Innlent

Vill tryggja áframhald á starfi fyrir fötluð ungmenni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kjartan Magnússon er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Magnússon er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Íþrótta- og tómstundaráði, segir að fjárveitingar til að standa straum af kostnaði við rekstur frístundastarfs fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu dugi einungis til 10. maí næstkomandi.

Á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs óskaði Kjartan eftir því að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða sem fyrst í því skyni að tryggja áframhaldandi frístundastarf. Í bókun sem hann lagði fram á síðasta fundi ráðsins segir hann að ábendingar hafi borist um að starfsemin sé í uppnámi og til skoðunar sé að segja starfsfólkinu upp þar sem fjárveitingar dugi einungis til 10. maí.

Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að lausn á þessu tiltekna máli verði kynnt á allra næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×