Auknar fjárveitingar til RÚV - "Skattheimta á að vera gegnsæ“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. febrúar 2013 20:57 „Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Frumforsenda þessa frumvarps er sú að það gjald sem almenningur borgar í útvarpsgjald renni til RÚV," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið, sem ber yfirskriftina Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, fór fram á Alþingi í dag. Hér er á ferðinni tilraun til skerpa á almannaþjónustuhlutverki RÚV sem og breytingar á fjármögnun þessa fyrirtækis. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að allar innheimtar tekjur af útvarpsgjaldinu verði látnar renna til RÚV, frá og með árinu 2014. Eins og lagt er til í frumvarpinu munu útgjöld ríkissjóðs þar með hækka um það sem nemur 865 milljónum króna á ári. Í umsögn Fjármála- og efnahagsráðuneytisins kemur fram að þessi breyting boði 27 prósenta hækkun á ríkisstyrkjum til Ríkisútvarpsins ohf. Í umsögn ráðuneytisins segir enn fremur að í frumvarpinu og núverandi þjónustusamningi sé umfang almannaþjónustuhlutverks RÚV ekki afmarkað fjárhagslega eða tekin afstaða til þess hver kostnaður við það ætti að vera „sem hlýtur þó að vera forsenda fyrir því hversu hár ríkisstyrkurinn á að vera." Katrín er ekki sammála þeim skilningi sem fram kemur í umsögninni. „Þá skoðun byggi ég á þeirri staðreynd að hér er búið að ákveða að setja útvarpsgjald, sérstakt gjald sem allir greiða. Það er frumforsenda þessa frumvarps, að almenningur borgar þetta útvarpsgjald sem rennur til RÚV."Þá bendir Katrín á að ekki sé hægt að tala um raunverulega hækkun á fjárveitingum til RÚV. „Þetta var auðvitað upphaflega hugmyndin þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi árið 2007 og útvarpsgjaldið tekið upp í stað afnotagjalda, þá var þetta markaður tekjustofn. Þessu var síðan breytt haustið 2008 á þeim forsendum að neyðarástand ríkti í ríkisfjármálum. Núna, þegar við sjáum fram á að þetta ástand sé liðið, þá finnst mér mikilvægt að þetta sé aftur skilgreint á skýran hátt enda snýst þetta um sjálfstæði Ríkisútvarpsins." Hún bendir á að margir ríkisfjölmiðlar og almannaþjónustumiðlar í nágrannalöndum okkar búi við sjálfstæðan tekjustofn. „Einn hvati þessa frumvarps er athugasemd ESA um að almannaþjónustuhlutverk RÚV sé ekki skilgreint í núgildandi lögum, nú viljum við gera það. Hér er sett fram skilgreining sem við höfum fyrirmyndir fyrir. Þetta er auðvitað rúmt hlutverk samkvæmt evrópskum skilgreiningum en jafnframt eru settar fram miklar kröfur á RÚV," segir Katrín. Þannig sé verið að skilgreina almannaþjónustuhlutverk RÚV í hinum nýju lögum en á sama tíma er verið að mæta kröfum ESA um að dregið sé úr viðskiptasjónarmiðum fyrirtækisins, með því að setja auglýsingar og markaðstengda starfsemi í sérstakt dótturfélag.Sp. blm. Skýtur það ekki skökku við að fjárveitingar til Ríkisútvarpsins ohf. séu auknar á meðan mikill vandi geisar í t.d. heilbrigðismálum hér á landi? „Við sjáum fram á mikinn jöfnuð í ríkisfjármálum og þar að auki er ég fylgjandi þess að skattheimta eigi að vera gegnsæ, þá sérstaklega þegar við erum með hlut eins og útvarpsgjald. Þá finnst mér eðlilegt að útvarpsgjald renni til þess sem því er ætlað að standa undir.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira