ráðleggingum Embættis tannlæknis um tannvernd. Árlega eru allt að 200 smábörn, fimm ára og yngri, svæfð vegna alvarlegra tannskemmda af völdum sætra og súrra drykkja að næturlagi. 26.2.2013 17:00 Grínistinn Grillo í lykilstöðu Bandalag vinstri- og miðjuflokka hlaut flest atkvæði í kosningum til neðri deildar Ítalíuþings. Þeir höfðu ríflega 30 prósent þegar búið var að telja um þrjá fjórðu atkvæða í gærkvöldi. Hægri flokkarnir, með hinn umdeilda Silvio Berlusconi í fararbroddi, voru þá með um 28,5 prósent. 25.2.2013 23:45 Bjórinn betri en vatn eftir heimsókn í ræktina Svo virðist sem að hóflega bjórdrykkja sé ákjósanleg leið til að bæta vökvatap sem á sér stað eftir erfiða líkamsþjálfun, það er, ef marka má niðurstöður rannsóknar á vegum Granada-háskólans á Spáni. 25.2.2013 23:11 Frönsk fjölskylda í haldi hryðjuverkamanna Herskáir íslamistar hafa tekið franska fjölskyldu gíslingu í Kamerún. Hópurinn birti í dag myndband á veraldarvefnum þar sem sjá má alla sjö meðlimi fjölskyldunnar í haldi uppreisnarmannanna. 25.2.2013 22:24 Mengun valdur að minni kynfærum otra - vísindamenn vara karlmenn við Rannsóknarniðurstöður breskra vísindamanna gefa til kynna að kynfæri otra hafi almennt séð minnkað á síðustu árum. Í niðurstöðum sínum vara líffræðingarnir við því að slíkt hið saman geti gerst hjá karlmönnum. 25.2.2013 21:38 The Onion biðst afsökunar á ósmekklegum ummælum Bandaríski platfréttamiðillinn The Onion hefur beðist afsökunar á umdeildri færslu á Twitter þegar Óskarsverðlaunahátíðin stóð sem hæst í gærkvöldi. 25.2.2013 20:17 Strokið fjórum sinnum af geðdeild Tuttugu og tveggja ára piltur sem var sviptur sjálfræði tímabundið vegna geðraskana og eiturlyfjaneyslu í byrjun janúar strauk í fjórða skipti af geðdeild landspítalans í gærkvöld. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn í dag. Móðir hans segist alls staðar koma að lokuðum dyrum og segir algjört úrræðaleysi í kerfinu gagnvart svona veikum einstaklingum. 25.2.2013 19:52 Ferðafólki bjargað úr sjálfheldu Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði hópi fólks úr sjálfheldu eftir að bíll þeirra drap á sér í straumharðri á við Landmannalaugar síðdegis í dag. 25.2.2013 17:43 Fjórar konur ákærðar fyrir að afklæða konu og raka af henni hárið Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur gegn fjórum konum á þrítugsaldrinum fyrir hrottafengna líkamsárás í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári. Konunum er gefið að sök að hafa ráðist á unga konu á heimili hennar, þar sem hún var sofandi. 25.2.2013 16:58 „Refsarinn“ klessir vísvitandi á bíla Rússneskur rútubílstjóri ræðst gegn ökumönnum sem svína á honum. 25.2.2013 16:54 Útgönguspár benda til að Berlusconi sé í vænlegri stöðu Útgöngurspár á Ítalíu benda til þess að mið-vinstriflokkurinn, sem Pier Luigi Bersani veitir forystu, hafi hlotið flest atkvæði í neðri deild þingsins. Búist var við því að Bersani og félagar myndu fá 34,5% í efri deildinni og flokkur Silvios Berlusconis myndi fá 29%. En útgönguspár benda til þess að Berlusconi fái flest atkvæðin í efri deildinni. Kosningum á Ítalíu lauk klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma en þær höfðu staðið yfir í tvo tíma. 25.2.2013 16:49 Hæstiréttur staðfestir að Guðlaugur Þór og fleiri þurfa ekki að bera vitni Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þau Guðlaugur Þór Þórðarson, eiginkona hans, Ágústa Johnson, Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Hauk Haraldsson til vitnis í dómsmálinu gegn Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. 25.2.2013 16:34 Réttindalaus reykspólaði rétt hjá lögreglustöðinni Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af þremur ökumönnum sem allir voru réttindalausir. 25.2.2013 16:33 Skoða undanþágur betur vegna hugmynda um fljótandi spilavíti Fjármála- og efnahagsráðuneytið skoðar nú hvort tilefni sé til þess að til að skilyrði undanþágu á tollalögum verði skilgreind með skýrari hætti í tollalögum en nú er. 25.2.2013 16:27 Aston Martin Shooting Brake í Genf Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Er það óvenjulegt fyrir sportbíl. 25.2.2013 15:45 Varað við flóði á Suðurlandi Veðurstofan varar við flóði í Hvítá og Ölfusá. Vatnavextir eru á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna mikilla rigninga og hlýinda undanfarna daga. 25.2.2013 15:22 Lögreglan leitar að ræningjum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem frömdu rán í versluninni 10-11 í Þverbrekku í Kópvogi klukkan rúmlega ellefu síðastliðið föstudagskvöld, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.17. 25.2.2013 15:20 Skiptar skoðanir á Óskarskynni Gert lítið úr minnihlutahópum? Hæfilega fyrir neðan beltisstað? Spaugsemi aðalkynnis Óskarsverðlaunaafhendingarinnar, sem fram fór í gærkvöldi, er umdeild. 25.2.2013 14:59 Rússar banna reykingar Rússar hafa ákveðið að fylgja fordæmi annarra þjóða og bannað reykingar á almannafæri í landinu. Vladimir Pútín, forseti landsins, hefur skrifað undir lög þess efnis sem taka gildi í sumar. 25.2.2013 14:56 Ingó hættur í meðferð við hvítblæði - Langar að taka myndir af Kötlugosi "Það var dálítið "heavy“ að fá fréttirnar,“ segir ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson sem hefur barist við hvítblæði síðustu mánuði. Í síðustu viku tilkynnti Ingó, eins og hann er að jafnan kallaður, að ekki hefði tekist að lækna hvítblæðið og því hafi meðferð verið hætt. Ingólfur hefur því fengið úrskurð frá lækni um að hann eigi nokkra mánuði eftir ólifaða. 25.2.2013 14:51 Sjá næstu 50 fréttir
Fóstur heyra tal Sex mánaða gömul fóstur geta heyrt tal. Þetta eru niðurstöður rannsóknar þar sem tólf hvítvoðungar, sem voru fæddir fyrir tímann, voru skoðaðir með heilaskanna. Hvítvoðungar sem höfðu einungis verið 28 vikur í móðurkviði gátu greint á milli orða eins og ga og ba og gátu líka greint á milli karlkyns og kvenkyns radda. Sérfræðingarnir að baki rannsókninni segja að þessi hæfileiki barnanna hafi að öllum líkindum verið áunnin í móðurkviði en ekki eftir að börnin fæddust. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börn byrji að skilja tungumál strax í móðurkviði þegar þau heyra raddir foreldra sinna. 26.2.2013 10:06
Sextán kynferðisbrot til rannsóknar á Suðurnesjum Alls eru nú 16 kynferðisbrotamál til meðferðar við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum samkvæmt tilkynningu frá embættinu. Þrettán þeirra eru enn til rannsóknar en þrjú eru til afgreiðslu hjá lögfræðideild embættisins. 26.2.2013 09:58
Flóðin enn ekki náð hámarki Rennslið í Hvítá og Ölfusá er enn gríðarlegt og varar Veðurstofan við umferð á svæðinu. 26.2.2013 09:53
Íslenskir karlar eru langlífastir í Evrópu Íslenskir karlar voru langlífastir í Evrópu árið 2011. Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum. 26.2.2013 09:26
Ungbarnadauði lægstur á Íslandi meðal Evrópuþjóða Ungbarnadauði var lægstur á Íslandi meðal Evrópuþjóða árið 2011. Þá var ungbarnadauði á Íslandi 0,9 af 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn lágur og hér árið 2011. 26.2.2013 09:22
Vantar alla stóru bitana á markað Forstjóri Kauphallarinnar vill stóru bankana þrjá, Landsvirkjun og stór sjávarútvegsfyrirtæki á markað. Hann telur að íslenska ríkið gæti grætt tvöfalt á sölu Landsbankans en viðurkennir að höft auki hættu á bólumyndun. 26.2.2013 09:00
Stingur upp á nýrri fjárfestingarleið Erlend kvikmyndafyrirtæki hafa sýnt því áhuga að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabankans til að fjárfesta í kvikmyndaverkefnum hér á landi. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, segir binditímann sem leiðin felur í sér þó standa í fyrirtækjunum og talar fyrir sérsniðinni leið fyrir kvikmyndafjárfestingu. 26.2.2013 08:00
Formaður Sjálfstæðisfélags Álftaness segir af sér Sveinn Ingi Lýðsson hefur sagt af sér sem formaður stjórnar Sjálfstæðisfélags Álftaness. Þetta kemur fram á Eyjubloggi hans. 26.2.2013 07:23
Nítján fórust þegar loftbelgur sprakk í Egyptalandi Nítján manns fórust þegar loftbelgur sprakk þar sem hann sveif yfir Dal konunganna í Egyptalandi skammt frá Lúxor. 26.2.2013 07:20
Varað við grjóthruni á Siglufjarðarvegi Vegagerðin varar við grjóthruni á Siglufjarðarvegi, alveg frá Ketilási inn á Siglufjörð. 26.2.2013 07:06
Skilin hafa skerpst í afstöðu til viðræðna Að loknum landsfundum um helgina hafa þeir stjórnmálaflokkar sem notið hafa mests fylgis birt stefnu sína í Evrópumálum. Tveir vilja ljúka viðræðum um Evrópusambandsaðild og tveir stöðva þær. Línur virðast dregnar í stjórnarmyndun. 26.2.2013 07:00
Seldu æðardún fyrir 508 milljónir Verðmætaaukning íslensk æðardúns milli áranna 2011 og 2012 nemur 35,5% en árið 2012 var æðardúnn seldur fyrir tæplega 508 milljónir. Er það í fyrsta sinn sem útflutningsverðmæti hans nemur meira en hálfum milljarði króna. 26.2.2013 07:00
Sala á IKEA kjötbollum stöðvuð í Danmörku og á Ítalíu Kjötbolluhneysklið í IKEA breiðir sig nú út til fleiri landa því IKEA hefur ákveðið að stöðva alla sölu á kjötbollum sínum í Danmörku og á Ítalíu. 26.2.2013 06:44
Flóð í ám víða á landinu Allir vatnamælar Veðurstofunnar í ám á vestan- sunnan- og suðaustanverðu landi sýna nú rautt, sem þýðir mjög mikið rennsli. 26.2.2013 06:38
Ölvaður ferðamaður í átökum við lögreglumenn Ölvaður erlendur ferðamaður,sem var til ófriðar á veitingastað í miðborginni upp úr miðnætti, veittist að lögreglumönnum, sem kallaðir voru á vettvang, og hafði í alvarlegum hótunum við þá. Hann var yfirbugaður og vistaður í fangageymslu. 26.2.2013 06:36
Eldflaug skotið frá Gaza á skotmark í Ísrael Eldflaug var skotið frá Gaza svæðinu á skotmark í suðurhluta Ísraels í gærkvöldi. 26.2.2013 06:33
Ferðalangarnir fimm allir komnir af sjúkrahúsi Ferðalangarnir fimm, fjórir útlendingar og einn íslenskur fararstjóri og bílstjóri, sem var bjargað af þaki jeppa úti í miðri á í Landmannalaugum snemma í gærkvöldi og fluttir til Reykjavíkur, voru allir útskrifaðir af Landspítalanum í gærkvöldi, að aðhlynningu lokinni. 26.2.2013 06:31
Óþarft er að örvænta þótt frostið bíti brátt í blöðin Hlýindin undanfarna daga hafa gefið okkur sumum græna runna og blómstrandi garða. Þó er spáð frosti í lok vikunnar og segir garðyrkjufræðingur helsta áhyggjuefnið vera rætur sem gætu skaðast ef jörð er mjög blaut. 26.2.2013 06:30
Kaffiverkfall hafið í Kólombíu Heimsmarkaðsverð á kaffi fer hækkandi þessa stundina þar sem þúsundir landbúnaðarverkamanna á kaffiekrum í Kólombíu eru komnir í verkfall. Kólombía er fjórði stærsti útflytjandi á kaffi í heiminum. 26.2.2013 06:26
Stórfelld eggjasvik til rannsóknar í Þýskalandi Rannsókn hefur staðið yfir í Þýskalandi á meintum svikum hænsnabúa sem grunuð eru um að hafa selt egg sem lífrænt ræktuð þegar þau voru það ekki í raun. 26.2.2013 06:25
Björgunarskip sótti veikan sjómann um borð í togara Björgunarskip Landsbjargar í Grindavík var undir miðnætti sent til móts við íslenskan togara, en þar var veikur sjómaður um borð. 26.2.2013 06:23
Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu Stjórnarkreppa blasir við á Ítalíu í kjölfar þingkosninganna þar sem lauk í gærkvöldi. 26.2.2013 06:17
Húsaleiga yrði allt að 43% lægri Hægt yrði að leigja 100 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu á tæpar 88 þúsund krónur á mánuði ef hið opinbera byði upp á félagslegt leiguhúsnæði að danskri fyrirmynd. Þetta segir Alþýðusamband Íslands, sem kynnti í gær hugmyndir sínar um upptöku sambærilegs kerfis hér á landi. 26.2.2013 06:00
Gjaldskrá sögð fela í sér grófa mismunun Ný gjaldskrá fyrir almenningssamgöngur í Fjarðabyggð er orðin hitamál innan bæjarstjórnar. Ekki greiða allir íbúar lengur sama gjald eins og var heldur ræður búseta kostnaði. Mismunun, segir minnihlutinn en meirihlutinn hafnar gagnrýni. 26.2.2013 05:30
Enn í eigu kaupanda þótt seljandi vilji rifta Skíðaskálinn í Hveradölum er enn eign samnefnds einkahlutafélags sem keypti skálann í september síðastliðnum en er ekki kominn aftur í hendur seljandans eins og sagt var í Fréttablaðinu í síðustu viku. 26.2.2013 05:00
Móðurmjólk getur skemmt tennur Ráðlagt er að draga úr næturgjöfum barna við átta til tólf mánaða aldur, samkvæmt ráðleggingum Embættis tannlæknis um tannvernd. Árlega eru allt að 200 smábörn, fimm ára og yngri, svæfð vegna alvarlegra tannskemmda af völdum sætra og súrra drykkja að næturlagi. 26.2.2013 17:00
Grínistinn Grillo í lykilstöðu Bandalag vinstri- og miðjuflokka hlaut flest atkvæði í kosningum til neðri deildar Ítalíuþings. Þeir höfðu ríflega 30 prósent þegar búið var að telja um þrjá fjórðu atkvæða í gærkvöldi. Hægri flokkarnir, með hinn umdeilda Silvio Berlusconi í fararbroddi, voru þá með um 28,5 prósent. 25.2.2013 23:45
Bjórinn betri en vatn eftir heimsókn í ræktina Svo virðist sem að hóflega bjórdrykkja sé ákjósanleg leið til að bæta vökvatap sem á sér stað eftir erfiða líkamsþjálfun, það er, ef marka má niðurstöður rannsóknar á vegum Granada-háskólans á Spáni. 25.2.2013 23:11
Frönsk fjölskylda í haldi hryðjuverkamanna Herskáir íslamistar hafa tekið franska fjölskyldu gíslingu í Kamerún. Hópurinn birti í dag myndband á veraldarvefnum þar sem sjá má alla sjö meðlimi fjölskyldunnar í haldi uppreisnarmannanna. 25.2.2013 22:24
Mengun valdur að minni kynfærum otra - vísindamenn vara karlmenn við Rannsóknarniðurstöður breskra vísindamanna gefa til kynna að kynfæri otra hafi almennt séð minnkað á síðustu árum. Í niðurstöðum sínum vara líffræðingarnir við því að slíkt hið saman geti gerst hjá karlmönnum. 25.2.2013 21:38
The Onion biðst afsökunar á ósmekklegum ummælum Bandaríski platfréttamiðillinn The Onion hefur beðist afsökunar á umdeildri færslu á Twitter þegar Óskarsverðlaunahátíðin stóð sem hæst í gærkvöldi. 25.2.2013 20:17
Strokið fjórum sinnum af geðdeild Tuttugu og tveggja ára piltur sem var sviptur sjálfræði tímabundið vegna geðraskana og eiturlyfjaneyslu í byrjun janúar strauk í fjórða skipti af geðdeild landspítalans í gærkvöld. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn í dag. Móðir hans segist alls staðar koma að lokuðum dyrum og segir algjört úrræðaleysi í kerfinu gagnvart svona veikum einstaklingum. 25.2.2013 19:52
Ferðafólki bjargað úr sjálfheldu Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði hópi fólks úr sjálfheldu eftir að bíll þeirra drap á sér í straumharðri á við Landmannalaugar síðdegis í dag. 25.2.2013 17:43
Fjórar konur ákærðar fyrir að afklæða konu og raka af henni hárið Ríkissaksóknari hefur gefið út ákærur gegn fjórum konum á þrítugsaldrinum fyrir hrottafengna líkamsárás í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári. Konunum er gefið að sök að hafa ráðist á unga konu á heimili hennar, þar sem hún var sofandi. 25.2.2013 16:58
„Refsarinn“ klessir vísvitandi á bíla Rússneskur rútubílstjóri ræðst gegn ökumönnum sem svína á honum. 25.2.2013 16:54
Útgönguspár benda til að Berlusconi sé í vænlegri stöðu Útgöngurspár á Ítalíu benda til þess að mið-vinstriflokkurinn, sem Pier Luigi Bersani veitir forystu, hafi hlotið flest atkvæði í neðri deild þingsins. Búist var við því að Bersani og félagar myndu fá 34,5% í efri deildinni og flokkur Silvios Berlusconis myndi fá 29%. En útgönguspár benda til þess að Berlusconi fái flest atkvæðin í efri deildinni. Kosningum á Ítalíu lauk klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma en þær höfðu staðið yfir í tvo tíma. 25.2.2013 16:49
Hæstiréttur staðfestir að Guðlaugur Þór og fleiri þurfa ekki að bera vitni Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þau Guðlaugur Þór Þórðarson, eiginkona hans, Ágústa Johnson, Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Hauk Haraldsson til vitnis í dómsmálinu gegn Gunnari Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. 25.2.2013 16:34
Réttindalaus reykspólaði rétt hjá lögreglustöðinni Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af þremur ökumönnum sem allir voru réttindalausir. 25.2.2013 16:33
Skoða undanþágur betur vegna hugmynda um fljótandi spilavíti Fjármála- og efnahagsráðuneytið skoðar nú hvort tilefni sé til þess að til að skilyrði undanþágu á tollalögum verði skilgreind með skýrari hætti í tollalögum en nú er. 25.2.2013 16:27
Aston Martin Shooting Brake í Genf Er sérstaklega langur og óvenju hár að aftan svo vel fari um aftursætisfarþega. Er það óvenjulegt fyrir sportbíl. 25.2.2013 15:45
Varað við flóði á Suðurlandi Veðurstofan varar við flóði í Hvítá og Ölfusá. Vatnavextir eru á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna mikilla rigninga og hlýinda undanfarna daga. 25.2.2013 15:22
Lögreglan leitar að ræningjum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem frömdu rán í versluninni 10-11 í Þverbrekku í Kópvogi klukkan rúmlega ellefu síðastliðið föstudagskvöld, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 23.17. 25.2.2013 15:20
Skiptar skoðanir á Óskarskynni Gert lítið úr minnihlutahópum? Hæfilega fyrir neðan beltisstað? Spaugsemi aðalkynnis Óskarsverðlaunaafhendingarinnar, sem fram fór í gærkvöldi, er umdeild. 25.2.2013 14:59
Rússar banna reykingar Rússar hafa ákveðið að fylgja fordæmi annarra þjóða og bannað reykingar á almannafæri í landinu. Vladimir Pútín, forseti landsins, hefur skrifað undir lög þess efnis sem taka gildi í sumar. 25.2.2013 14:56
Ingó hættur í meðferð við hvítblæði - Langar að taka myndir af Kötlugosi "Það var dálítið "heavy“ að fá fréttirnar,“ segir ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson sem hefur barist við hvítblæði síðustu mánuði. Í síðustu viku tilkynnti Ingó, eins og hann er að jafnan kallaður, að ekki hefði tekist að lækna hvítblæðið og því hafi meðferð verið hætt. Ingólfur hefur því fengið úrskurð frá lækni um að hann eigi nokkra mánuði eftir ólifaða. 25.2.2013 14:51
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent